Prenta hluta
17
Vítasvæði
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ósláanlegir. Gegn einu vítahöggi mega leikmenn nota sérstakar lausnaraðferðir til að leika bolta utan vítasvæðisins.
17
Vítasvæði
17.1

Möguleikar vegna bolta innan vítasvæðis

Vítasvæði eru skilgreind sem rauð eða gul. Sú skilgreining ræður því hvaða möguleika leikmenn hafa við lausn (sjá reglu 17.1d). Leikmaður má standa innan vítasvæðis til að leika bolta utan vítasvæðisins, þar á meðal eftir að hafa tekið lausn úr vítasvæðinu.
17.1a

Hvenær bolti er innan vítasvæðis

Bolti er innan vítasvæðis ef einhver hluti boltans:
  • Liggur á eða snertir jörðina eða eitthvað annað (svo sem náttúrulega eða manngerða hluti) innan jaðars vítasvæðisins, eða
  • Er ofan við jaðar eða einhvern annan hluta vítasvæðisins.
Ef hluti boltans er bæði á vítasvæði og á öðru svæði vallarins, sjá reglu 2.2c.
17.1b

Leikmaður má leika boltanum þar sem hann liggur innan vítasvæðis eða taka lausn gegn víti

Leikmaðurinn má annaðhvort:
  • Leika boltanum þar sem hann liggur, vítalaust, samkvæmt sömu reglum og eiga við um bolta á almenna svæðinu (það er, engar sérstakar reglur takmarka hvernig leika má bolta úr vítasvæði), eða
  • Leika bolta utan vítasvæðisins með því að taka lausn gegn víti samkvæmt reglu 17.1d eða 17.2.
Undantekning – Taka verður lausn vegna truflunar af bannreit innan vítasvæðis (sjá reglu 17.1e).
17.1c

Lausn vegna bolta sem hefur ekki fundist, en er innan vítasvæðis

Ef bolti leikmanns finnst ekki og það er vitað eða nánast öruggt að boltinn hefur stöðvast innan vítasvæðis:
  • Má leikmaðurinn taka lausn gegn víti samkvæmt reglu 17.1d eða 17.2.
  • Þegar leikmaðurinn hefur sett annan bolta í leik til að taka lausn á þennan hátt:
    • Er upphaflegi boltinn ekki lengur í leik og ekki má leika honum.
    • Þetta gildir jafnvel þótt boltinn finnist svo á vellinum innan þriggja mínútna leitartímans (sjá reglu 6.3b).
Hins vegar, ef hvorki er vitað né nánast öruggt að boltinn hafi stöðvast innan vítasvæðis og boltinn er týndur verður leikmaðurinn að taka fjarlægðarlausn samkvæmt reglu 18.2.
17.1d

Lausn vegna bolta innan vítasvæðis

Ef bolti leikmanns er innan vítasvæðis, þar á meðal þegar vitað er eða nánast öruggt að boltinn er innan vítasvæðis þótt hann hafi ekki fundist, hefur leikmaðurinn eftirfarandi möguleika á lausn, hvern gegn einu vítahöggi: (1) Fjarlægðarlausn. Leikmaðurinn má leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum þar sem síðasta högg var slegið (sjá reglu 14.6) (2) Aftur-á-línu lausn. Leikmaðurinn má láta upphaflega boltann eða annan bolta falla (sjá reglu 14.3) utan vítasvæðisins þannig að áætlaði staðurinn þar sem upphaflegi boltinn skar síðast jaðar vítasvæðisins sé á milli holunnar og staðarins þar sem boltinn er látinn falla (án takmarkana á hversu langt aftur á bak boltinn er látinn falla). Staðurinn sem boltinn snertir fyrst á jörðinni þegar hann er látinn falla ákvarðar lausnarsvæði sem er ein kylfulengd í allar áttir, en með þessum takmörkum:
  • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
    • Það má ekki vera nær holunni en áætlaði staðurinn þar sem upphaflegi boltinn skar síðast jaðar vítasvæðisins, og
    • Það má vera á hvaða svæði vallarins sem er nema innan sama vítasvæðis, en
    • Verður að vera á sama svæði vallarins og boltinn snerti fyrst þegar hann var látinn falla.
(3) Hliðarlausn (eingöngu á rauðum vítasvæðum). Ef boltinn skar síðast jaðar rauðs vítasvæðis má leikmaðurinn láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu hliðar lausnarsvæði (sjá reglu 14.3):
  • Viðmiðunarstaður: Áætlaði staðurinn þar sem upphaflegi boltinn skar síðast jaðar rauða vítasvæðisins.
  • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Tvær kylfulengdir, þó með eftirfarandi takmörkunum:
  • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
    • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
    • Það má vera á hvaða svæði vallarins sem er, nema innan sama vítasvæðisins, en
    • Ef fleiri en eitt svæði vallarins eru innan tveggja kylfulengda frá viðmiðunarstaðnum verður boltinn að stöðvast á lausnarsvæðinu á sama svæði vallarins og boltinn snerti fyrst þegar hann var látinn falla á lausnarsvæðinu.
Sjá reglu 25.4m (reglu 17.1d(3) er breytt fyrir leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum þannig að hliðar lausnarsvæðiðfjórar kylfulengdir). Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu B-2 (nefndin má setja staðarreglu sem leyfir hliðarlausn á gagnstæðri hlið rauða vítasvæðisins jafnlangt frá holunni).
17.1e

Taka verður lausn vegna truflunar af bannreit innan vítasvæðis

Í eftirfarandi tilvikum má leikmaðurinn ekki leika boltanum þar sem hann liggur: (1) Þegar bolti liggur á bannreit innan vítasvæðis. Leikmaðurinn verður að taka lausn gegn víti samkvæmt reglu 17.1d eða 17.2. Ef leikmaðurinn hefur truflun frá bannreit eftir að hafa tekið lausn samkvæmt þessari reglu má ekki leika boltanum þar sem hann liggur. Þess í stað verður leikmaðurinn að taka frekari lausn samkvæmt reglu 16.1f(2) (2) Þegar bannreitur á vellinum truflar stöðu eða sveiflu vegna bolta innan vítasvæðis. Ef bolti leikmanns er innan vítasvæðis og er utan bannreits, en bannreitur (hvort sem er innan óeðlilegra vallaraðstæðna eða vítasvæðis) truflar fyrirhugaða stöðu eða fyrirhugað sveiflusvið verður leikmaðurinn annaðhvort að:
  • Taka lausn gegn víti utan vítasvæðisins samkvæmt reglu 17.1d eða 17.2, eða
  • Taka lausn án vítis með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan þessa lausnarsvæðis (ef það er fyrir hendi) innan vítasvæðisins (sjá reglu 14.3):
    • Viðmiðunarstaður: Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn frá bannreitnum.
    • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi takmörkunum:
    • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
      • Það verður að vera innan sama vítasvæðis og boltinn liggur, og
      • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn.
(3) Engin lausn ef augljóslega óraunsætt. Engin vítalaus lausn er veitt frá bannreitnum samkvæmt (2):
  • Ef það væri augljóslega óraunsætt að leika boltanum þar sem hann liggur, vegna einhvers sem leikmanninum er ekki heimilt að taka vítalausa lausn frá (til dæmis ef leikmaðurinn getur ekki slegið högg vegna þess hvar boltinn liggur inni í runna), eða
  • Ef truflunin er eingöngu vegna þess að leikmaður velur kylfu, stöðu, sveiflu eða leikátt sem er augljóslega óraunsætt miðað við kringumstæður.
Varðandi hvað eigi að gera ef truflun er vegna bannreits þegar bolti er annars staðar en á vítasvæði, sjá reglu 16.1f. Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 17.1: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
17.2

Möguleikar eftir að bolta er leikið af vítasvæði

17.2a

Þegar bolti sem er leikið af vítasvæði stöðvast innan sama eða annars vítasvæðis

Ef bolti sem var leikið af vítasvæði stöðvast á sama vítasvæðinu eða öðru vítasvæði má leikmaðurinn leika boltanum þar sem hann liggur (sjá reglu 17.1b). Einnig má leikmaðurinn, gegn einu vítahöggi, taka lausn samkvæmt einhverjum eftirfarandi möguleika: (1) Venjulegar lausnaraðferðir. Leikmaðurinn má taka fjarlægðarlausn samkvæmt reglu 17.1d(1), aftur-á-línu lausn samkvæmt reglu 17.1d(2) eða, í rauðu vítasvæði, hliðarlausn samkvæmt reglu 17.1d(3). Samkvæmt reglu 17.1d(2) eða (3) er áætlaði staðurinn sem notaður er til að ákvarða lausnarsvæðið þar sem upphaflegi boltinn skar síðast jaðar vítasvæðisins þar sem boltinn liggur núna. Taki leikmaðurinn fjarlægðarlausn með því að láta bolta falla innan vítasvæðisins (sjá reglu 14.6) og ákveður síðan að leika ekki boltanum sem var látinn falla þar sem hann stöðvaðist:
  • Má leikmaðurinn taka frekari lausn utan vítasvæðisins samkvæmt reglu 17.1d(2) eða (3) (á rauðu vítasvæði) eða samkvæmt reglu 17.2a(2).
  • Geri leikmaðurinn það, fær hann eitt vítahögg til viðbótar, þ.e. samtals tvö vítahögg: Eitt högg fyrir að taka fjarlægðarlausn og eitt högg fyrir að taka lausn utan vítasvæðisins: Eitt högg fyrir að taka fjarlægðarlausn og eitt högg fyrir að taka lausn utan vítasvæðisins.
(2) Viðbótar lausnarmöguleiki: Leikið þaðan sem síðasta högg var slegið utan vítasvæðis. Í stað þess að nota eina af venjulegu lausnunum samkvæmt (1) má leikmaðurinn leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta þaðan sem hann sló síðasta högg utan vítasvæðis (sjá reglu 14.6).
17.2b

Þegar bolti sem leikið er af vítasvæði er týndur, út af eða ósláanlegur utan vítasvæðisins

Eftir að hafa leikið bolta af vítasvæði kann leikmaðurinn stundum að þurfa eða vilja taka fjarlægðarlausn, því upphaflegi boltinn er annaðhvort:
  • Út af eða týndur utan vítasvæðisins (sjá reglu 18.2), eða
  • Ósláanlegur utan vítasvæðisins (sjá reglu 19.2a).
Taki leikmaðurinn fjarlægðarlausn með því að láta bolta falla innan vítasvæðisins (sjá reglu 14.6) og ákveður síðan að leika ekki boltanum sem var látinn falla þar sem hann stöðvaðist:
  • Má leikmaðurinn taka frekari lausn utan vítasvæðisins samkvæmt reglu 17.1d(2) eða (3) (á rauðu vítasvæði) eða samkvæmt reglu 17.2a(2).
  • Geri leikmaðurinn það, fær hann eitt vítahögg til viðbótar, þ.e. samtals tvö vítahögg: Eitt högg fyrir að taka fjarlægðarlausn og eitt högg fyrir að taka lausn utan vítasvæðisins.
Leikmaðurinn má taka slíka lausn beint utan vítasvæðisins án þess að láta bolta fyrst falla innan vítasvæðisins, en fær samt samtals tvö vítahögg. Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 17.2: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a..
17.3

Engin lausn samkvæmt öðrum reglum vegna bolta innan vítasvæðis

Þegar bolti leikmanns er innan vítasvæðis er engin lausn vegna: Eina lausn leikmannsins er að taka lausn gegn víti samkvæmt reglu 17. Hins vegar, ef hættulegar dýraaðstæður trufla leik með bolta innan vítasvæðis, má leikmaðurinn annaðhvort taka lausn án vítis innan vítasvæðisins eða lausn gegn víti utan vítasvæðisins (sjá reglu 16.2b(2)).
SKOÐA FLEIRA
Regla 1Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst: Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggu...
Lesa meira