Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þar sem árangur á að ráðast af dómgreind, færni og hæfileikum leikmannsins verður hann að:
Nota leyfilegar kylfur og bolta,
Nota mest 14 kylfur, og
Sæta takmörkunum um notkun annars útbúnaðar sem er honum til aðstoðar við leik.
4
Útbúnaður leikmannsins
Varðandi ítarlegar kröfur um kylfur, bolta og annan útbúnað og aðferðir við ráðgjöf og skil á útbúnaði til skoðunar með tilliti til reglnanna, sjá útbúnaðarreglurnar.
4.1
Kylfur
4.1a
Kylfur sem eru leyfðar til að slá högg
(1) Leyfilegar kylfur. Við að slá högg verður leikmaðurinn að nota kylfu sem uppfyllir kröfur útbúnaðarreglnanna þegar:
Hún er ný, eða
Leikeiginleikum hennar hefur verið breytt á einhvern hátt (sjá þó reglu 4.1a(2) varðandi kylfu sem hefur skemmst við leik umferðar).
Hins vegar, ef leikeiginleikar leyfilegrar kylfu breytast vegna slits við venjulega notkun er kylfan enn leyfileg.„Leikeiginleikar“ kylfu vísa til sérhvers hluta kylfunnar eða eiginleika hennar sem hefur áhrif á hvernig hún hegðar sér þegar högg er slegið eða við miðun. Þetta á við um t.d., en þó ekki einskorðað við, þyngingar, legu, fláa, miðunareiginleika og leyfilegra viðbótarhluta.(2) Notkun, skipti eða viðgerð á kylfu sem skemmist á meðan umferð er leikin. Ef leyfileg kylfa skemmist á meðan umferð er leikin, eða á meðan leikur er stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a, má leikmaðurinn skipta um kylfuna, nema kylfan hafi skemmst við misbeitingu.Þó er litið svo á að skemmda kylfan sé leyfileg það sem eftir er umferðarinnar óháð eðli eða ástæðu skemmdanna (en þetta á ekki við í umspili í höggleik, sem er ný umferð).Það sem eftir er umferðarinnar má leikmaðurinn:
Halda áfram að slá högg með skemmdu kylfunni, eða
Hafi kylfan ekki skemmst við misbeitingu, láta gera við kylfuna eða skipta um hana (sjá reglu 4.1b(4)).
Skipti leikmaðurinn um skemmdu kylfuna verður leikmaðurinn að taka skemmdu kylfuna úr umferð áður en hann slær næsta högg, í samræmi við aðferðina í reglu 4.1c(1). „Skemmd á meðan umferð er leikin“ merkir að einhver hluti eða eiginleiki kylfu hafi breyst vegna einhverrar athafnar á meðan umferðin var leikin (þar á meðal á meðan leikur var stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a), hvort sem er:
Af leikmanninum (svo sem við að slá högg eða við æfingasveiflu með kylfunni, við að setja kylfuna í golfpoka eða taka hana úr golfpoka, missa hana, styðja sig við hana eða misbeita ), eða
Af einhverjum öðrum einstaklingi, vegna utanaðkomandi áhrifa eða náttúruaflanna.
Þó hefur kylfa ekki „skemmst á meðan umferð er leikin“ ef leikeiginleikum hennar er vísvitandi breytt af leikmanninum á meðan umferðin er leikin, eins og fjallað er um í reglu 4.1a(3).(3) Vísvitandi breyting á leikeiginleikum kylfu á meðan umferð er leikin. Leikmaður má ekki slá högg með kylfu ef hann hefur vísvitandi breytt leikeiginleikum hennar á meðan umferðin er leikin (þar á meðal á meðan leikur var stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a):
Með því að nota stillingar eða breyta kylfunni með áþreifanlegum hætti (nema þegar leyft er að lagfæra skemmdir samkvæmt reglu 4.1a(2)), eða
Með því að bera eitthvað efni á kylfuhausinn (að undanskildu því að hreinsa hann) til að hafa áhrif á virkni kylfuhaussins þegar högg er slegið.
Undantekning - Stillanlegri kylfu breytt í upphaflega stillingu eða óleyfileg viðbót við kylfu fjarlægð: Það er vítalaust og nota má kylfuna til að slá högg í eftirfarandi tveimur tilfellum:
Ef leikeiginleikum kylfu var breytt með því að nota stillimöguleika á kylfunni og kylfan er síðan færð í upphaflegt horf með stillingunni, að því marki sem hægt er, áður en högg er slegið með kylfunni.
Óleyfileg viðbót við kylfuna (svo sem límmiði á höggfletinum) er fjarlægður af kylfunni áður en högg er slegið með henni.
Víti fyrir að sláhöggandstætt reglu 4.1a: Frávísun.
Það er vítalaust samkvæmt þessari reglu að bera (án þess að slá högg með) óleyfilega kylfu eða kylfu þar sem leikeiginleikum hefur vísvitandi verið breytt á meðan umferðin er leikin.
Þó er slík kylfa talin með, með tilliti til 14 kylfu hámarksfjöldans í reglu 4.1b(1).
4.1b
Hámark 14 kylfur. Að deila kylfum, bæta við og skipta um kylfur á meðan umferð er leikin
(1) Hámark 14 kylfur. Leikmaður má ekki:
Byrja umferð með fleiri en 14 kylfum, eða
Hafa fleiri en 14 kylfur á meðan umferðin er leikin.
Þetta hámark nær til allra kylfa sem eru bornar af eða fyrir leikmanninn. Þó nær það ekki til hluta brotinnar kylfu og aðskilinna kylfuhluta (svo sem kylfuhaus, skaft og grip) sem eru bornir af eða fyrir leikmanninn við upphaf umferðarinnard. Ef leikmaðurinn byrjar umferð með færri en 14 kylfum má hann bæta við kylfum á meðan umferðin er leikin, upp að 14 kylfu hámarkinu (sjá reglu 4.1b(4) varðandi takmarkanir í því efni). Kylfu telst hafa verið bætt við þegar leikmaðurinn slær næsta högg með hvaða kylfu sem er á meðan viðbótarkylfan er í fórum leikmannsins.Ef leikmaðurinn uppgötvar að hann er brotlegur við þessa reglu með því að hafa fleiri en 14 kylfur verður hann að taka umframkylfuna eða -kylfurnar úr leik áður en hann slær næsta högg, samkvæmt aðferðinni í reglu 4.1c(1):
Ef leikmaðurinn hóf leik með fleiri en 14 kylfum má hann velja hvaða kylfu eða kylfur hann tekur úr leik.
Ef leikmaðurinn bætti við umframkylfum á meðan umferðin var leikin verður að taka þær kylfur úr leik.
Eftir að umferð leikmannsins er hafin, ef leikmaðurinn hirðir upp kylfu sem hefur verið skilin eftir af öðrum leikmanni eða ef kylfa er sett fyrir mistök í golfpoka leikmannsins án hans vitneskju er ekki litið á kylfuna sem kylfu leikmannsins með tilliti til 14 kylfu hámarksins (en ekki má nota kylfuna).(2) Kylfum ekki deilt. Leikmaður er bundinn við þær kylfur sem hann hóf leik með eða bætti við samkvæmt heimildinni í (1):
Leikmaðurinn má ekki slá högg með kylfu sem er notuð af einhverjum öðrum sem er að leika á vellinum (jafnvel þótt sá leikmaður sé í öðrum ráshópi eða í annarri keppni).
Ef leikmaðurinn uppgötvar að hann hefur brotið þessa reglu, með því að slá högg með kylfu annars leikmanns, verður leikmaðurinn að taka kylfuna úr leik áður en hann slær næsta högg, samkvæmt aðferðinni í reglu 4.1c(1).
Sjáreglur 22.5 og 23.7(takmörkuð undantekning í leikformum sem tengjast samherjum, þar sem samherjar mega deila kylfum ef þeir hafa samtals ekki fleiri en 14 kylfur).(3) Ekki skipt um kylfur sem týnast. Ef leikmaður hóf leik með 14 kylfum, eða bætti við kylfum upp að 14 kylfu hámarkinu, og týnir síðan kylfu á meðan umferðin er leikin eða á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a má leikmaðurinn ekki skipta þeirri kylfu út fyrir aðra kylfu.(4) Takmarkanir þegar bætt er við kylfu eða skipt um kylfu. Þegar leikmaður bætir við kylfu eða skiptir um kylfu, samkvæmt reglu 4.1a(2) eða reglu 4.1b(1), má hann ekki:
Bæta við eða fá lánaða kylfu frá einhverjum öðrum sem er að leika á vellinum (jafnvel þótt sá leikmaður sé í öðrum ráshópi eða í annarri keppni), eða
Búa til kylfu úr kylfuhlutum sem einhver ber fyrir leikmanninn eða einhvern annan leikmann sem er að leika á vellinum (jafnvel þótt sá leikmaður sé í öðrum ráshópi eða í annarri keppni).
Ef leikmaðurinn uppgötvar að hann hefur brotið þessa reglu, með því að bæta við eða skipta um kylfu þegar það er ekki leyfilegt, verður leikmaðurinn að taka kylfuna úr leik áður en hann slær næsta högg, samkvæmt aðferðinni í reglu 4.1c(1).Ef leikmaðurinn slær högg með kylfu sem hann er enn með í fórum sínum eftir að hafa verið tekin úr leik áður en umferðin hófst (regla 4.1c(2)) eða á meðan umferð er leikin (regla 4.1c(1)) fær hann frávísun samkvæmt reglu 4.1c(1).Víti fyrir brot á reglu 4.1b: Vítið ræðst af því hvenær leikmaðurinn vissi af brotinu:
Leikmaður uppgötvar brotið við leik holu. Vítinu er beitt við lok holunnar sem verið er að leika. Í holukeppni verður leikmaðurinn að ljúka holunni, bæta úrslitum þeirrar holu við stöðu leiksins og bæta vítinu síðan við stöðu leiksins.
Leikmaður uppgötvar brotið á milli hola. Vítinu er beitt við lok holunnar sem síðast var leikin, ekki á næstu holu.
Víti í holukeppni – Leikstaða endurskoðuð með því að draga frá holu, hámark tvær holur:
Um er að ræða víti sem felst í leiðréttingu á leikstöðu – sem er ekki það sama og holutapsvíti.
Við lok holunnar sem verið er að leika, eða síðustu holu sem var leikin, er leikstaðan endurskoðuð með því að draga frá eina holu fyrir hverja holu þar sem brot átti sér stað, en að hámarki eru dregnar frá tvær holur í umferðinni.
Til dæmis, ef leikmaður sem hóf leik með 15 kylfur er að leika 3. holu þegar brotið uppgötvast og vinnur síðan þá holu og er þrjár holur upp í leiknum, á tveggja holu hámarksleiðrétting við og leikmaðurinn er þá eina holu upp í leiknum.
Víti í höggleik - Tvö vítahögg, hámark fjögur högg: Leikmaðurinn fær almenna vítið(tvö vítahögg) fyrir hverja holu þar sem brot átti sér stað, en að hámarki fjögur vítahögg í umferðinni (þú bætir þá tveimur vítahöggum við fyrstu tvær holurnar þar sem brotið átti sér stað).
4.1c
Aðferð við að lýsa kylfur úr leik
(1) Á meðan umferð er leikin. Þegar leikmaður uppgötvar á meðan hann leikur umferð að hann er brotlegur við reglu 4.1b, verður leikmaðurinn að grípa til ráðstafana sem gefa greinilega til kynna hvaða kylfa eða kylfur eru teknar úr leik, áður en hann slær næsta högg.Þetta má gera með því að:
Lýsa þessu yfir við mótherjann í holukeppni eða ritarann eða annan leikmann í ráshópnum í höggleik, eða
Gera eitthvað annað ótvírætt (svo sem að snúa kylfunni á hvolf í golfpokanum, leggja hana á gólfið í golfbílnum eða afhenda hana einhverjum öðrum).
Leikmaðurinn má ekki slá högg það sem eftir er umferðarinnar með kylfu sem hefur verið tekin úr leik.Ef kylfa sem tekin hefur verið úr leik tilheyrir öðrum leikmanni má sá leikmaður halda áfram að nota kylfuna.Víti fyrir brot á reglu 4.1c(1): Frávísun.(2) Fyrir umferð. Ef leikmaður verður þess áskynja stuttu áður en hann byrjar umferð að hann er óvart með fleiri en 14 kylfur ætti hann að leitast við að skilja umframkylfur eftir.Þó er leyfilegt, vítalaust:
Að leikmaðurinn taki slíkar umframkylfur úr leik áður en umferðin hefst, með aðferðum sem lýst er í (1), og
Að leikmaðurinn geymi umframkylfurnar (án þess að nota þær) á meðan umferðin er leikin og eru þær þá ekki taldar með tilliti til 14 kylfu hámarksfjöldans.
Óleyfilegt er að mæta vísvitandi með fleiri en 14 kylfur á upphafsteig sinn og byrja umferðina án þess að skilja umframkylfurnar eftir. Regla 4.1b(1) á þá við
4.2
Boltar
4.2a
Leyfilegir boltar við leik umferðar
(1) Leika skal með leyfilegum bolta. Í hverju höggi verður leikmaður að nota bolta sem uppfyllir kröfur útbúnaðarreglnanna.Leikmaður má útvega sér leyfilegan bolta hvaðan sem er, þar á meðal frá öðrum leikmanni á vellinum.(2) Ekki má leika bolta sem hefur vísvitandi verið breytt. Leikmaður má ekki slá högg að bolta ef leikeiginleikum boltans hefur vísvitandi verið breytt, svo sem með því að rispa eða hita boltann eða með því að bera eitthvað efni á hann (til annars en að hreinsa hann).Víti fyrir að slá högg andstætt reglu 4.2a: Frávísun.
4.2b
Bolti brotnar við leik holu
Ef bolti leikmanns brotnar í hluta eftir högg er það vítalaust og höggið gildir ekki.Leikmaðurinn verður að leika öðrum bolta þaðan sem fyrra höggið var slegið (sjá reglu 14.6).Víti fyrir að leika bolta af röngum stað, andstætt reglu 4.2b: Almennt vítisamkvæmt reglu 14.7a.
4.2c
Bolti skerst eða springur við leik holu
(1) Að lyfta bolta til að athuga hvort hann sé skorinn eða sprunginn. Ef leikmaður hefur ástæðu til að ætla að í bolta hans hafi myndast skurður eða sprunga, við leik holu:
Má leikmaðurinn lyfta boltanum til að skoða hann, en:
Fyrst verður að merkja staðsetningu boltans og ekki má hreinsa hann ( nema á flötinni) (sjá reglu 14.1).
Ef leikmaðurinn lyftir boltanum án þess að hafa þessa rökstuddu ástæðu til þess ( nema á flötinni þar sem leikmaðurinn má lyfta boltanum samkvæmt reglu 13.1b), merkir ekki staðsetningu boltans áður en hann lyftir boltanum eða hreinsar hann þegar það má ekki, fær leikmaðurinn eitt vítahögg.
(2) Hvenær skipta má um bolta. Leikmaðurinn má aðeins skipta um bolta ef augljóst er að upphaflegi boltinn er skorinn eða sprunginn og ef þessi skemmd varð við leik holunnar, en ekki ef boltinn er bara rispaður eða skafinn eða ef einungis málning boltans er skemmd eða upplituð.
Ef upphaflegi boltinn er skorinn eða sprunginn verður leikmaðurinn að leggja aftur annan bolta eða upphaflega boltann á upphaflega staðinn (sjá reglu 14.2).
Ef upphaflegi boltinn er hvorki skorinn né sprunginn verður leikmaðurinn að leggja hann aftur á upphaflega staðinn (sjá reglu 14.2).
Ef leikmaður slær högg að bolta sem ranglega hefur verið skipt um fær leikmaðurinn eitt vítahögg samkvæmt reglu 6.3b.Ekkert í þessari reglu bannar leikmanni að skipta um bolta samkvæmt einhverri annarri reglu eða að skipta um bolta á milli hola.Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt reglu 4.2c:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a.
4.3
Notkun útbúnaðar
Regla 4.3 tekur til allra tegunda útbúnaðar sem leikmaður kann að nota á meðan hann leikur umferð, nema að kröfum um að leika með leyfilegum boltum og kylfum er lýst í reglum 4.1 og 4.2, en ekki í þessari reglu.Þessi regla fjallar aðeins um hvernig útbúnaður er notaður. Hún setur engar skorður við hvaða útbúnað leikmaður hefur í fórum sínum á meðan umferð er leikin.
4.3a
Leyfileg og óleyfileg notkun útbúnaðar
Leikmaður má nota útbúnað til aðstoðar við leik umferðar, nema að leikmaðurinn má ekki fá hugsanlegt forskot með því að:
Nota útbúnað (annan en kylfu eða bolta) sem minnkar þörf fyrir nauðsynlega hæfni eða dómgreind sem er nauðsynleg til að takast á við leikinn, eða
Nota útbúnað (þar á meðal kylfu eða bolta) á óeðlilegan hátt við að slá högg. Á „óeðlilegan hátt“ merkir á einhvern hátt sem er í grundvallaratriðum öðruvísi en útbúnaðurinn er hannaður til og er venjulega ekki talinn hluti þess að leika golf.
Þessi regla hefur ekki áhrif á beitingu annarra reglna sem takmarka þær athafnir sem leikmanni eru heimilar með kylfu, bolta eða öðrum útbúnaði (svo sem að leggja kylfu eða annan hlut á jörðina til að aðstoða leikmanninn við miðun, samanber reglu 10.2b(3)).Algeng dæmi um notkun útbúnaðar sem er leyfð eða ekki leyfð við leik umferðar samkvæmt þessari reglu eru:(1) Fjarlægðar- og stefnuupplýsingar.
Leyft. Að afla upplýsinga um fjarlægðir eða stefnu (svo sem með fjarlægðarmæli eða áttavita).
Ekki leyft.
Að mæla hæðarmun, eða
Að túlka fjarlægðir eða stefnuupplýsingar (t.d. að nota tæki til að fá tillögu um leiklínu eða kylfuval, sem byggir á staðsetningu bolta leikmannsins).
Að nota miðunarbúnað (sjá skilgreiningu í útbúnaðarreglunum) til að aðstoða við að stilla boltanum upp.
Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu G-5 (nefndin má setja staðarreglu sem bannar notkun fjarlægðarmæla).(2) Upplýsingar um vind og önnur veðurskilyrði.
Leyft.
Að afla hvers konar veðurupplýsinga (þar á meðal um vindhraða) sem eru fáanlegar úr veðurspám, eða
Að mæla hita- og rakastig á vellinum.
Ekki leyft.
Að mæla vindhraða á vellinum, eða
Að nota manngerða hluti til að afla annarra upplýsinga tengdum vindi (svo sem að nota duft, vasaklút eða borða til að meta vindátt).
(3) Upplýsingar sem safnað er fyrir umferð eða á meðan umferð er leikin.
Leyft.
Að nota upplýsingar sem var safnað áður en umferðin hófst (svo sem leikupplýsingar frá fyrri umferðum, sveifluráð eða ráðleggingar um kylfuval), eða
Upptökur (til nota eftir umferðina) á leik- eða lífeðlisfræðilegum upplýsingum úr umferðinni (svo sem högglengd kylfa, leiktölfræði eða hjartslætti).
Ekki leyft.
Að vinna úr eða túlka upplýsingar sem lúta að umferðinni sem verið er að leika (svo sem ráðleggingar um kylfuval, byggt á fjarlægðum í yfirstandandi umferð), eða
Að nota lífeðlisfræðilegar upplýsingar sem safnað er á meðan umferðin er leikin.
(4) Hljóð og myndbandstækni.
Leyft.
Að hlusta á hljóð eða horfa á myndbönd sem tengjast ekki keppninni (svo sem fréttir eða bakgrunnstónlist). Þó ætti að sýna öðrum tillitssemi (sjá reglu 1.2).
Ekki leyft.
Að hlusta á tónlist eða önnur hljóð til að eyða truflunum eða til að aðstoða við sveiflutakt, eða
Að horfa á myndband af leikmanninum eða öðrum leikmönnum meðan á keppninni stendur, sem aðstoðar leikmanninn við kylfuval, að slá högg eða að ákveða hvernig skuli leika í umferðinni. Þó má leikmaðurinn horfa á útsendingu sem beint er til áhorfenda á vellinum, svo sem stöðutöflu með beinni útsendingu.
Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu G-8 (nefndin má setja staðarreglu sem bannar eða takmarkar notkun hljóð- eða myndtækja á meðan umferð er leikin).(5) Hanskar og gripefni.
Leyft.
Að nota einfaldan hanska sem uppfyllir kröfur útbúnaðarreglnanna,
Að nota klístur, púður eða annað raka- eða þurrkefni, eða
Að vefja handklæði eða vasaklút um gripið.
Ekki leyft.
Að nota hanska sem samræmist ekki kröfum útbúnaðarreglnanna, eða
Að nota annan útbúnað sem veitir ósanngjarnt forskot við stöðu handa eða gripþrýsting.
(6) Teygjubúnaður og æfinga- eða sveiflutæki.
Leyft.
Að nota einhvern útbúnað við almennar teygjur (aðrar en við æfingasveiflu), hvort sem útbúnaðurinn er hannaður fyrir teygjur, til nota í golfi (svo sem miðunarstöng sem lögð er yfir axlir) eða til annarra nota, óskyld golfi (svo sem gúmmíslöngur eða rörbútar).
Ekki leyft.
Að nota einhvers konar æfingatæki eða sveifluæfingabúnað fyrir golf (svo sem miðunarstöng, þyngda kylfuhlíf eða „kleinuhring“) eða óleyfilega kylfu við æfingasveiflu eða á annan hátt sem veitir hugsanlegt forskot með því að aðstoða leikmanninn við að undirbúa eða slá högg (svo sem varðandi sveifluhorn, grip, miðun, staðsetningu bolta eða uppstillingu líkama).
Nánari leiðbeiningar um notkun útbúnaðar sem lýst er hér að framan og aðrar gerðir útbúnaðar (svo sem fatnað og skó) er að finna í útbúnaðarreglunum.Leikmaður sem er óviss um hvort hann megi nota útbúnað á tiltekinn hátt ætti að óska eftir úrskurði nefndarinnar (sjá reglu 20.2b).Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu G-6 (nefndin má setja staðarreglu sem bannar notkun vélknúinna ökutækja á meðan umferð er leikin).
4.3b
Útbúnaður sem er notaður af læknisfræðilegum ástæðum
(1) Læknisfræðileg undanþága. Leikmaður brýtur ekki reglu 4.3 ef hann notar útbúnað til aðstoðar vegna læknisfræðilegs ástands, svo fremi að
Leikmaðurinn hafi læknisfræðilega ástæðu til að nota útbúnaðinn, og
Nefndin ákvarði að notkun útbúnaðarins veiti leikmanninum ekki ósanngjarnt forskot á aðra leikmenn.
Sjá reglu 25.3a (staða stoðtækja); reglu 25.4f (beiting reglu 4.3 vegna hreyfiaðstoðar).(2) Plástur eða svipuð límbönd. Leikmaður má nota plástur eða svipuð límbönd, af hvaða læknisfræðilegum ástæðum sem er (svo sem til að fyrirbyggja meiðsli eða vegna yfirstandandi meiðsla), en plásturinn eða límbandið má ekki:
Nota í óhófi, eða
Aðstoða leikmanninn meira en nauðsynlegt er vegna læknisfræðilegra ástæðna (til dæmis með því að stífa liði til að aðstoða leikmanninn við að sveifla kylfunni).
Leikmaður sem er óviss um hvar eða hvernig hann má nota plástur eða svipuð límbönd ætti að óska eftir úrskurði nefndarinnar.Víti fyrir brot á reglu 4.3:
Víti fyrir fyrsta brot: Almennt víti.Ef brotið á sér stað á milli hola skráist vítið á næstu holu.
Víti fyrir annað brot: Frávísun. Þetta víti á við þótt eðli brotsins sé gjörólíkt brotinu sem olli fyrsta vítinu. Þetta víti á einungis við ef atburðarásin hefur verið rofin eftir fyrsta brotið (sjá reglu 1.3c(4)).
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...