Bolta leikið þar sem hann liggur. Kyrrstæðum bolta lyft eða hann hreyfður
Tilgangur reglu: Regla 9 fjallar um eitt grundvallaratriði leiksins: „Leiktu boltanum eins og hann liggur"
Ef bolti leikmannsins stöðvast og er síðan hreyfður úr stað af náttúruöflunum, svo sem vindi eða vatni, verður leikmaðurinn yfirleitt að leika boltanum frá nýja staðnum.
Ef kyrrstæðum bolta er lyft eða hann hreyfður af einhverjum eða af utanaðkomandi áhrifum, áður en höggið er slegið, verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað.
Leikmenn ættu að fara varlega nærri kyrrstæðum bolta og leikmaður sem veldur því að bolti hans eða mótherja hans hreyfist fær yfirleitt víti (nema á flötinni).
9
Bolta leikið þar sem hann liggur. Kyrrstæðum bolta lyft eða hann hreyfður
Regla 9 nær til kyrrstæðs bolta í leik á vellinum og gildir bæði á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a.
9.1
Bolta leikið þar sem hann liggur
9.1a
Að leika bolta þar sem hann stöðvaðist
Kyrrstæðum bolta leikmannsins á vellinum verður að leika eins og hann liggur, nema þegar reglurnar leyfa leikmanninum, eða krefjast af honum, að hann:
Leiki bolta frá öðrum stað á vellinum, eða
Lyfti bolta og leggi hann síðan aftur á upphaflegan stað.
9.1b
Hvað gera á þegar bolti hreyfist í aftursveiflu eða á meðan högg er slegið
Ef kyrrstæður bolti leikmannsins byrjar að hreyfast eftir að leikmaðurinn hefur byrjað höggið eða aftursveifluna fyrir högg og leikmaðurinn slær síðan höggið:
Má ekki leggja boltann aftur, hvað svo sem olli því að boltinn hreyfðist.
Þess í stað verður leikmaðurinn að leika boltanum þaðan sem hann stöðvast eftir höggið.
Ef leikmaðurinn olli því að boltinn hreyfðist, sjá reglu 9.4b til að ákvarða hvort það leiði til vítis.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 9.1: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
9.2
Að ákvarða hvort bolti hreyfðist og hvað olli þá hreyfingunni
9.2a
Að ákvarða hvort bolti hreyfðist
Kyrrstæður bolti leikmanns telst því aðeins hafa hreyfst að það sé vitað eða nánast öruggt að hann hreyfðist.Ef boltinn kann að hafa hreyfst en það er hvorki vitað né nánast öruggt er litið svo á að hann hafi ekki hreyfst og leika verður honum þar sem hann liggur.
9.2b
Að ákvarða hvað olli því að bolti hreyfðist
Þegar kyrrstæður bolti leikmanns hefur hreyfst:
Verður að ákvarða hvað olli því að hann hreyfðist .
Niðurstaðan ræður því hvort leikmaðurinn verður að leggja boltann aftur eða leika honum þar sem hann liggur og hvort þetta valdi víti.
(1) Fjórar mögulegar orsakir. Í reglunum eru aðeins viðurkenndar fjórar mögulegar orsakir þess að kyrrstæður bolti hreyfist áður en leikmaðurinn slær högg:
Náttúruöflin, svo sem vindur eða vatn (sjá reglu 9.3).
Athafnir leikmannsins, þar á meðal athafnir kylfubera hans (sjá reglu 9.4).
Athafnir mótherjans í holukeppni, þar á meðal athafnir kylfubera hans (sjá reglu 9.5), eða
Utanaðkomandi áhrif, þar á meðal aðrir leikmenn í höggleik (sjá reglu 9.6).
Sjáreglur 22.2(í fjórmenningi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins),23.5 (í fjórleik má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).(2) Viðmið um „vitað eða nánast öruggt“ til að ákvarða hvað olli því að bolti hreyfðist.
Leikmaðurinn, mótherjinn eða utanaðkomandi áhrif teljast því aðeins hafa valdið hreyfingu boltans að það sé vitað eða nánast öruggt að sú var raunin.
Ef ekki er vitað eða nánast öruggt að að minnsta kosti einn þessara hafi orsakað hreyfinguna er litið svo á að náttúruöflin hafi valdið hreyfingu boltans.
Við beitingu þessa viðmiðs þarf að huga að öllum fáanlegum upplýsingum, það er öllum upplýsingum sem leikmaðurinn býr yfir eða getur aflað sér með eðlilegri fyrirhöfn og án þess að tefja leik um of.
9.3
Bolti hreyfist vegna náttúruaflanna
Ef náttúruöflin (svo sem vindur eða vatn) valda því að kyrrstæður bolti leikmannsins hreyfist:
Er það vítalaust, og
Leika verður boltanum frá nýja staðnum.
Undantekning 1 – Bolta á flöt verður að leggja aftur ef hann hreyfist eftir að honum hefur verið lyft og hann lagður aftur á upphaflegan stað (sjá reglu 13.1d): Ef bolti leikmannsins er á flötinni og hreyfist eftir að leikmaðurinn hefur áður lyft honum og lagt hann aftur á staðinn þaðan sem hann hreyfðist:
Verður að leggja boltann aftur á sinn upphaflega stað (sem verður að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2).
Þetta gildir, hvað svo sem orsakaði það að boltinn hreyfðist (þar á meðal náttúruöflin).
Undantekning 2 – Kyrrstæðan bolta verður að leggja aftur ef hann hreyfist og stöðvast á öðru svæði vallarins eða utan vallar eftir að hafa verið látinn falla, lagður eða lagður aftur: Ef leikmaðurinn setur upphaflegan bolta eða annan bolta í leik með því að láta hann falla, leggja hann eða leggja hann aftur og náttúröflin valda því að kyrrstæður boltinn hreyfist og stöðvast á öðru svæði vallarins eða utan vallar, verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2). Sjá þó undantekningu 1 varðandi bolta sem var lagður aftur á flötinni.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 9.3: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
9.4
Bolta lyft eða hann hreyfður af leikmanni
Þessi regla á aðeins við þegar vitað er eða nánast öruggt að leikmaðurinn (eða kylfuberi hans) lyfti kyrrstæðum bolta sínum eða athafnir leikmannsins eða kylfuberans urðu valdar að hreyfingu boltans.
9.4a
Hvenær leggja verður aftur bolta sem var lyft eða var hreyfður
Ef leikmaðurinn lyftir kyrrstæðum bolta sínum eða veldur því að boltinn hreyfist verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2), nema:
Þegar leikmaðurinn lyftir boltanum samkvæmt reglu til að taka lausn eða til að leggja boltann aftur á annan stað (sjá reglur 14.2d og 14.2e), eða
Þegar boltinn hreyfist fyrst eftir að leikmaðurinn hefur byrjað höggið eða aftursveiflu sína fyrir högg og hann slær höggið (sjá reglu 9.1b).
9.4b
Víti fyrir að lyfta bolta eða vísvitandi snerta hann eða valda því að hann hreyfist
Ef leikmaðurinn lyftir kyrrstæðum bolta sínum, snertir hann vísvitandi eða veldur því að boltinn hreyfist, fær leikmaðurinn eitt vítahögg.Þó eru fimm undantekningar:Undantekning 1 - Leikmaður má lyfta eða hreyfa bolta: Það er vítalaust þótt leikmaðurinn lyfti bolta sínum eða valdi því að hann hreyfist, samkvæmt reglu sem:
Leyfir að boltanum sé lyft og hann síðan lagður aftur á upphaflegan stað,
Krefst þess að bolti sem hefur hreyfst sé lagður aftur á upphaflegan stað, eða
Krefst þess eða leyfir að leikmaðurinn láti bolta falla að nýju, leggi bolta að nýju eða leiki bolta frá öðrum stað.
Undantekning 2 - Bolti hreyfður fyrir slysni við að leita að eða reyna að þekkja bolta: Það er vítalaust þótt leikmaðurinn valdi því fyrir slysni að boltinn hreyfist þegar reynt er að finna hann eða þekkja (sjá reglu 7.4).Undantekning 3 – Hreyfing fyrir slysni á flötinni: Það er vítalaust þótt leikmaðurinn valdi því fyrir slysni að boltinn hreyfist á flötinni (sjá reglu 13.1d), hvernig svo sem það gerist.Undantekning 4 – Hreyfing fyrir slysni við að framfylgja reglu, hvar sem er nema á flötinni: Það er vítalaust þótt leikmaðurinn valdi því fyrir slysni að boltinn hreyfist, hvar sem er nema á flötinni, við hóflegar athafnir til að:
Merkja staðsetningu boltans, lyfta honum eða leggja hann aftur, þegar slíkt er leyfilegt (sjá reglur 14.1 og 14.2),
Endurgera aðstæður sem hafa versnað, þegar slíkt er leyfilegt (sjá reglu 8.1d),
Taka lausn samkvæmt reglu, þar á meðal við að ákvarða hvort lausn er leyfileg samkvæmt reglu (svo sem að sveifla kylfu til að sjá hvort truflun er vegna tiltekinna aðstæðna), eða hvar eigi að taka lausn (svo sem við að ákvarða nálægasta stað fyrir fulla lausn), eða
Mæla, samkvæmt reglu (svo sem við að ákvarða leikröð samkvæmt reglu 6.4).
Undantekning 5 – Bolti hreyfist eftir að hafa stöðvast upp við leikmann eða útbúnað: Það er vítalaust þótt leikmaðurinn valdi því að bolti hans hreyfist þegar leikmaðurinn hreyfir sig eða fjarlægir útbúnað sinn ef boltinn stöðvaðist upp við leikmanninn eða útbúnað hans þegar boltinn var sleginn (regla 11.1) eða látinn falla (regla 14.3c(1)).Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 9.4: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.Ef regla 9.4 krefst þess að leikmaður leggi aftur bolta sem hefur hreyfst en leikmaðurinn gerir það ekki og leikur frá röngum stað fær hann einungis almenna vítið samkvæmt reglu 14.7a (sjá undantekningu við reglu 1.3c(4)).
9.5
Bolta lyft eða hann hreyfður af mótherja í holukeppni
Þessi regla á aðeins við þegar vitað er eða nánast öruggt að mótherjinn (þar á meðal kylfuberimótherjans) lyfti kyrrstæðum bolta leikmannsins eða að athafnir hans ollu hreyfingu boltans.Ef mótherjinn leikur bolta leikmannsins sem röngum bolta er tekið á því af reglu 6.3c(1), ekki af þessari reglu.
9.5a
Þegar leggja verður aftur bolta sem var lyft eða var hreyfður
Ef mótherjinn lyftir eða hreyfir kyrrstæðan bolta leikmannsins verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2), nema:
Þegar mótherjinn gefur næsta högg, holu eða leikinn (sjá reglu 3.2b), eða
Þegar mótherjinn lyftir eða hreyfir boltann að beiðni leikmannsins, vegna þess að leikmaðurinn ætlar að beita reglu til að taka lausn eða ætlar að leggja boltann aftur á annan stað.
9.5b
Víti fyrir að lyfta bolta eða vísvitandi snerta hann eða valda því að hann hreyfist
Ef mótherjinn lyftir eða vísvitandi snertir kyrrstæðan bolta leikmannsins eða veldur því að boltinn hreyfist, fær mótherjinneitt vítahögg.Þó eru nokkrar undantekningar:Undantekning 1 - Mótherji má lyfta bolta leikmanns: Það er vítalaust þótt mótherjinn lyfti boltanum:
Þegar hann gefur leikmanninum næsta högg, holu eða leikinn, eða
Að ósk leikmannsins.
Undantekning 2 - Að merkja staðsetningu og lyfta bolta leikmannsins fyrir mistök á flötinni: Það er vítalaust þótt mótherjinnmerki staðsetningu bolta leikmannsins og lyfti boltanum á flötinni þegar hann telur, fyrir mistök, að þetta sé bolti mótherjans.Undantekning 3 - Sömu undantekningar og gilda fyrir leikmanninn: Það er vítalaust þótt mótherjinn valdi því af slysni að boltinn hreyfist við að aðhafast eitthvað af því sem lýst er í undantekningum 2, 3 4 eða 5 í reglu 9.4b.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 9.5: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
9.6
Utanaðkomandi áhrif lyfta bolta eða hreyfa hann
Ef vitað er eða nánast öruggt að utanaðkomandi áhrif (þar á meðal annar leikmaður í höggleik eða annar bolti) lyftu eða hreyfðu kyrrstæðan bolta leikmanns:
Er það vítalaust, og
Leggja verður boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2).
Þetta gildir hvort sem bolti leikmannsins hefur fundist eða ekki.Hins vegar ef hvorki er vitað né nánast öruggt að boltanum var lyft eða hann hreyfður af utanaðkomandi áhrifum og boltinn er týndur verður leikmaðurinn að taka fjarlægðarlausn samkvæmt reglu 18.2.Ef bolta leikmannsins er leikið sem röngum bolta af öðrum leikmanni er tekið á því í reglu 6.3c(2), ekki í þessari reglu.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 9.6: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
9.7
Boltamerki lyft eða það hreyft
Þessi regla lýsir því sem á að gera ef boltamerki, sem merkir staðsetningu bolta sem hefur verið lyft, er lyft eða það hreyft áður en boltinn er lagður aftur.
9.7a
Leggja verður boltann eða boltamerkið aftur
Ef vitað er eða nánast öruggt að boltamerki leikmanns hafi verið lyft eða það hreyft á einhvern hátt (þar á meðal af náttúruöflunum) áður en boltinn er lagður aftur þarf leikmaðurinn annaðhvort að:
Leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2), eða
Leggja boltamerki til að merkja upphaflega staðinn.
9.7b
Víti fyrir að lyfta boltamerki eða valda því að það hreyfist
Ef leikmaðurinn eða mótherji hans í holukeppni lyfta boltamerki leikmannsins eða valda því að það hreyfist (þegar bolta er lyft og ekki er búið að leggja hann aftur), fær leikmaðurinn eða mótherjinneitt vítahögg.Undantekning – Undantekningar við reglur 9.4b og 9.5b eiga við um að lyfta boltamerki eða valda því að það hreyfist: Undir öllum kringumstæðum þegar leikmaðurinn eða mótherjinn fá ekki víti fyrir að lyfta bolta leikmannsins eða valda því af slysni að boltinn hreyfist, er ekki heldur víti fyrir að lyfta eða hreyfa af slysni boltamerki leikmannsins.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 9.7: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...