Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið alla holuna nema þegar boltaskipti eru leyfð, leikröð (sem skiptir meira máli í holukeppni en höggleik) og hvernig leik á holu er lokið.
6
Að leika holu
6.1
Að hefja leik á holu
6.1b(1)/1
Bolta leikið utan teigsins í holukeppni og höggið ekki afturkallað af mótherjanum
Ef högg utan teigsins er ekki afturkallað þegar leikur hefst á holu í holukeppni ákvarðar regla 6.1b(1) að leikmaðurinn leiki boltanum þar sem hann liggur. Hins vegar er leikmanninum ekki alltaf heimilt að leika boltanum þar sem hann liggur.Til dæmis slær leikmaður utan teigsins (svo sem af röngu teigstæði) þegar hann hefur leik á holu. Boltinn hafnar út af og mótherjinn afturkallar ekki höggið.Þar sem högg leikmannsins var ekki afturkallað og boltinn er út af verður leikmaðurinn að taka fjarlægðarvíti með því að leika bolta þaðan sem hann sló síðasta högg. Hins vegar, fyrst höggið var ekki slegið innan teigsins verður að láta boltann falla og ekki má tía hann (sjá reglu 14.6b - Síðasta högg af almenna svæðinu, vítasvæði eða glompu).
6.2
Að leika bolta af teignum
6.2b(4)/1
Teigmerki hreyfð án þess að bæta aðstæður
Ef leikmaður er valdur að hreyfingu teigmerkis (svo sem með því að rekast í það, slá í það í bræði eða lyfta því án ástæðu), en það bætir ekki aðstæður sem hafa áhrif á höggið, er það vítalaust, jafnvel þótt leikmaðurinn setji það ekki á sinn stað aftur áður en hann leikur frá teignum.Þar sem það getur haft alvarleg áhrif á keppnina ef teigmerki eru hreyfð ætti ekki að hreyfa þau. Ef þau eru hreyfð ætti því að setja þau aftur á sinn stað.Hins vegar, ef leikmaður hreyfir teigmerki vegna þess að hann telur að þau eigi að vera á öðrum stað eða eyðileggur þau að yfirlögðu ráði getur nefndin valið að veita leikmanninum frávísun fyrir alvarlegar misgjörðir gegn anda leiksins (regla 1.2a).
6.3
Bolti sem er notaður við leik holu
6.3a/1
Hvað gera á þegar boltum er víxlað á óþekktum stað
Ef tveir leikmann uppgötva, eftir að hafa leikið í holu, að þeir hafa lokið holunni með bolta hvor annars en geta ekki áttað sig á hvort boltunum var víxlað við leik holunnar er það vítalaust.Til dæmis, eftir að hafa lokið holu uppgötvast að leikmaður A lék í holu með bolta leikmanns B og leikmaður B lék í holu með bolta leikmanns A. Báðir leikmennirnir eru vissir um að þeir léku í holu með boltunum sem þeir léku af teignum.Undir þessum kringumstæðum og í ljósi þess að leikmaður má hefja leik á holu með hvaða samþykktum bolta sem er (regla 6.3a) ætti að ákvarða að boltunum hafi verið víxlað á milli hola, nema sannanir séu fyrir öðru.
6.3c(1)/1
Merking hugtaksins „Vítahögg sem orsökuðust beinlínis við leik þess bolta“
Þegar högg sem slegin eru að tilteknum bolta gilda ekki í skori leikmannsins, gilda heldur ekki þau vítahögg sem leikmaðurinn fékk við leik þess bolta, nema leikmaðurinn fái víti sem einnig gátu átt við leik boltans sem var í leik.Eftirfarandi eru dæmi um víti sem litið er fram hjá, vegna þess að þau gátu ekki einnig átt við um boltann sem var í leik:
Að snerta bolta vísvitandi eða valda því vísvitandi að boltinn hreyfist (regla 9.4).
Kylfuberi leikmannsins stendur aftan við leikmanninn þegar leikmaðurinn tekur sér stöðu (regla 10.2b(4)).
Að snerta sand í aftursveiflunni fyrir höggið (regla 12.2b(2)).
Eftirfarandi eru dæmi um víti sem ekki er litið fram hjá, vegna þess að þau áttu einnig við um boltann sem var í leik:
Merking „í sömu röð" í reglu 6.4b(1) þegar leikið er í rangri röð frá fyrri teig
Að leika „í sömu röð" í reglu 6.4b(1) vísar til þeirrar raðar sem leikmenn í hópnum hefðu átt að leika frá síðasta teig, jafnvel þó þeir hafi leikið í annarri röð.Til dæmis, leikmaður A á teiginn á 6. holu, en leikmaður B leikur á undan frá teignum til að flýta leik. Ef leikmennirnir fá sama skor á 6. holu, þá mun leikmaður A eiga teiginn áfram á 7. holu þar sem það er sama röð og leikmenn hefðu leikið frá fyrri teig hefðu þeir ekki ákveðið að leika „ready golf". (Nýtt)
6.4c/1
Ekki er hægt að afturkalla högg ef varabolta er leikið í annarri röð af teignum
Ef leikmaðurinn sem á teiginn ákveður að leika varabolta eftir að mótherji hans hefur leikið varabolta má leikmaðurinn ekki afturkalla höggmótherjans með varaboltanum samkvæmt reglu 6.4a(2).Til dæmis, leikmaður A á teiginn og leikur fyrstur af teignum. Leikmaður B (mótherjinn) leikur næst og þar sem bolti hans kann að vera út af ákveður hann að leika varabolta og gerir það. Eftir að leikmaður B hefur leikið varaboltanum ákveður leikmaður A að leika einnig varabolta.Þar sem leikmaður A gaf fyrirætlanir sínar um að leika varabolta til kynna eftir að leikmaður B hafði leikið hefur leikmaður A afsalað sér réttinum til að afturkalla högg leikmanns B með varaboltanum. Hins vegar má leikmaður A samt leika varabolta.
6.5
Að ljúka leik á holu
6.5/1
Hvenær leikmaður eða lið hefur lokið holu
Það eru nokkrar reglur (svo sem reglur 4.1b, 4.3, 5.5b og 20.1b(2) þar sem mikilvægt er að vita hvenær leik um holu er lokið.Eftirfarandi eru dæmi um hvenær leikmaður hefur lokið leik um holu og er því á milli tveggja hola:Holukeppni:Tvímenningur: Þegar leikmaðurinn hefur leikið í holu, næsta högg hans hefur verið gefið eða þegar úrslit holunnar eru ljós.Fjórmenningur: Þegar liðið hefur leikið í holu, næsta högg þess hefur verið gefið eða þegar úrslit holunnar eru ljós.Fjórleikur: Þegar báðir samherjarnir hafa leikið í holu, næstu högg þeirra hafa verið gefin eða þegar úrslit holunnar eru ljós.Höggleikur:Einstaklingur: Þegar leikmaðurinn hefur leikið í holu.Fjórmenningur: Þegar liðið hefur leikið í holu.Fjórleikur: Þegar báðir samherjarnir hafa leikið í holu, eða annar samherjinn hefur leikið í holu og hinn hefur tekið boltann upp því hann getur ekki fengið betra skor fyrir liðið.Stableford, Par/skolli, og Hámarksskor: Þegar leikmaðurinn hefur leikið í holu eða hefur tekið boltann upp eftir að hafa fengið núll punkta eða náð hámarksskori.