Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundvelli við ófatlaða leikmenn, leikmenn með sömu fötlun eða leikmenn með annars konar fötlun.
25
Breytingar vegna fatlaðra leikmanna
25.1
Yfirlit
Regla 25 nær til allra keppna og allra leikforma. Fötlunarflokkur leikmannsins og keppnisréttur ræður því hvort honum er heimilt að nota breyttu reglurnar sem í reglu 25.Regla 25 breytir ákveðnum golfreglum vegna leikmanna í eftirfarandi fötlunarflokkum:
Blindir leikmenn (þar á meðal leikmenn með tiltekin stig sjónskerðingar),
Aflimaðir leikmenn (sem nær bæði til leikmanna sem hafa fæðst án útlims eða hafa misst útlim),
Leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki, og
Leikmenn með þroskahömlun.
Ljóst er að margir leikmenn eru með annars konar fötlun (svo sem vegna taugasjúkdóma, bæklunar, dvergvaxtar eða heyrnarleysis). Regla 25 nær ekki yfir þess konar fatlanir þar sem ekki hefur, sem stendur, verið talin þörf á breytingum á golfreglunum vegna slíkra leikmanna.Útbúnaðarreglurnar gilda án breytinga, að undanskildu því sem tiltekið er í hluta 7 í útbúnaðarreglunum. Varðandi upplýsingar um notkun útbúnaðar (annars en kylfu og bolta) af læknisfræðilegum ástæðum, sjá reglu 4.3b.Sjá Verklag nefnda, hluta 5D varðandi leiðbeiningar um keppnisrétt leikmanns og frekari leiðbeiningar um reglu 25 og keppnir sem fatlaðir taka þátt í.
25.2
Breytingar vegna blindra leikmanna
Tilgangur reglu: Regla 25.2 heimilar að blindur leikmaður (þar á meðal leikmaður með tiltekin stig sjónskerðingar) njóti aðstoðar bæði aðstoðarmanns og kylfubera á sama tíma, heimilar aðstoð við miðun, veitir leikmanninum takmarkaða undanþágu frá banni við að snerta sand í glompu með kylfu og heimilar aðstoð við að lyfta bolta, láta bolta falla, leggja bolta og leggja bolta aftur.
25.2a
Aðstoð frá aðstoðarmanni
Blindur leikmaður má þiggja hjálp frá aðstoðarmanni:
Við að taka sér stöðu,
Við að miða áður en högg er slegið, og
Með því að óska eftir og þiggja ráð.
Aðstoðarmaður hefur sömu stöðu gagnvart reglunum og kylfuberi (sjá reglu 10.3), en þó með þeim undantekningum sem tilgreindar eru í reglu 25.2e.Með tilliti til reglu 10.2a (ráðlegging) má leikmaðurinn óska eftir og þiggja ráð bæði frá aðstoðarmanni og kylfubera á sama tíma.
25.2b
Leikmaður má aðeins hafa einn aðstoðarmann
Blindur leikmaður má einungis hafa einn aðstoðarmann hverju sinni.Ef leikmaðurinn hefur fleiri en einn aðstoðarmann í einu fær leikmaðurinn almenna vítið fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað, á sama hátt og fram kemur í reglu 10.3a(1) (Leikmaður má aðeins hafa einn kylfubera í einu).
25.2c
Breyting á reglu 10.2b(3) (Ekki má leggja niður hluti til aðstoðar við miðun, að taka stöðu eða sveiflu)
Reglu 10.2b(3) er breytt þannig að það er vítalaust ef leikmaðurinn, kylfuberi eða aðstoðarmaður leggja niður hlut til að aðstoða við mið eða til að aðstoða við að taka stöðu fyrir högg (svo sem að leggja kylfu á jörðina til að sýna hvert leikmaðurinn ætti að miða eða hvar hann ætti að staðsetja fætur sína). Hins vegar verður að fjarlægja hlutinn áður en höggið er slegið. Ef það er ekki gert fær leikmaðurinn almenna vítið fyrir brot á reglu 10.2b(3).
25.2d
Breyting á reglu 10.2b(4) (Svæði með takmörkunum gagnvart kylfubera, áður en leikmaður slær högg)
Reglu 10.2b(4) er breytt þannig að það er vítalaust ef aðstoðarmaður eða kylfuberi eru staðsettir á eða nærri framlengingu leiklínunnar aftan við boltann hvenær sem er áður en eða á meðan höggið er slegið, svo fremi að aðstoðarmaðurinn eða kylfuberinn hjálpi leikmanninum ekki við að slá höggið.
25.2e
Breyting á reglu 10.3 (Kylfuberar)
Aðstoðarmaður blinds leikmanns má einnig gegna hlutverki kylfubera, en þarf þess ekki.Leikmaðurinn má njóta aðstoðar aðstoðarmanns og kylfubera á sama tíma, en þá:
Má aðstoðarmaðurinn ekki halda á eða sjá um kylfu leikmannsins, nema á meðan hann leiðbeinir leikmanninum, aðstoðar hann við að taka stöðu eða miða áður en högg er slegið, eða við tilfallandi aðstoð eins og henni er lýst í skilgreiningu á kylfubera.
Ef aðstoðarmaðurinn heldur á eða sér um kylfur leikmannsins í andstöðu við þessa reglu hefur leikmaðurinn haft tvo kylfubera í einu og fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað (sjá reglu 10.3a(1)).
25.2f
Breyting á reglu 12.2b(1) (Hvenær snerting á sandi leiðir til vítis)
Áður en blindur leikmaður slær högg að bolta sínum í glompu má hann vítalaust snerta sandinn í glompunni með kylfu:
Á svæðinu rétt fyrir framan eða rétt fyrir aftan boltann, og
Í aftursveiflunni fyrir högg.
Hins vegar, við þetta má leikmaðurinn ekki bætalegu boltans meira en hefði orsakast af því að leggja kylfuna létt í sandinn.Í samræmi við reglu 12.2b(1) er leikmanninum áfram óheimilt að snerta sandinn í glompunni vísvitandi til að prófa ástand sandsins og að snerta sandinn með kylfu í æfingasveiflu.
25.2g
Breyting á reglu 14.1b (Hver má lyfta bolta)
Ef bolti leikmanns er á flötinni er reglu 14.1b breytt þannig að auk kylfuberans má aðstoðarmaður leikmannsins lyfta boltanum án leyfis leikmannsins.
25.2h
Aðstoð við að láta bolta falla, leggja bolta og að leggja bolta aftur
Ef leikmaður er blindur er öllum reglum sem krefjast þess að leikmaður láti bolta falla, leggi bolta eða leggi bolta aftur breytt þannig að leikmaðurinn má einnig, án takmarkana, gefa öðrum einstaklingi almennt leyfi til að láta bolta falla, leggja bolta eða leggja bolta aftur.
25.3
Breytingar vegna aflimaðra leikmanna
Tilgangur reglu: Regla 25.3 heimilar aflimuðum leikmanni (sem nær bæði til leikmanna sem hafa fæðst án útlims eða misst útlim) að nota gervilim og að slá högg með kylfuna festa, auk þess að heimila aðstoð við að láta bolta falla, leggja bolta og leggja bolta aftur.
25.3a
Staða gervilima
Notkun gervihanda eða gervifóta er ekki brot á reglu 4.3, að því tilskyldu að leikmaðurinn hafi ástæðu til að nota slíkan búnað og að nefndin ákvarði að notkun hans gefi leikmanninum ekki ósanngjarnt forskot á aðra leikmenn (sjá reglu 4.3b). Leikmenn sem eru í vafa um notkun búnaðar ættu að bera málið undir nefndina eins fljótt og mögulegt er.Leikmaður sem notar gervilim þarf samt að fylgja banninu í reglu 4.3a við að nota útbúnaðinn á óeðlilegan hátt.
25.3b
Breyting á reglu 10.1b (Að festa kylfuna)
Ef aflimaður leikmaður er ófær um, vegna útlimaskorts eða útlimamissis, að halda á og sveifla meirihluta kylfa sinna án þess að festa kylfuna má leikmaðurinn vítalaust festa kylfuna þegar hann slær högg, samkvæmt reglu 10.1b.
25.3c
Aðstoð við að láta bolta falla, leggja bolta og að leggja bolta aftur
Ef leikmaður er aflimaður er öllum reglum sem krefjast þess að leikmaður láti bolta falla, leggi bolta eða leggi bolta aftur breytt þannig að leikmaðurinn má einnig, án takmarkana, gefa öðrum einstaklingi almennt leyfi til að láta bolta falla, leggja bolta eða leggja bolta aftur.
25.3d
Breyting á skilgreiningunni „Leggja aftur“
Ef leikmaður er aflimaður er skilgreiningunni á að leggja aftur (og reglu 14.2b(2)) breytt þannig að leikmanninum er heimilt að leggja bolta aftur annað hvort með hönd eða með því að nota útbúnað (svo sem að rúlla boltanum með kylfu).
25.4
Breytingar vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki
Tilgangur reglu: Regla 25.4 heimilar leikmanni sem notar hreyfihjálpartæki að njóta aðstoðar bæði aðstoðarmanns og kylfubera á sama tíma. Einnig skýrir reglan hvernig leikmaður má nota hreyfihjálpartæki (svo sem hjólastól eða annað hreyfitæki á hjólum eða staf eða hækjur) til að auðvelda við að taka stöðu og slá högg, auk þess að breyta tilteknum lausnaraðferðum.
Reglur 25.4a til 25.4l ná til allra hreyfihjálpartækja, þar a meðal stafa, hækja, hjólastóla og annarra hreyfitækja á hjólum.Reglur 25.4m og 25.4n ná einungis til hjólastóla og annarra hreyfitækja á hjólum.
25.4a
Aðstoð frá aðstoðarmanni eða öðrum einstaklingi
Leikmaður sem nota hreyfihjálpartæki má njóta aðstoðar frá aðstoðarmanni eða öðrum einstaklingi, þar á meðal öðrum leikmanni, á eftirfarandi hátt:
Lyfta bolta á flötinni: Þegar bolti leikmannsins liggur á flötinni er reglu 14.1b breytt þannig að aðstoðarmaður leikmannsins, til viðbótar við kylfuberann, má lyfta boltanum án leyfis leikmannsins.
Láta falla, leggja og leggja aftur: Allar reglur sem krefjast þess að leikmaðurinn láti bolta falla, leggi eða leggi aftur er breytt þannig að leikmanninum er einnig heimilt, án takmarkana, að gefa hverjum sem er almennt leyfi til að láta bolta leikmannsins falla, leggja boltann eða leggja hann aftur.
Staðsetning leikmanns eða tækis: Áður en leikmaður slær högg má hann, samanber reglu 10.2b(5) fá áþreifanlega aðstoð frá hverjum sem er við að staðsetja sig eða að fjarlægja hreyfihjálpartæki.
25.4b
Ráðlegging frá aðstoðarmanni
Leikmaður sem notar hreyfihjálpartæki má biðja um og þiggja ráð frá aðstoðarmanni sínum á sama hátt og leikmaður biður um og þiggur ráð frá kylfubera samkvæmt reglu 10.2a (Ráðlegging).Aðstoðarmaður hefur sömu stöðu með tilliti til reglnanna og kylfuberi (sjá reglu 10.3), en með þeim undantekningum sem lýst er í reglu 25.4j.Með tilliti til reglu 10.2a má leikmaður biðja um og þiggja ráð frá bæði aðstoðarmanni og kylfubera á sama tíma.
25.4c
Leikmaður má aðeins hafa einn aðstoðarmann
Leikmaður sem notar hreyfihjálpartæki má einungis hafa einn aðstoðarmann í einu.Ef leikmaðurinn hefur fleiri en einn aðstoðarmann í einu fær hann almenna vítið fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað, á sama hátt og fram kemur í reglu 10.3a(1) (Leikmaður má aðeins hafa einn kylfubera í einu).
25.4d
Breytt skilgreining á „stöðu“
Notkun leikmanns á hreyfihjálpartæki kann að hafa áhrif á stöðu hans með tilliti til sumra reglna, svo sem við að ákvarða svæði fyrirhugaðrar stöðu samkvæmt reglu 8.1a og að ákvarða hvort truflun sé frá óeðlilegum vallaraðstæðum samkvæmt reglu 16.1.Til að kljást við þetta er skilgreiningunni á stöðu breytt þannig að hún sé „Staðsetning fóta og líkama leikmanns og staðsetning hreyfihjálpartækis, ef slíkt tæki er notað, þegar leikmaðurinn undirbýr sig fyrir og slær högg“.
25.4e
Breyting á skilgreiningunni „Leggja aftur“
Vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki er skilgreiningin á að leggja aftur (og reglu 14.2b(2)) útvíkkuð til að heimila leikmanninum að leggja bolta aftur annaðhvort með hönd eða með útbúnaði (svo sem að rúlla bolta með kylfu).
Leikmaður má nota hreyfihjálpartæki til að hjálpa honum við leik sinn ef slíkt er heimilt samkvæmt viðmiðunum í reglu 4.3b, og
Leikmaður sem notar hreyfihjálpartæki þarf samt að hlíta banni í reglu 4.3a við að nota útbúnað á óeðlilegan hátt.
25.4g
Breyting á reglu 8.1b(5) til að heimila notkun hreyfihjálpartækis við að taka sér stöðu
Samkvæmt reglu 8.1b(5) er það vítalaust þótt leikmaður bætiaðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið við að taka sér trygga fótstöðu „þar á meðal að grafa fæturna hóflega í sand“.Ef leikmaður notar hreyfihjálpartæki er reglu 8.1b(5) breytt þannig að „grafa fæturna hóflega í sand“ innifeli einnig:
Að grafa hóflega í sandinn með hjálpartækinu, eða
Hóflegar athafnir til að staðsetja hjálpartækið við að taka sér stöðu og forðast að það renni til.
Hins vegar, heimilar þessi breyting leikmanninum ekki að ganga lengra með því að byggja stöðu þannig að hreyfihjálpartækið renni ekki til í sveiflunni, svo sem með því að mynda sand- eða jarðvegshrauk til að skorða hjálpartækið af.Geri leikmaðurinn það fær hann almenna vítið fyrir að breyta yfirborði jarðarinnar til að byggja sér stöðu, í andstöðu við reglu 8.1a(3).
25.4h
Breyting á reglu 10.1b (Að festa kylfuna)
Ef leikmaður er ófær um að halda á og sveifla meirihluta kylfa sinna án þess að festa kylfuna vegna notkunar á hreyfihjálpartæki má leikmaðurinn vítalaust slá högg með kylfuna fasta, samkvæmt reglu 10.1b.
25.4i
Breyting á reglu 10.1c (Að slá högg og standa um leið yfir eða í leiklínu)
Til að taka tillit til notkunar leikmanns á hreyfihjálpartæki er reglu 10.1c breytt þannig að leikmaðurinn má heldur ekki slá högg úr stöðu með einhvern hluta hjálpartækisins vísvitandi sitt hvoru megin við eða á leiklínunni eða framlengingu hennar aftan við boltann.
25.4
Breyting á reglu 10.3 (Kylfuberar)
Aðstoðarmaður leikmanns sem notar hreyfihjálpartæki getur einnig gegnt hlutverki kylfubera leikmannsins, en þarf þess ekki.Leikmaðurinn má hafa bæði aðstoðarmann og kylfubera á sama tíma. Í því tilfelli:
Má aðstoðarmaðurinn ekki bera eða annast um kylfur leikmannsins nema við að hjálpa leikmanninum við að taka sér stöðu eða stilla sér upp fyrir höggið, eða við að veita leikmanninum tilfallandi aðstoð eins og lýst er í skilgreiningu á kylfubera. Þetta breytir þó ekki reglu 10.2b(3) (Ekki má leggja niður hluti til aðstoðar við miðun, að taka stöðu eða sveiflu).
Ef aðstoðarmaðurinn ber eða annast um kylfur leikmannsins í andstöðu við þessa reglu hefur leikmaðurinn haft tvo kylfubera í einu og fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað (sjá reglu 10.3a(1)).
25.4k
Breyting á reglu 11.1b(2)
Vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki er reglu 11.1b(2) breytt þannig að ef bolti sem er leikið af flötinni hittir óvart hjálpartækið á að leika boltanum þar sem hann liggur.
25.4l
Beiting reglu 12.2b(1) við að nota hreyfihjálpartæki til að prófa ástand sands í glompu
Samkvæmt reglu 12.2b(1) má leikmaður ekki „vísvitandi snerta sand í glompunni með hönd, kylfu, hrífu eða öðrum hlutum til að prófa ástand sandsins og öðlast þannig upplýsingar fyrir næsta högg“.Þetta nær til notkunar á hreyfihjálpartæki til að prófa vísvitandi ástand sandsins.Hins vegar má leikmaðurinn vítalaust snerta sandinn með hjálpartækinu í öðrum tilgangi.
25.4m
Vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum: Breyting á hliðarlausn vegna bolta í rauðu vítasvæði og vegna ósláanlegs bolta
Ef leikmaður með hreyfihjálpartæki á hjólum tekur hliðarlausn vegna bolta í rauðu vítasvæði eða vegna ósláanlegs bolta eru reglum 17.1d(3) og 19.2c breytt til að stækka leyfilegt lausnarsvæði úr tveimur kylfulengdum í fjórar kylfulengdir.
25.4n
Vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum: Breyting á víti samkvæmt reglu 19.3b (Ósláanlegur bolti í glompu)
Ef leikmaður með hreyfihjálpartæki á hjólum tekur lausn vegna ósláanlegs bolta í glompu er reglu 19.3b breytt þannig að leikmaðurinn má taka aftur-á-línu lausn utan glompunnar gegn einu vítahöggi.
25.5
Breytingar vegna leikmanna með þroskahömlun
Tilgangur reglu: Regla 25.5 heimilar að leikmaður með þroskahömlun njóti aðstoðar bæði aðstoðarmanns og kylfubera á sama tíma og skýrir hlutverk umsjónarmanns sem er ekki tilnefndur vegna ákveðins leikmanns og er ekki heimilt að gefa ráð.
25.5a
Aðstoð frá aðstoðarmanni eða umsjónarmanni
Umfang þeirrar aðstoðar sem leikmenn með þroskahömlun kunna að þurfa er breytilegt milli einstaklinga.Nefndin getur boðið fram eða heimilað aðstoðarmann eða umsjónarmann til að aðstoða leikmenn með þroskahömlun:
Aðstoðarmaður hjálpar tilteknum leikmanni við leik sinn og við að framfylgja reglunum:
Aðstoðarmaður hefur sömu stöðu samkvæmt reglunum og kylfuberi (sjá reglu 10.3), en með þeim takmörkunum sem fram koma í reglu 25.5c.
Með tilliti til reglu 10.2a (Ráðgjöf) má leikmaður biðja um og þiggja ráð frá bæði aðstoðarmanni og kylfubera á sama tíma.
Umsjónarmaður er tilnefndur af nefndinni til að aðstoða leikmenn með þroskahömlun á meðan á keppninni stendur:
Umsjónarmaðurinn er ekki tilnefndur fyrir ákveðinn leikmann og hlutverk hans er að aðstoða alla leikmenn með þroskahömlun, eftir þörfum.
Umsjónarmaður er utanaðkomandi áhrif í skilningi reglnanna.
Leikmaður má ekki biðja um eða þiggja ráð frá umsjónarmanni.
25.5b
Leikmaður má aðeins hafa einn aðstoðarmann
Leikmaður með þroskahömlun má einungis hafa einn aðstoðarmann í einu.Ef leikmaðurinn hefur fleiri en einn aðstoðarmann í einu fær hann almenna vítið fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað, á sama hátt og fram kemur í reglu 10.3a(1) (Leikmaður má aðeins hafa einn kylfubera í einu).
25.5c
Breyting á reglu 10.3 (Kylfuberar)
Aðstoðarmaður leikmanns með þroskahömlun má einnig gegna hlutverki kylfubera, en þarf þess ekki.Leikmaðurinn má njóta aðstoðar bæði aðstoðarmanns og kylfubera á sama tíma. Geri hann það:
Má aðstoðarmaðurinn ekki halda á eða sjá um kylfu leikmannsins, nema á meðan hann aðstoðar leikmanninn við að taka stöðu eða að stilla sér upp áður en högg er slegið (ef slíkt er leyft af nefndinni), eða við tilfallandi aðstoð eins og henni er lýst í skilgreiningu á kylfubera. Þetta breytir þó ekki reglu 10.2b(3) (Ekki má leggja niður hluti til aðstoðar við miðun, að taka stöðu eða sveiflu).
Ef aðstoðarmaðurinn heldur á eða sér um kylfur leikmannsins í andstöðu við þessa reglu hefur leikmaðurinn haft tvo kylfubera í einu og fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað (sjá reglu 10.3a(1)).
25.5d
Breyting á reglu 14.1b (Hver má lyfta bolta)
Ef bolti leikmanns er á flötinni er reglu 14.1b breytt þannig að auk kylfuberans má aðstoðarmaður leikmannsins lyfta boltanum án leyfis leikmannsins.
25.5e
Leikmenn með bæði þroskahömlun og líkamlega fötlun
Ef leikmenn búa bæði við þroskahömlun og líkamlega fötlun er mælt með að nefndin noti blöndu reglnanna í reglu 25 þannig að tekið sé á báðum þáttum fötlunarinnar.
25.6
Almenn ákvæði vegna allra tegunda fötlunar
25.6a
Óhæfileg töf
Við að framfylgja banni í reglu 5.6 við óhæfilegri töf vegna fatlaðra leikmanna:
Ætti nefndin að setja viðmið sem hún telur sanngjörn með tilliti til hversu erfiður völlurinn er, veðurskilyrða (vegna þeirra áhrifa sem þau gætu haft á notkun hreyfihjálpartækja), eðlis keppninnar og fötlunar þeirra leikmanna sem taka þátt í keppninni.
Með vísan til þessara þátta kann að vera viðeigandi fyrir nefndina að beita slakari túlkun en ella á því hvað teljist óhæfileg töf.
25.6b
Að láta falla
Líkamlegar takmarkanir geta gert leikmönnum með tilteknar fatlanir erfitt eða ómögulegt að átta sig á því hvort þeir hafi látið bolta falla úr hnéhæð. Vegna þessa ætti nefndin að samþykkja eðlilegt mat leikmannsins á því hvort svo hafi verið þegar reglu 14.3b (Láta verður bolta falla á réttan hátt) er beitt. Einnig ætti nefndin að taka gildar allar eðlilegar tilraunir leikmanna til að láta bolta falla úr hnéhæð, með tilliti til líkamlegra takmarkana leikmannsins.Sjá Verklag nefnda, hluta 5D(nánari leiðbeiningar um reglu 25 og keppni þar sem fatlaðir leikmenn taka þátt).
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...