Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8(1). Staðarreglur sem stangast á við þessar leiðbeiningar eru ekki heimilar og umferðir leiknar með slíkar staðarreglur í notkun teljast ekki hafa verið leiknar samkvæmt golfreglunum.Ef nefndin setur slíkar staðarreglur sem eru í ósamræmi við tilgang fyrirmynda staðarreglna, ætti að bera undir forgjarafnefnd hvort leikmenn megi skrá skor umferðar til forgjafar.(1)Leiðbeiningar við setningu staðarreglnaÁður en staðarreglur eru settar ætti nefndin að skoða eftirfarandi leiðbeiningar:a. Staðarreglur hafa sömu stöðu og golfreglurnar fyrir viðkomandi keppni eða völl.b. Þótt nefndin hafi umtalsverðar heimildir samkvæmt golfreglunum til að aðlaga staðarreglur aðstæðum á tilteknum velli eða í tiltekinni keppni ættu allar staðarreglur sem nefndin setur að vera í samræmi við þá stefnu sem sett er í hluta 8.c. Hægt er að nota fyrirmyndirnar í heild sinni en einnig er hægt að nýta þær sem dæmi um hvernig skrifa eigi tilteknar gerðir staðarreglna. Ef nefnd breytir orðalagi fyrirmyndar að staðarreglu til að falla að sértækum aðstæðum á vellinum eða í keppninni ætti nefndin að tryggja að slíkar breytingar séu í samræmi við tilgang staðarreglunnar. Dæmi um breytingar á staðarreglu sem uppfyllir þessi skilyrði eru:
d. Ef annað er ekki tekið fram ætti víti fyrir brot á staðarreglu að vera almenna vítið.e. Nefndin má ekki nota staðarreglu til að ógilda eða breyta golfreglu, af þeirri einu ástæðu að nefndin telur að reglan ætti að vera öðruvísi en hún er. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að leyfa notkun ósamþykktra kylfa.
Að lengja leitartímann úr þremur mínútum í fimm mínútur.
Að heimila leikmanni að hafa fleiri en einn kylfubera í senn.
f. Samkvæmt reglu 1.3c(3) hefur nefndin ekki leyfi til að beita vítum á annan hátt en kveðið er á um í golfreglunum. Því væri óviðeigandi ef nefndin setti óheimila staðarreglu sem felldi niður víti eða breytti víti. Eftirfarandi eru dæmi um staðarregur sem eru ekki heimilar:
Að fella niður víti fyrir að leika frá röngum teig ef leikmaður leiðréttir mistökin innan einnar mínúta frá því högg var slegið.
Minnka refsinguna fyrir að slá högg með ósamþykktri kylfu úr frávísun í almenna vítið.
Veiti eins höggs víti fyrir að tilkynna ekki öðrum leikmanni áður en bolta er lyft til að bera kennsl á hann.
g. Ef staðarregla er samin á grunni fyrirmyndar staðarreglu í þessum hluta getur nefndin leitað aðstoðar R&A um túlkun staðarreglunnar. En ef nefndin semur sínar eigin staðarregur, kemur það í hlut nefndarinnar að túlka viðkomandi staðarreglu.h.. Ef staðarregla er sett vegna tímabundinna aðstæðna ætti að fella hana úr gildi um leið og aðstæðurnar breytast þannig að staðarreglunnar sé ekki lengur þörf.i. Fyrirmyndir staðarreglna í hluta 8 spanna þær aðstæður eða vandamál sem eru það algengar að það réttlætir gerð sérstakrar fyrirmyndar. Stundum getur staðarregla átt rétt á sér þó engin fyrirmynd sé til staðar. Þegar slíkt á við ætti nefndin að semja staðarregluna í eins skýru og einföldu formi og hægt er. Þó er mikilvægast að staðarreglan falli vel að yfirlýstum tilgangi golfreglnanna og fyrirmyndum staðarreglnanna.Til dæmis, að leyfa vítalausa lausn úr kylfuförum á snöggslegnu svæði er ekki í samræmi við grundvallarregluna um að spila völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum þar sem hann liggur, sem sett er fram í reglu 1.Ef nefndin telur að staðarregla, sem ekki er að finna í þessum leiðbeiningum, sé nauðsynleg vegna staðbundinna aðstæðna sem fyrirbyggja sanngjarnan leik, ætti nefndin að ráðfæra sig við R&A.(2) Upplýsingar um staðarreglurNefnin ætti að tryggja að allar staðarreglur séu apgengilegar leikmönnum hvort sem það er á skorkortum, með tilkynningum til leikmanna eða með stafrænum hætti.Þar sem styttri útgáfa staðarreglu er gefin út, t.d. aftan á skorkorti, ætti nefndin að tryggja að ítarlegri útgáfa textans sé tiltæk, t.d. á tilkynningatöflu eða á vefsíðu.
A
Vallarmörk og út af
A-1
Algengar aðferðir við að skilgreina vallarmörk og brúnir vallarmarka
Tilgangur. Nefndir geta skilgreint mörk vallarins á marga vegu og því er ekki nauðsynlegt eða mögulegt að birta tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna sem heimilar eru í þessum tilgangi.Aðalatriðið er að skilgreiningar vallarmarka í staðarreglum séu skýrar og sértækar.Algengustu aðferðir við að skilgreina vallarmörk eru með notkun stika, málaðra lína eða girðingum sem eru til staðar. Það er ekki nauðsynlegt að lýsa öllum vallarmörkum í staðarreglunum, en það er hjálplegt að lýsa aðferðum sem notaðar eru við að skilgreina vallarmörkin. Mælt er með að vallarmörkum, sem ekki eru vel greinanleg eða þar sem aðferðin er óalgeng, sé nákvæmlega lýst. Dæmi um hvernig þetta mætti skilgreina eru:
„Vallarmörk eru skilgreind með [setjið inn það sem við á, til dæmis hvítar stikur, línur eða girðingar]."
„Vallarmörk vinstra megin við [bætið við númeri holu] holu eru skilgreind með hvítri málningu [línur | punktar] vallarmegin [tilgreinið staðsetningu, t.d. á stéttina]."
„Athafnasvæðið milli [tilgreinið númer hola] er út af skilgreint með innri brún girðingarstaura sem umlykja svæðið."
Sjá hluta 2A og 5B(1) varðandi frekari upplýsingar um skilgreiningar vallarmarka.
A-2
Skýring vallarmarka þegar notaðir eru veggir, vegir eða aðrir hlutir
Tilgangur. Skilgreiningin á „út af" tilgreinir að þegar vallarmörk eru skilgreind af vegg, vegi eða öðrum hlut, ætti nefndin að skilgreina brún markanna.Eftir eðli eða ástandi veggjarins gæti verið góð ástæða að skilgreina vallarmörkin handan veggjarins eða, að öðrum kosti, nota hlið veggjarins vallarmegin sem vallarmörk. Fyrirmynd staðarreglu A-2.1„Brún vallarmegin á [tilgreinið hlut, til dæmis, einhvern vegg eða einhvern veg] skilgreinir mörk vallarins."Fyrirmynd staðarreglu A-2.2„Bolti er út af þegar hann er handan [tilgreinið hlut, til dæmis, einhvern vegg eða einhvern veg] sem skilgreinir mörk vallarins."Fyrirmynd staðarreglu A-2.3„Vallarmörk á [tilgreinið holu númer] eru skilgreind af [setjið inn lýsingu á hlut eða aðstæðum]."
A-3
Vallarmarkagirðing meðhöndluð á annan máta
Tilgangur. Þegar vallarmörk eru skilgreind með stikum eða girðingu ákvarðast mörkin af línunni á milli stikanna eða girðingarstauranna vallarmegin niðri við jörðu (að stögum og skástífum undanskildum) og þessar stikur eða girðingarstaurar eru út af. En nefndin getur valið að meðhöndla vallarmarkagirðingar á annan máta sökum eðlis girðinga eða gróðurs umhverfis girðingar.Nefndin getur ekki breytt hvernig vallarmörk eru skilgreind m.t.t. lína eða stika.Fyrirmynd staðarreglu A-3"Bolti er út af þegar hann er handan girðingar [tilgreinið númer holu] niðri við jörðu (að undanskildum stögum)"Tilgangur. Þegar vallarmörk eru skilgreind með stikum eða girðingu ákvarðast mörkin af línunni á milli stikanna eða girðingarstauranna vallarmegin niðri við jörðu (að stögum og skástífum undanskildum) og þessar stikur eða girðingarstaurar eru út af. En nefndin getur valið að meðhöndla vallarmarkagirðingar á annan máta sökum eðlis girðinga eða gróðurs umhverfis girðingar.Nefndin getur ekki breytt hvernig vallarmörk eru skilgreind m.t.t. lína eða stika.Fyrirmynd staðarreglu A-3"Bolti er út af þegar hann er handan girðingar [tilgreinið númer holu] niðri við jörðu (að undanskildum stögum)."
A-4
Innri vallarmörk
Tilgangur. Með tilliti til hönnunar vallarins eða af öryggisástæðum kann nefndin að velja að ákveðinn hluti vallarins sé út af þegar tiltekin hola er leikin. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að leikmenn sem eru að leika þá holu leiki yfir á annan eða af öðrum hluta vallarins. Til dæmis væri hægt að skilgreina innri vallarmörk á holu sem liggur í hundslöpp til að koma í veg fyrir að leikmenn stytti sér leið með því að leika bolta yfir á braut annarrar holu.Ekki er leyfilegt að setja staðarreglu sem segir að bolti sé utan vallar ef hann sker vallarmörk, jafnvel þótt hann skeri vallarmörkin að nýju og stöðvist á sama hluta vallarins, vegna þess að bolti er einungis út af þegar hann stöðvast út af.Fyrirmynd staðarreglu A-4„Við leik á [tilgreinið númer holunnar], er [tilgreinið stað eða hlið] holunnar, afmarkað með [setjið inn lýsingu á aðferð merkingar á út af, til dæmis hvítar stikur], er út af.Þessar [setjið inn hluti sem afmarka út af, t.d. stikur] eru vallarmarkahlutir við leik á [tilgreinið holunúmer]. Á öðrum holum eru stikurnar [óhreyfanlegar] [hreyfanlegar] hindranir.“
A-5
Vallarmörk þegar almennur vegur liggur í gegnum völlinn
Tilgangur. Þegar almennur vegur liggur í gegnum völlinn er hann oftast skilgreindur utan vallar. Þetta getur valdið því að bolta sem leikið er öðrum megin við veginn stöðvist innan vallar hinum megin við veginn, jafnvel þótt boltinn væri utan vallar hefði hann stöðvast á veginum sjálfum.Ef nefndin telur það ósanngjarnt eða hættulegt að meðhöndla þessar aðstæður á ólíkan hátt má hún setja staðarreglu sem ákvarðar að bolti sem leikið er öðrum megin við veginn og stöðvast hinum megin sé utan vallar.Ef vegur þverar tiltekna holu þannig að í eðlilegum leik þurfi leikmenn að leika yfir veginn ætti nefndin að tilgreina að þessi staðarregla eigi ekki við um þann veg við leik þeirrar holu.Fyrirmynd staðarreglu A-5„Bolti sem stöðvast á eða handa við veginn [skilgreinð veginn eða holurnar sem þetta á við um] er út af, jafnvel þó hann stöðvist á öðrum stað vallarins sem er innan vallar við leika á öðrum holum."
A-6
Stikur auðkenna vallarmörk
Tilgangur. Þegar vallarmörk eru skilgreind af línu á jörðinni, skurði eða á annan hátt sem ekki sést úr fjarlægð getur nefndin sett stikur meðfram mörkunum til að gera þau sýnileg úr fjarska.Þótt ekki megi hreyfa við vallarmarkahlutum og vítalaus lausn er að jafnaði ekki veitt frá þeim getur nefndin veitt lausn frá slíkum stikum með eftirfarandi fyrirmynd staðarreglu til að skýra stöðu þessara stika.Mælt er með að svona stikur séu merktar á annan hátt en aðrar vallarmarkastikur á vellinum, t.d. má nota hvítar með svörtum toppi í þessum tilgangi.Fyrirmynd staðarreglu A-6„Þar sem vallarmörk eru skilgreind af [lýsið vallarmörkunum, t.d. hvít lína á jörðinni] hafa hvítar stikur með svörtum toppi verið settar niður til að draga athygli að mörkunum. Þessar stikur eru [óhreyfanlegar | hreyfanlegar] hindranir.“
B
Vítasvæði
B-1
Að skilgreina vítasvæði
Tilgangur. Nefndir geta skilgreint vítasvæði á vellinum á margan hátt og því er ekki nauðsynlegt eða mögulegt að birta tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna sem heimilar eru í þessum tilgangi.Aðalatriðið er að skilgreiningar vítasvæða í staðarreglum séu skýrar og sértækar.Meðan það er góð regla að merkja mörk vítasvæða með stikum eða máluðum línum, þá eru tilfelli þar sem mörk vítasvæðis er hægt að skilgreina með eiginleikum þeirra og lýsa þeim á skorkorti eða í staðarreglum. Þetta skildi aðeins gera ef það er enginn vafi á um hvar mörk vítasvæðisins eru.Dæmi um hvernig þetta mætti skilgreina eru:
"Rauða vítasvæðið á [tilgreinið númer holu] holu nær að jaðri vallarmarka."
"Rauða vítasvæðið á [tilgreinið númer holu] holu sem er eingöngu skilgreint á annarri hlið telst framlengjast óendanlega."
"Öll ógróin svæði eru rauð vítasvæði og jaðar vítasvæðisins er þar sem gras og ógróna svæðið mætast."
"Allar hraunbreiður eru rauð vítasvæði."
"Þar sem byggður veggur umlykur jaðra vatns eða vatnasvæða er jaðar vítasvæðisins skilgreindur sem ytri jaðar veggjarins."
Þegar sama vítasvæði er í leik á fleiri en einni holu getur nefndin kosið að skilgreina vítasvæðið gult vítasvæði við leik einnar holu til að viðhalda erfiðleikastigi holunnar. En, staðarregla getur skilgreint vítasvæðið sem rautt við leik annarra hola, þar sem hliðarlausn á við.
"Við leik á [tilgreinið númer holu] holu skal litið á gula vítasvæðið á [tilgreinið númer holu] holu sem rautt vítasvæði."
"Gula vítasvæðið á [tilgreinið númer holu] skal litið á sem rautt vítasvæði við leik á öllum öðrum holum".
Sjá hluta 2C og 5B(2) varðandi nánari upplýsingar um skilgreiningu vítasvæða.
B-2
Hliðarlausn á gagnstæðri hlið rauðs vítasvæðis
Tilgangur. Regla 17.1 veitir leikmanni möguleika á að taka hliðarlausn eða aftur-á-línu lausn frá þeim stað þar sem bolti leikmannsins skar síðast mörk rauða vítasvæðisins. Í einstaka tilvikum (til dæmis þegar rautt vítasvæði liggur upp að vallarmörkum) eru þessar lausnir ekki mögulegar, þannig að leikmaðurinn á enga raunhæfa lausn aðra en fjarlægðarvíti.Nefndin getur kosið að leyfa hliðarlausn á gagnstæðri hlið rauða vítasvæðisins, sem viðbótar lausnarmöguleika samkvæmt reglu 17.1d.Þegar gaumgæft er hvort setja eigi staðarreglu til að veita viðbótarlausn:
Ætti nefndin að íhuga að setja staðarreglur ef leikmaður gæti lent í mjög ósanngjarnri stöðu, væri staðarreglan ekki sett. Tvö slík dæmi:
Þegar vallarmörk liggja upp að jaðri vítasvæðis til hliðar við holu þannig að ef bolti skar síðast mörk vítasvæðisins vallarmarkamegin myndi leikmaður líklega ekki hafa neina raunhæfa möguleika aðra en að leika að nýju gegn fjarlægðarvíti.
Þegar lögun vítasvæðisins er þannig að vafi getur leikið á hvar boltinn skar síðast mörk vítasvæðisins og niðurstaðan um hvar boltinn skar jaðarinn hefur umtalsverð áhrif á hvar taka eigi lausn. Þetta á t.d. við ef tiltölulega mjótt vítasvæði liggur upp að runnum eða þykkum karga á annarri hliðinni og upp að braut á hinni hliðinni.
Mælt er með því að nefndin láti staðarregluna ná til ákveðinna tilgreindra vítasvæða, frekar en að láta hana ná til allra rauðra vítasvæða á vellinum. Ekki ætti að nota þessa staðarreglu til að heimila leikmanni að nota slíka lausn frá gagnstæðri hlið til að komast yfir rautt vítasvæði á hagstæðari stað en með venjulegri hliðarlausn samkvæmt reglu 17.1d, ef hún er fyrir hendi.
Einnig getur verið æskilegt að merkja þessi vítasvæði sérstaklega svo sem með því að hafa annan lit á toppi stikanna þar sem þessi lausn er fyrir hendi, og útskýra það þá í staðarreglum.
Í stað þess að nota þessa staðarreglu getur nefndin ákveðið að útbúa einn eða fleiri fallreiti (sjá fyrirmynd staðarreglu E-1).
Fyrirmynd staðarreglu B-2.1„Þegar bolti leikmanns er innan vítasvæðis, eða það er vitað eða nánast öruggt að boltinn stöðvaðist innan vítasvæðis þótt hann hafi ekki fundist, má leikmaðurinn taka lausn samkvæmt þeim kostum sem eru í reglu 17.1d, gegn einu vitahöggi.Eða, ef boltinn skar síðast mörk rauða vítasvæðisins [tilgreinið holuna og staðsetningu], má leikmaðurinn sem viðbótarlausn, gegneinu vítahöggi, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á gagnstæðri hlið vítasvæðisins:
Viðmiðunarstaður:Áætlaði staðurinn við jaðar vítasvæðisins á gagnstæðri hlið sem er jafn langt frá holunni og áætlaði staðurinn þar sem upphaflegi boltinn skar síðast mörk rauða vítasvæðisins. Þannig að bein lína milli þessara tveggja áætluðu punkta skarast ekki utan vítasvæðisins.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Tvær kylfulengdir, þó með eftirfarandi takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
Það má vera á hvaða svæði vallarins sem er, nema innan sama vítasvæðisins, en
Ef fleiri en eitt svæði vallarins eru innan tveggja kylfulengda frá viðmiðunarstaðnum verður boltinn að stöðvast á lausnarsvæðinu á sama svæði vallarins og boltinn snerti fyrst þegar hann var látinn falla á lausnarsvæðinu.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu B-2.2Fyrirmynd staðarreglu B-2.1 á við, en með eftirfarandi frávikum í annarri málsgrein:„Eða, ef boltinn skar síðast mörk rauða vítasvæðisins [tilgreinið holuna og staðsetningu], sem liggja saman með mörkum vallar, má leikmaðurinn sem viðbótarlausn, gegneinu vítahöggi, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á gagnstæðri hlið vítasvæðisins:"
MLR B-2.1 AND B-2.2: RELIEF ON OPPOSITE SIDE OF RED PENALTY AREA
If it is known or virtually certain that the player’s ball is in a red penalty area, the player may take relief using one of the options under Rule 17.1d or, as an extra relief option when Model Local Rule B-2.1 or B-2.2 is introduced, the player may also take lateral relief on the opposite edge of the penalty area for one penalty stroke.
B-3
Varabolti vegna bolta innan vítasvæðis
Tilgangur. Samkvæmt reglu 18.3 má leikmaður ekki leika bolta til vara ef vitað er eða nánast öruggt að bolti leikmanns er innan vítasvæðis.Í einstaka tilvikum getur stærð, lögun eða staðsetning vítasvæðisins verið þannig að:
Leikmaðurinn getur ekki séð hvort boltinn hafni innan vítasvæðis,
það myndi tefja leik að óþörfu ef leikmaðurinn þyrfti að fara fram og leita að boltanum áður en hann þyrfti að snúa aftur til að leika öðrum bolta gegn fjarlægðarvíti eða annars möguleika samkvæmt reglu 17 og
ef upphaflegi boltinn finnst ekki, það væri vitað eða nánast öruggt að boltinn væri í vítasvæðinu.
Vegna slíkra aðstæðna getur nefndin kosið að breyta reglu 18.3, til að flýta fyrir:
Reglu 18.3b og 18.3c er breytt til að ákvarða hvenær má eða verður að leika slíkum varabolta eða hvenær hætta má leik með honum, eins og fram kemur í fyrirmynd staðarreglunnar.
Fyrirmynd staðarreglu B-3„Ef leikmaður veit ekki hvort bolti hans er innan vítasvæðis [tilgreinið staðsetningu], má leikmaðurinn leika varabolta samkvæmt reglu 18.3 sem er breytt þannig:Við að leika varaboltanum má leikmaðurinn nota fjarlægðarlausn (sjá reglu 17.1d(1)), aftur-á-línu lausn (sjá reglu 17.1d(2)) eða, ef um rautt vítasvæði er að ræða, hliðar lausn (sjá reglu 17.1d(3)). Ef fallreitur (sjá fyrirmynd staðarreglu E-1) er fyrir hendi vegna þessa vítasvæðis má leikmaðurinn einnig nota þann lausnarmöguleika.Eftir að leikmaðurinn hefur leikið varabolta samkvæmt þessari staðarreglu má hann ekki nota aðra möguleika samkvæmt reglu 17.1 í tengslum við upphaflega boltann.Við að ákvarða hvenær varaboltinn verður bolti leikmannsins í leik eða hvenær verður eða má hætta leik með honum eiga ákvæði reglna 18.3c(2) og 18.3c(3) við, nema að:
Þegar upphaflegi boltinn finnst innan vítasvæðis og innan þriggja mínútna leitartímans. Leikmaðurinn getur valið að:
Halda leik áfram með upphaflega boltanum þar sem hann liggur innan vítasvæðisins og þá má ekki leika varaboltanum. Öll högg leikin með varaboltanum áður leik með honum var hætt (þar með talin högg og vítahögg sem hlustust af leik með honum) telja ekki, eða
halda áfram leik með varaboltanum en þá má ekki leika upphaflega boltanum.
Þegar upphaflegi boltinn finnst ekki innan þriggja mínútna leitartímans eða það er vitað eða nánast öruggt að hann er innan vítasvæðis. Varaboltinn verður bolti leikmannsins, í leik.
Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti."
B-4
Skilgreina opna vatnsfarvegi sem hluta almenna svæðisins
Tilgangur. Ef opinn vatnsfarvegur er að jafnaði vatnslaus (t.d. drenskurðir eða affallssvæði sem eru þurr utan mikilla rigninga) getur nefndin skilgreint svæðið sem hluta almenna svæðisins.Nefndin getur einnig valið að merkja slíkan opinn vatnsfarveg sem vítasvæði á þeim tíma árs sem hann inniheldur vatn, eða látið hann vera hluta almenna svæðisins. Í því tilfelli myndi allt vatn sem safnast á svæðinu vera tímabundið vatn. Á hinn bóginn ætti að merkja svæði þar sem venjulega er vatn sem vítasvæði árið um kring.Sjá fyrirmynd staðarreglu F-20 varðandi hvenær skilgreina má opinn vatnsfarveg sem óeðlilegt ástand vallarFyrirmynd staðarreglu B-4.1„Vatnsfarvegur [lýsið vatnsfarvegi og staðsetningu, til dæmis skurður á 6.holu] er hluti almenna svæðisins en ekki vítasvæði]."Fyrirmynd staðarreglu B-4.2„Allir [lýsið gerð vatnsfarvegar, svo sem steyptir afrennslisstokkar] eru hluti almenna svæðisins en ekki vítasvæði.“
B-5
Sérstök lausn þegar vítasvæði liggur að glompu
Tilgangur. Í sumum tilvikum eru mörk rauðs vítasvæðis svo nærri glompu að þegar leikmaður tekur hliðarlausn samkvæmt reglu 17.1d(3) er líklegt að hann þurfi að láta bolta falla í glompuna.Í slíkum tilvikum getur nefndin skilgreint viðbótar lausnaraðferð sem leyfir leikmanninum, gegn einu vítahöggi, að taka lausn á fallreit sem er staðsettur á almenna svæðinu.Fyrirmynd staðarreglu B-5„Þessi staðarregla leyfir notkun fallreits sem viðbótar lausnarmöguleika þegar:
Ef bolti leikmanns er innan rauðs vítasvæðis, þar á meðal þegar vitað er eða nánast öruggt að boltinn er innan vítasvæðis þótt hann hafi ekki fundist,
[og ef við á] [lýsið hvar boltinn þarf að hafa skorið mörk vítasvæðis, svo sem milli tveggja merktra stika].
Leikmaðurinn hefur þessa lausnarmöguleika, hvern gegneinu vítahöggi:
Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 17.1d, eða
Sem viðbótar möguleika, má leikma'ðurinn taka lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreits sem er nálægastur þeim stað sem boltinn skar mörk vítasvæðisins, sem er ekki nær holunni en sá staður. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."
C
Glompur
C-1
Skýra mörk glompu
Tilgangur. Þegar erfitt kann að vera að ákvarða mörk glompu vegna slits eða þegar glompur renna saman við sandfláka á almenna svæðinu eða í vítasvæði getur nefndin þurft að skilgreina jaðar glompunnar. Dæmi um hvernig þetta mætti skilgreina eru:
„Jaðar glompunnar [lýsið staðsetningu og tilgreinið númer holu, til dæmis vinstra megin við flöt á 15. holu] er skilgreindur af ytri jaðri [tilgreinið lit] stika niðri við jörð og eru stikurnar innan glompunnar. Stikurnar eru hreyfanlegar hindranir"
„Jaðar glompunnar [lýsið staðsetningu og tilgreinið númer holu] er skilgreindur af [tilgreinið lit] línu sem máluð er í sandinn."
„Jaðar glompunnar hægra megin við [tilgreinið númer holu] holu er skilgreindur af rákinni sem mörkuð hefur verið í sandinn."
„Öll sandsvæði sem er viðhaldið (til dæmis rökuð) teljast hlutar glompu."
Sjá hluta 2D og 5B(3) varðandi nánari upplýsingar um glompur.
C-2
Breyta stöðu frágenginna sandsvæða
Tilgangur. Skilgreiningin á „glompu" segir að nefndin geti skilgreint viðhaldin sandsvæði sem hluta almenna svæðisins eða skilgreina ófrágengið svæði sands sem glompu með staðarreglu.Fyrirmynd staðarreglu C-2.1Skilgreina frágengið svæði sands sem hluta almenna svæðisins:„Frágengna sandsvæðið [frágengnu sandsvæðin] [lýsið holunni eða staðsetningunni] er hluti almenna svæðisins en ekki glompa.“Fyrirmynd staðarreglu C-2.2Skilgreina ófrágengið sandsvæði sem glompu:„Ófrágengna sandsvæðið [lýsið holunni eða staðsetningunni] er glompa en ekki hluti almenna svæðisins.“
C-3
Skýra stöðu efnis sem svipar til sands þegar efnið er ekki í glompu
Tilgangur. Glompur á golfvelli innihalda stundum efni sem svipar til sands, svo sem fínmalaðar skeljar eða ösku. Slík efni hafa sömu stöðu og sandur þegar reglu 12 er beitt. (Sjá skilgreiningu á „glompu“).Til að gæta samræmis getur nefndin valið að slík efni hafi einnig sömu stöðu og sandur annars staðar á vellinum.Fyrirmynd staðarreglu C-3„[Tilgreinið efnið, svo sem skeljasandur eða aska] sem notað er í glompum hefur sömu stöðu og sandur, í glompum og annars staðar á vellinum. Þetta merkir að þessi efni eru ekki lausung. Leikmaður má ekki bætaaðstæður sem hafa áhrif á höggið með því að fjarlægja þessi efni, nema þegar þau liggja á flötinni (sjá reglu 13.1c(1)).“
C-4
Skilgreina æfingaglompur hluta almenna svæðisins
Tilgangur. Þegar glompur innan marka vallarins eru notaðar til æfinga missa þær ekki af sjálfu sér stöðu sína sem glompur. Hins vegar getur ástand æfingaglompa verið mjög bágborið því oft sleppa leikmenn því að raka þær. Ef nefndin vill veita leikmönnum lausn ætti að lýsa glompurnar, eða merkja þær, sem grund í aðgerð og gera þær þannig hluta almenna svæðisins. Það heimilar leikmönnum að taka vítalausa lausn utan glompunnar.Fyrirmynd staðarreglu C-4„Æfingaglompan [tilgreinið staðsetningu glompunnar] er grund í aðgerð og hluti almenna svæðisins. Vítalaus lausn er heimil samkvæmt reglu 16.1b.“
D
Flatir
D-1
Skýra jaðar flatar
Tilgangur. Það geta komið upp aðstæður þegar leikmaður á erfitt með að ákvarða hvort bolti hans sé á flötinni þar sem munur á hæð grassins er ógreinilegur milli flatar og svuntu flatar. Í slíkum tilfellum gæti nefndin ákvðið að skilgreina mörk flatarinnar með máluðum línum eða punktum.Fyrirmynd staðarreglu D-1„Jaðrar flata eru skilgreindir með [tilgreinið lit] málningardoppum. Doppurnar eru [á][utan] flatarinnar og er vítalaus lausn ekki fáanleg frá þeim.“
D-2
Staða flatar þegar tímabundin flöt er notuð
Tilgangur. Þær aðstæður geta komið upp að ekki er hægt að nota flöt á holu, t.d. vegna slæms veðurs eða viðhalds. Í slíkum tilvikum getur nefndin útbúið tímabundna flöt og sett staðarreglu sem skilgreinir hana sem flöt holunnar. Flötin, sem leyst hefur verið að hólmi með tímabundinni flöt, verður sjálfkrafa röng flöt þar sem hún er ekki lengur flöt holunnar sem leikmaðurinn er að leika.Fyrirmynd staðarreglu D-2„Tímabundnar flatir eru í leik sem flatir á holum [bætið við númerum holanna] og afmarkast af [bætið við lýsingu, til dæmis svæði á brautinni sem afmarkast af hvítum línum]. Sérhver flöt sem leyst hefur verið að hólmi með tímabundinni flöt er röng flöt og taka verður vítalausa lausn vegna truflunar frá henni samkvæmt reglu 13.1f.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
D-3
Banna lausn frá rangri flöt vegna truflunar á stöðu
Tilgangur. Þær aðstæður geta verið fyrir hendi að nefndin kýs að neita um lausn frá rangri flöt ef truflun er eingöngu vegna stöðu, til dæmis ef:
Þykkur kargi er nærri sumum flötum og nefndinni þykir ósanngjarnt að ætla leikmanni að taka lausn á slíkum svæðum, eða
Ein stór flöt er notuð fyrir tvær aðskildar holur en nefndin ákveður að skipta flötinni. Nefndin kann einnig að vilja að leikmenn þurfi ekki að taka lausn ef bolti leikmannsins er á flöt holunnar sem hann er að leika en þarf að standa á hinni flötinni til að leika.
Fyrirmynd staðarreglu D-3.1„Reglu 13.1f er breytt þannig:Engin truflun er vegna rangrar flatar ef hún hefur aðeins áhrif á stöðu leikmannsins.“Fyrirmynd staðarreglu D-3.2„Reglu 13.1f er breytt þannig:Þegar bolti leikmanns liggur á flöt [bætið við númeri holu] holu er engin truflun frá flöt [bætið við númeri holu] holu á stöðu leikmannsins á flötinni og öfugt.
D-4
Banna leik frá svuntu rangrar flatar
Tilgangur. Ef boltar sem leikið er á tiltekinni holu stöðvast oft á flöt nálægrar holu:
Mun nálægasti staður fyrir fulla lausn þegar tekin er lausn frá rangri flöt samkvæmt reglu 13.1f oftast verða svuntu flatarinnar eða á brautinni við flötina, og
Svuntan eða brautarhlutinn gæti því orðið fyrir skemmdum í kjölfarið.
Til að fyrirbyggja slíkar skemmdir kann nefndin að velja að krefjast þess að leikmenn taki lausn samkvæmt reglu 13.1 með tilliti til breytts nálægasta staðar fyrir fulla lausn, sem forðast truflun frá bæði röngu flötinni og svuntunni, eða með því að nota fallreit (sjá fyrirmynd staðarreglu E-1).Fyrirmynd staðarreglu D-4.1„Þegar [tilgreinið númer holu] hola er leikin, ef leikmaðurinn verður að taka lausn samkvæmt reglu 13.1f þar sem bolti hans stöðvaðist á flöt [tilgreinið númer holu] holu eða ef sú flöt truflar stöðu leikmannsins eða fyrirhugað sveiflusvið hans:
Við að ákvarða lausnarsvæði sem nota á við að taka lausn er flöt [tilgreinið númer holu] holu skilgreind þannig að hún innifeli þann hluta brautarinnar sem er innan [tilgreinið fjarlægð, svo sem tvær kylfulengdir] frá mörkum flatarinnar.
Þetta merkir að nálægasti staður fyrir fulla lausn má hvorki hafa truflun af þessu svæði né sjálfri flötinni.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu D-4.2„Röng flöt er skilgreind þannig að hún innifeli [skilgreinið fjarlægð frá mörkum rangrar flatar / svæðis umhverfis ranga flöt]. Þegar leikmaður verður fyrir truflun frá rangri flöt samkvæmt reglu 13.1f, þar með talið þetta aukna svæði, verður leikmaðurinn að taka vítislausa lausn.[Truflun er ekki til staðar þegar svæðið truflar eingöngu stöðu leikmannsins.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
D-5
Staða æfingaflatar og tímabundinnar flatar
Tilgangur. Rangar flatir innhalda einnig æfingaflatir og flatir til að æfa pútt og vipp, en nefndin getur valið að leyfa leik af þeim með staðarreglu (þannig að leikmaður sem á bolta á slíkri flöt verður að leika honum þaðan).Tímabundin flöt á holu er oftast ekki flöt þegar hún er ekki í notkun sem tímabundin flöt en nefndin kann að vilja skýra stöðu hennar eða lýsa hana ranga flöt. Nefndin getur einnig skilgreint æfingaflöt eða ranga flöt sem grund í aðgerð, sem myndi gefa leikmanni kost á lausn samkvæmt reglu 16.1b.Fyrirmynd staðarreglu D-5.1„Æfingaflötin sem er [lýsið nákvæmlega staðsetningu flatarinnar] er ekki röng flöt og frí lausn er ekki skilyrt eða leyfð samkvæmt reglu 13.1f."Fyrirmynd staðarreglu D-5.2„Tímabundin flöt staðsett [lýsið staðsetningu flatarinnar] er röng flöt, jafnvel þó hún sé ekki í notkun og lausn verður að taka frá henni samkvæmt reglu 13.1f."Fyrirmynd staðarreglu D-5.3„Æfingaflötin sem er [lýsið nákvæmlega hvar flötin er staðsett] er ekki röng flöt og frí lausn frá henni er ekki skilyrt samkvæmt reglu 13.1f, en hún er grund í aðgerð og leikmaður má taka fría lausn samkvæmt reglu 16.1b."
D-6
Skipta tvöfaldri flöt í tvær aðskildar flatir
Tilgangur. Þegar völlur hefur flöt sem notuð er sem flöt við leik tveggja hola kann nefndin að vilja skipta flötinni í tvær aðskildar flatir, með staðarreglu. Þetta myndi leiða til þess að leikmaður sem er á röngum hluta flatarinnar þyrfti að taka lausn samkvæmt reglu 13.1f. Tilgreina ætti hvernig flötinni er skipt. Þessari staðarreglu má breyta þannig að hindrun sé ekki til staðar þegar röng flöt truflar aðeins stöðu leikmanns í þeim tilfellum þar sem bolti leikmanns er á réttum hluta flatarinnar en staðan hans er á hinum hluta flatarinnar.Fyrirmynd staðarreglu D-6„Flötin fyrir holur [tilgreinið númer holanna] telst vera tvær aðskildar flatir sem skipt er með [tilgreinið hvernig flötinni er skipt, svo sem með lituðum stikum]. Leikmaður sem hefur truflun af þeim hluta flatarinnar sem tilheyrir holunni sem hann er ekki að leika er á rangri flöt og verður að taka lausn samkvæmt reglu 13.1f.[Truflun er ekki til staðar þegar röng flöt truflar eingöngu stöðu leikmannsins.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E
Sérstakar lausnaraðferðir
E-1
Fallreitir
Tilgangur. Fallreitir eru afbrigði lausnarsvæðis sem nefndin getur komið á. Þegar lausn er tekin í fallreit verður leikmaðurinn að láta boltann falla innan fallreitsins og boltinn verður að stöðvast innan hans. Notkun fallreita ætti að skoða þegar erfitt er að láta leikmenn taka venjulega lausn samkvæmt reglu, svo sem:
Eftirfarandi atriði eiga við varðandi að láta bolta falla innan fallreits:
Leikmaðurinn þarf ekki að standa innan fallreitsins þegar boltinn er látinn falla.
Þegar leikmaður notar fallreit er lausnarsvæðið skilgreint af fallreitnum. Boltann verður að láta falla innan fallreitsins og boltinn verður að stöðvast innan fallreitsins (sjá reglu 14.3).
Ef fallreiturinn er skilgreindur af línu á jörðinni er línan innan fallreitsins.
Nefndin má setja upp fleiri en einn fallreit fyrir tilteknar aðstæður, svo sem fyrir stór vítasvæði. Þegar það á við, ætii nefndin að skilgreina hvaða fallreit eigi að nota, svo sem næsta tiltæka fallreit eða næsta fallreit ekki nær holu.Sjá hluta 2I varðandi nánari upplýsingar um fallreiti. Fyrirmyndir staðarreglna hafa verið útbúnar fyrir tvö algengustu tilfelli þar sem fallreitir eru notaðir, hins vegar má aðlaga þær eins og við á fyrir hinar reglurnar sem getið er að ofan.Fyrirmynd staðarreglu E-1.1Þessi staðarregla sýnir dæmi um notkun fallreits sem viðbótar lausnarmöguleika úr vítasvæði.„Ef bolti leikmanns er innan [tilgreinið lit vítasvæðis ef hann er takmarkandi] vítasvæðis [tilgreinið staðsetningu], þar á meðal þegar vitað er eða nánast öruggt að boltinn er innan vítasvæðis þótt hann hafi ekki fundist, hefur leikmaðurinn eftirfarandi möguleika á lausn, hvern gegneinu vítahöggi:
Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 17.1, eða
sem viðbótarmöguleika, má leikmaðurinn láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins [lýsið hvernig fallreiturinn er afmarkaður og hvar hann er staðsettur]. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3
Víti fyrir að leika bolta fráröngum staðandstætt staðarreglunni:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu E-1.2Þessi fyrirmynd staðarreglu lýsir dæmi þar sem fallreitur er notaður sem viðbótar lausnarmöguleiki við að taka lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum, svo sem stórri grund í aðgerð.„Ef bolti leikmanns er innan grundar í aðgerð [tilgreinið staðsetningu], þar á meðal þegar það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist stöðvaðist innan grundar í aðgerð, hefur leikmaðurinn eftirfarandi lausnarmöguleika:
Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1, eða
sem viðbótarmöguleika, má leikmaðurinn láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins [lýsið hvernig fallreiturinn er afmarkaður og hvar hann er staðsettur]. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu E-1.3Þessi fyrirmynd staðarreglu lýsir dæmi þar sem fallreitur er notaður sem eini lausnarmöguleikinn (annar en fjarlægðarvíti) við að taka lausn frá vítasvæði, en hana má einnig nota vegna annarra reglna sem nefndar eru hér að framan.„Ef bolti leikmanns er innan [tilgreinið lit vítasvæðis ef hann er takmarkandi] vítasvæðis [tilgreinið staðsetningu], þar á meðal þegar vitað er eða nánast öruggt að boltinn er innan vítasvæðis þótt hann hafi ekki fundist, hefur leikmaðurinn eftirfarandi möguleika á lausn, hvern gegneinu vítahöggi:
Leikmaðurinn má taka fjarlægðarvíti samkvæmt reglu 17.1d(1), eða
leikmaðurinn má láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins [lýsið hvernig fallreiturinn er afmarkaður og hvar hann er staðsettur]. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
Leikmaðurinn má ekki taka lausn samkvæmt reglum 17.1d(2) eða 17.1d(3).Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."
E-2
Hreinsa bolta
Tilgangur. Þegar aðstæður jarðar eru þannig að mold gæti loðað við boltann, getur nefndin valið að leyfa leikmönnum að merkja, lyfta, hreinsa og leggja boltann aftur á almenna svæðinu. Slíka lausnarmöguleika ætti að takmarka við þau svæði á vellinum þar sem þeirra er þörf.Þótt staðarreglan fyrir bætta legu (fyrirmynd staðarreglu E-3) sé ætluð til notkunar á svæðum sem eru slegin í brautarhæð eða neðar á almenna svæðinu er hægt að nota þessa staðarreglu á öllu almenna svæðinu eða á tilteknum afmörkuðum svæðum. Nefndin getur valið að nota báðar staðarreglurnar, til að heimila bætta legu á brautum og að hreinsa bolta annar staðar á almenna svæðinu.Það er ekki heimilt að setja þessa staðarreglu eftir að umferð er hafin í höggleik. Slíkt myndi gefa leikmönnum sem eru styttra komnir í umferðinni kost á að nota hana lengur. Þessa staðarreglu má setja eftir að leikur í holukeppni hefst og leikurinn er á milli tveggja hola, enda njóta báðir leikmenn sömu hagsbóta.Varðandi leiðbeiningar um hvernær og hvernig þessi staðarregla gæti verið í lagi gagnvart skilum á skori til forgjafar (til dæmis, ef hún er takmörkuð við brautir) vísast til reglna og ráðlegginga sem finna má í útgáfum World Handicap System™ eða öðrum leiðbeiningum sem forgjafarnefndir á staðnum gefa út.Fyrirmynd staðarreglu E-2„Þegar bolti leikmanns liggur á [tilgreinið svæðið, svo sem almenna svæðið, við 6. holu, á almenna svæðinu þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, o.s.frv.], má lyfta boltanum, hreinsa hann og leggja aftur án vítis. Leikmaðurinn verður að merkja staðsetningu boltans áður en hann lyftir honum (sjá reglu 14.1) og boltann verður að leggja aftur á upphaflega staðinn (sjá reglu 14.2).Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E-3
Bætt lega
Tilgangur. Þegar tímabundnar óeðlilegar aðstæður gætu truflað sanngjarnan leik, má skilgreina umræddan hluta vallarins sem grund í aðgerð. Óhagstæðar aðstæður, svo sem mikill snjór, þíða að vori, langvarandi rigningar eða mikill hiti geta stundum skemmt völlinn eða valdið því að ekki sé hægt að nota þung sláttutæki.Þegar slíkar aðstæður eru víða á vellinum, getur nefndin valið að setja staðarreglu um „bætta legu" til að tryggjaj sanngjarnan leik eða til að hlífa sumum eða öllum brautum. Slíkar staðarreglur ætti að taka úr notkun eins fljótt og aðstæður leyfa.Ekki er mælt með notkun þessarar staðarreglu utan brauta á almenna svæðinu því slíkt getur leitt til þess að leikmaður fái vítalausa lausn frá stöðum þar sem boltinn væri annars ósláanlegur (svo sem frá runnum eða trjám).Þegar aðstæður eins og blaut jörð víða um völlinn gæti orsakað að mold loði við boltann, þá í stað þess að nota staðarreglu um „bætta legu", mætti nefndin velja að leyfa leikmönnum að merkja, lyfta, hreinsa og leggja bolta aftur á almenna svæðinu (sjá fyrirmynd staðarreglu E-2).Það er ekki heimilt að setja staðarreglu um bætta legu eftir að umferð í höggleik er hafin. Slíkt myndi gefa leikmönnum sem eru styttra komnir í umferðinni kost á að nota hana lengur. Þessa staðarreglu má setja eftir að leikur í holukeppni hefst og leikurinn er á milli tveggja hola, enda njóta báðir leikmenn sömu hagsbóta.Varðandi leiðbeiningar um hvernær og hvernig þessi staðarregla gæti verið í lagi gagnvart skilum á skori til forgjafar (þar með talin stærð lausnarsvæðisins og hvort hún er takmörkuð við brautir) vísast til reglna og ráðlegginga sem finna má í útgáfum World Handicap System™ eða öðrum leiðbeiningum sem forgjafarnefndir á staðnum gefa út.Fyrirmynd staðarreglu E-3„Þegar einhver hluti bolta leikmanns snertir almenna svæðið sem slegið er í brautarhæð eða neðar [eða tilgreiið sérstök svæði svo sem 'á braut við leik um 6. holu'], má leikmaður taka fría lausn einu sinni með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta í og leika síðan frá þessu lausnarsvæði:
Viðmiðunarstaður:Staðsetning upphaflega boltans.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: [tilgreinið stærð lausnarsvæðisns, svo sem eina kylfulengd, eina skorkortslengd eða 6 tommur] frá viðmiðunarpunkti, en með þessum takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Má ekki vera nær holu en viðmiðunarpunkturinn og
verður að vera á almenna svæðinu.
Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglum 14.2b(2) og 14.2e. En, við beitingu reglu 14.2e, hefur leikmaðurinn aðeins valið staðinn til að leggja boltann þegar boltinn hefur verið settur niður og leikmaðurinn hefur sleppt boltanum í þeim tilgangi að setja hann í leik.Eftir að boltinn hefur verið settur í leik samkæmt þessari staðarreglu, ef leikmaðurinn fer svo að annarri reglu sem veitir lausn, má nota þessa reglu aftur.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E-4
Lausn frá götunarholum
Tilgangur. Götunarholur falla ekki undir skilgreiningu á holum gerðum af vallarstarfsmönnum eða „skemmdir á flötum" í reglu 13.1c. Þess vegna mega leikmenn ekki laga þær á flötinni eða taka lausn frá þeim á almenna svæðinu eða á flötinni, en slíkar holur gætu truflað við eðlilegan leik.Þótt nefndin geti skilgreint götunarholur grund í aðgerð kann það að leiða til þess að erfitt eða ómögulegt sé að taka fulla lausn. Þessa vegna, þegar götunarholur trufla verulega legu boltans, getur nefndin valið að gefa lausn þegar bolti liggur í eða snertir götunarholu. Þessa staðarreglu ætti að fella úr gildi þegar götunarholurnar hafa gróið nægilega til að þær valdi ekki umtalsverðum truflunum.Fyrirmynd staðarreglu E-4"Ef bolti leikmanns liggur í eða snertir götunarholu:(a)Bolti á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b. Ef bolti stöðvast í annarri götunarholu má leikmaðurinn taka lausn aftur samkvæmt þessar staðarreglu.(b)Bolti á flöt. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1.En truflun á ekki við ef götunarhola truflar eingöngu stöðu leikmannsins eða fyrirhugað sveiflusvið hans, eða á flötinni, er í leiklínu leikmannsins.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E-5
Valkostur við fjarlægðarvíti vegna týnds bolta eða bolta sem er út af
Tilgangur. Ef varabolta hefur ekki verið leikið geta orðið umtalsverðar tafir á leik ef leikmenn þurfa að taka fjarlægðarlausn vegna bolta sem er út af eða finnst ekki. Tilgangur þessarar staðarreglu er að heimila nefndinni að bjóða upp á viðbótar lausnarvalkost sem heimilar leikmanninum að halda leik áfram án þess að fara til baka þangað sem hann sló síðasta högg sitt.Þessi staðarregla er viðeigandi í almennum leik þegar kylfingar leika óformlegar umferðir eða halda eigin keppnir. Staðarreglan er ekki viðeigandi í keppnum mjög leikinna kylfinga (þ.e. keppni atvinnukylfinga eða áhugakylfinga á afreksstigi). Leitið upplýsinga um hvenær heimilt er og hvernig megi nota þessa staðarreglu þannig að skor gildi til forgjafar. Leitið ráða hjá forgjafarnefnd eða í tilmælum og uppfærslum World Handicap System™.Ef nefndin setur slíka staðarreglu fyrir almennan leik og fellir hana niður í keppnum ætti að tryggja að öllum leikmönnum sé það ljóst áður en leikur hefst.Nefndin getur sett svona staðarreglu fyrir allan leik á vellinum eða einungis fyrir eina eða tvær tilteknar holur þar sem staðarreglan er sérstaklega gagnleg (til dæmis þegar leikmenn sjá ekki lendingarsvæði og vita því e.t.v. ekki hvort leika þurfi varabolta).Þessi valkostur heimilar leikmanninum að láta bolta falla á stóru svæði milli þess staðar sem áætlað er að boltinn hafi stöðvast eða farið út af og marka brautarinnar, þó ekki nær holunni.Leikmaðurinn hlýtur tvö vítahögg þegar hann nýtir þennan valkost. Þannig er lausnin sambærileg við að leikmaðurinn hefði tekið fjarlægðarlausn.Ekki er hægt að nota staðarregluna vegna ósláanlegs bolta eða vegna bolta sem vitað er eða nánast öruggt að er innan vítasvæðis.Ef varabolta er leikið og hvorki upphaflegi boltinn né varaboltinn finnast, þá má beita staðarreglunni gagnvart varaboltanum sem finnst ekki.
Fyrirmynd staðarreglu E-5„Þegar bolti leikmanns hefur ekki fundist eða vitað er eða nánast öruggt að hann sé út af, má leikmaðurinn halda áfram leik á eftirfarandi hátt gegn fjarlægðarvíti.Gegntveimur vítahöggummá leikmaðurinn taka lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu lausnarsvæði(sjá reglu 14.3):Tveir áætlaðir viðmiðunarstaðir:(a)Viðmiðunarstaður bolta: Staðurinn sem áætlað er að upphafli boltinn:
Hafi stöðvast á vellinum eða
Síðast skorið mörk vallar á leið sinni út af.
(b) Viðmiðunarstaður á braut: Staðurinn á braut holunnar sem leikin er sem er næst viðmiðunarstað bolta, en ekki nær holu en viðmiðunarstaður bolta.Fyrir þessa staðarreglu er orðið „braut" notað yfir hvern þann stað á almenna svæðinu sem slegið er í brautarhæð eða neðar.Ef talið er að boltinn sé týndur á vellinum eða hafi síðast skorið vallarmörkin áður en kemur að brautinni getur viðmiðunarstaður brautarinnar verið grasstígur eða teigur holunnar, þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar.Stærð lausnarsvæðis út frá viðmiðunarstað: Hvar sem er á milli
Línu frá holunni gegnum viðmiðunarstað bolta (og innan tveggja kylfulengda til hliðar við þá línu) og
Línu frá holunni gegnum viðmiðunarstað brautar (og innan tveggja kylfulengda brautarmegin við þá línu).
Þó með þessum takmörkunum:Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Verður að vera á almenna svæðinu og
Má ekki vera nær holu en viðmiðunarstaður boltans.
Eftir að leikmaðurinn setur bolta í leik samkvæmt þessari staðarreglu:
Er upphaflegi boltinn ekki lengur í leik og ekki má leika honum.
Þetta gildir jafnvel þótt boltinn finnist svo á vellinum áður en þriggja mínútna leitartíminn er liðinn (sjá reglu 6.3b).
Hins vegar má leikmaðurinn ekki nota þennan valkost til að taka lausn vegna upphaflega boltans ef:
Vitað er eða nánast öruggt að sá bolti hafi stöðvast í vítasvæði eða
Leikmaðurinn hefur leikið öðrum bolta gegn fjarlægðarvíti (sjá reglu 18.3).
Leikmaður má nota þennan valkost til að taka lausn vegna varabolta sem hefur ekki fundist eða sem vitað er eða nánast öruggt að sé út af.Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmt:Reglu 14.7a."
E-6
Lausn frá leiklínu vegna verndargirðinga
Tilgangur. Girðing (eða eitthvað sambærilegt) er stundum notað til að vernda leikmann á einni holu fyrir höggum frá annarri holu.Ef slík girðing er nálægt leiksvæði annarrar holu, getur nefndin valið að nota fallreit eða fallreiti til að gefa leikmanni viðbótar lausnarmöguleika án vítis þegar hin holan er leikin og girðingin er í leiklínu.Leikmaðurinn ætti aðeins að fá lausn þegar boltinn er nær holu en fallreitur, svo að leikmaðurinn, sem á bolta sem er í góðri fjarlægð frá girðingunni, megi ekki færa boltann fram á fallreit. Nefndin ætti að taka þetta til athugunar þegar fallreiturinn eða fallreitirnir eru staðsettir, svo þessi lausn sé einungis tiltæk þegar nefndin telur slíka vítalausa lausn réttlætanlega.Fyrirmynd staðarreglur E-6„Við leik um [tilgreinið númer holu], ef varnargirðing á [tilgreinið númer holu] er í leiklínu leikmanns má leikmaðurinn taka vítalausa lausn með því að láta bolta falla innan fallreits [lýsing staðsetnigunni] og leika honum þaðan.En launsin er aðeins heimil ef bolti í leik er nær holunni en fallreiturinn er staðsettur (sjá reglu 14.3).Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."
E-7
Lausn frá rafmagnsgirðingu sem skilgreinir vallarmörk
Tilgangur. Þegar rafmagnsgirðing er notuð sem vallarmarkahluti, er heimilt að setja staðarreglu þar sem vítalaus lausn fæst þegar boltinn liggur innan tiltekinnar vegalengdar frá girðingunni (til dæmis tvær kylfulengdir). Við þessar aðstæður, til að tryggja öryggi leikmanna, má leikmaðurinn mæla tvær kylfulengdir frá girðingunni og hafa síðan eina kylfulengd sem lausnarsvæði til að láta bolta innan, þó ekki nær holu en upphaflegi boltinn var.Fyrirmynd staðarreglu E-7„Ef bolti leikmanns liggur á vellinum og innan [tilgreinið fjarlægð, svo sem tvær kylfulengdir] frá rafmagnsgirðingu vallarmarka á holu[m] [tilgreinið staðsetningu], má leikmaðurinn taka vítalausa lausn á þann hátt sem lýst er í reglu 16.1, en út frá þessum viðmiðunarstað:
Staðnum sem er [lýsið fjarlægð, svo sem tvær kylfulengdir] frá girðingunni og jafn langt frá holunni og staðurinn sem upphaflegi boltinn var.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E-8
Skilgreina bannreiti
Tilgangur. Það geta verið hlutar vallarins þar sem nefndin vill banna leik, þar sem hver hluti þarf þá að vera skilgreindur annað hvort sem grund í aðgerð eða vítasvæði.Nefndin má nota bannreit af hvaða ástæðu sem er, svo sem til að:
Vernda dýralíf, búsvæði dýra og svæði sem eru viðkvæm af umhverfisástæðum.
Forðast skemmdir á ungum trjám, blómabeðum, grasræktarsvæðum, endurtyrfðum svæðum eða annarri ræktun.
Til að verja leikmenn fyrir hættu.
Til að vernda staði sem eru markverðir af sögulegum eða menningarlegum ástæðum.
Sjá hluta 2G og 5B(5) varðandi frekari upplýsingar um bannreiti og hvernig á að merkja þá.Fyrirmynd staðarreglu E-8.1„Svæðið sem skilgreint er [tilgreinið hvernig svæðið er merkt, t.d. með bláum stikum með grænum toppi] [tilgreinið hvar svæðið er staðsett, t.d. hægra megin við 8. braut] er bannreitur og er meðhöndlað sem óeðlilegar vallaraðstæður. Taka verður lausn frá truflun bannreitsins samkvæmt reglu 16.1f."Fyrirmynd staðarreglu E-8.2„Svæðið innan [rauða/gula] vítasvæðisins sem skilgreint er [tilgreinið hvernig svæðið er merkt og hvar það er staðsett, t.d. með rauðum / gulum stikum] með grænum toppi hægra megin við 8. braut] er bannreitur sem meðhöndlast sem vítasvæði og lausn verður að taka frá truflun vegna bannreitsins samkvæmt reglu 17.1e.“
E-9
Skilgreina svæði utan vallar sem bannreit
Tilgangur. Þótt leikmaður megi ekki leika bolta sem er út af kunna að vera svæði sem eru út af og nefndin vill skilgreina sem bannreit, t.d. til að koma í veg fyrir að leikmenn skemmi gróður á svæðinu þegar hann truflar leik vegna bolta innan vallarins. Í þessu tilfelli skal leikmaðurinn taka vítalausa lausn ef bolti leikmannsins er á vellinum en fyrirhuguð staða leikmanns er innan bannreits utan vallar eða ef sveiflan snertir eitthvað sem er innan bannreitsins.Fyrirmynd staðarreglu E-9„Svæðið [tilgreinið svæðið] er út af og er skilgreint sem bannreitur og leikmaðurinn verður að taka lausn samkvæmt reglu 16.1f(2) ef bolti hans er á vellinum og eitthvað innan bannreitsins truflar fyrirhugaða stöðu eða sveiflu leikmannsins. Leikmaðurinn má ekki leika boltanum þar sem hann liggur.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E-10
Verndun ungra trjáa
Tilgangur. Til að forðast skemmdir á ungum trjám við högg leikmanns getur nefndin valið að úrskurða þau bannreit, þannig að:
Ef leikmaður hefur einhvers konar truflun eins og skilgreint er í reglu 16.1 af slíku tré sem úrskurðað er bannreitur verður leikmaðurinn að taka lausn samkvæmt reglu 16.1f.
Ef bolti leikmannsins liggur innan vítasvæðis verður hann annaðhvort að taka vítalausa lausn samkvæmt staðarreglunni innan vítasvæðisins eða taka víti samkvæmt reglu 17.1.
Á sama máta má nefndin skilreina hóp ungra trjáa sem einn bannreit.Nefndin má einnig skilgreinga ung tré sem óeðlilegt ástand vallar, þannig að leikmaðurinn þurfi ekki að taka lausn.Í hvoru tilfellinu sem er, ætti að auðkenna slík tré með stikum, borðum eða á annan skýran hátt.Þegar tréð hefur vaxið nægilega til að þurfa ekki lengur slíka vernd ætti nefndin að draga staðarregluna til baka eða fjarlægja stikuna, borðann eða það sem auðkennir tréð.Fyrirmynd staðarreglu E-10.1„Ungu trén sem auðkennd eru með [tilgreinið merkingu] eru bannreitir:
Ef bolti leikmanns liggur einhvers staðar á vellinum, annars staðar en innan vítasvæðis, og boltinn liggur í eða snertir slíkt tré eða slíkt tré truflar stöðu leikmannsins eða fyrirhugað sveiflusvið verður leikmaðurinn að taka lausn samkvæmt reglu 16.1f.
Ef boltinn liggur innan vítasvæðis og truflun er af slíku tré vegna stöðu leikmannsins eða sveiflusviðs verður leikmaðurinn að taka lausn samkvæmt reglu 17.1e.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu E-10.2„Ungu trén sem auðkennd eru með [tilgreinið merkingu] eru óeðlilegt ástand vallar. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
E-11
Bolti sveigður úr leið af rafmagnslínu
Tilgangur. Ef varanleg loftlína rafmagns gæti truflað eðlilegan leik á holu getur nefndin krafist þess að ef bolti hittir línuna (og hugsanlega einnig rafmagnsstaura sem halda línunni uppi) sé höggið afturkallað vítalaust og leikmaðurinn þurfi að leika aftur. Staðarregluna ætti almennt ekki að nota vegna rafmagnslína sem ekki trufla við leik um holu eða eru utan vallarins.Ekki má setja staðarreglu sem gefur leikmanninum kost á að velja hvort hann leikur höggið aftur.Fyrirmynd staðarreglu E-11„Ef vitað er eða nánast öruggt að bolti leikmanns hitti rafmagnslínu [eða staur sem heldur línunni uppi] við leik á [tilgreinið holunúmer] holu er höggið afturkallað vítalaust. Leikmaðurinn verður að endurtaka höggið með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta þaðan sem fyrra högg var slegið (sjá reglu 14.6).Ef leikmaðurinn endurtekur höggið en gerir það af röngum stað fær hann almenna vítiðsamkvæmt reglu 14.7.Ef leikmaðurinn endurtekur ekki höggið fær hann almenna vítiðog höggið gildir, en leikmaðurinn hefur ekki leikið af röngum stað."
E-12
Skyldunotkun motta á brautum
Tilgangur. Það gæti verið nauðsynlegt að vernda hluta vallarins gagnvart skemmdum við leik, svo sem þegar löng kuldaköst takmarka grasvöxt. Í slíkum tilvikum getur nefndin ákveðið að leikið skuli af mottum á almenna svæðinu sem slegið er í brautarhæð eða neðar, þegar pútter er ekki notaður við höggið.Ekki er mælt með notkun þessarar staðarreglu utan brauta á almenna svæðinu og ekki er heimilt að takmarka notkun púttera við tiltekin svæði.Leitið upplýsinga um hvenær heimilt er og hvernig megi nota þessa staðarreglu þannig að skor gildi til forgjafar. Leitið ráða hjá forgjafarnefnd eða í tilmælum og uppfærslum World Handicap SystemFyrirmynd staðarreglu E-12„Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins, þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar og pútter er ekki notaður fyrir höggið, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn með því að lyfta upphaflega boltanum og leggja hann eða annan bolta á tilbúna mottu og leika honum þaðan. Mottuna verður að leggja yfir staðinn þar sem boltinn stöðvaðist.Ef boltinn rúllar af mottunni verður leikmaðurinn að reyna að leggja hann öðru sinni. Ef boltinn aftur tollir ekki á mottunni, skal færa mottuna á nálægasta stað, ekki nær holu, þar sem boltinn mun tolla á mottunni þegar hann er lagður.Ef boltinn hreyfist óvart á mottunni áður en högg er slegið, er það vítalaust og leggja skal boltann aftur á mottuna.Ef tí er notað til þess að festa mottuna við jörð, þá má ekki leggja boltann á tíið.Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."
E-13
Leikmaður má fjarlægja dýr sem ekki eru skilgreind sem lausung frá nálægð við bolta
Tilgangur. Þegar dýr snertir eða er nálægt bolta leikmanns, má leikmaðurinn hvetja dýrið til að færa sig, og ef dýrið verður valdur að hreyfingu boltans þegar leikmaður hvetur það til að hreyfa sig, þá gildir regla 9.6.Ef dýrið færir sig ekki, þá má leikmaðurinn velja á milli þess að færa dýrið og taka þá áhættu að boltinn hreyfist (regla 9.4b), taka vítalausn (reglur 17.1 eða 19.1) eða leika boltanum þar sem hann liggur meðan dýrið snertir boltann eða er nálægt honum.Þessi staðarregla heimilar leikmanninum að færa dýr, sem ekki eru skilgreind sem lausung, vítalaust samkvæmt reglu 9.4.Fyrirmynd staðarreglu E-13„Leikmaður má fjarlægja dýr, önnur en þau sem skilgreind eru sem lausung, sem snerta eða eru nálægt boltanum vítalaust og má gera það á hvaða hátt sem er.Ef bolti leikmanns hreyfist þegar leikmaðurinn fjarlægir dýrið:
Er það vítalaust, og
Leggja verður boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2).
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt víti samkvæmt reglu 14.7.”(Bætt við júlí 2023)
F
Óeðlilegar vallaraðstæður og hlutar vallar
F-1
Óeðlilegar vallaraðstæður og hlutar vallar
Tilgangur. Nefndir geta skilgreint óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar á vellinum á marga vegu. Því er ekki nauðsynlegt eða mögulegt að birta tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna sem heimilar eru í þessum tilgangi.Aðalatriðið er að skilgreiningar á hlutum vallar og óeðlilegum vallaraðstæðum séu skýrar og sértækar í staðarreglunum.Nefndi má setja staðarreglur fyrir eftirfarandi atriði þó þær falli ekki að fyrirmyndum staðarreglna:
Skýra stöðu hluta sem kunna að vera hindranir.
Ákvarða að tiltekinn manngerður hlutur sé hluti vallar (en ekki hindrun).
Ákvarða að manngert yfirborð og jaðrar vega séu hluti vallar.
Ákvarða að vegir og stígar sem ekki hafa manngert yfirborð og jaðra séu hindranir ef þeir kynnu að trufla leik á ósanngjarnan hátt.
Skilgreina tímabundnar hindranir á vellinum eða við völlinn sem hreyfanlegar, óhreyfanlegar eða tímabundnar óhreyfanlegar hindranir.
Engar sérstakar fyrirmyndir staðarreglna er að finna í þessum hluta, vegna þess hversu mikillar fjölbreytni er þörf. Eftirfarandi eru nokkur dæmi:
„Grund í aðgerð er skilgreind sem sérhvert svæði sem afmarkað er af hvítri línu [eða bætið við öðrum lit eða annarri lýsingu eftir þörfum]."
„Berar klappir á svæðum sem slegin eru í brautarhæð eða neðar [eða innan tiltekinnar fjarlægðar frá braut, svo sem tveggja kylfulengda] eru grund í aðgerð."
„Svæði innan glompa þar sem vatnsagi hefur fært sand úr stað þannig að rásir hafa myndast eru grund í aðgerð."
„Mottur sem hafa verið festar niður ásamt römpum til að verja kapla eru óhreyfanlegar hindranir."
„Skjólgirðingar umhverfis flatir eru óhreyfanlegar hindranir."
„Laus þverbönd á girðingum eru [hreyfanlegar eða óhreyfanlegar] hindranir."
„Manngerðir stoðveggir og hleðslur eru hluti vallar ef innan vítasvæða."
„Vírar og aðrir hlutir sem festir eru við tré eru hluti vallar."
Sjá hluta 2F og 5B(4) varðandi nánari upplýsingar um óeðlilegar vallaraðstæður.Sjá hluta 2H og 5B(4) varðandi nánari upplýsingar um hluta vallar.
F-2
Takmörkuð lausn vegna sokkins bolta
Tilgangur. Regla 16.3 heimilar að öllu jöfnu lausn þegar bolti er sokkinn hvar sem er á almenna svæðinu (nema í sandi á svæðum sem ekki eru slegin í brautarhæð eða neðar).Þó getur nefndin valið að:
Leyfa einungis lausn þegar bolti er sokkinn á almenna svæðinu þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar.
Leyfa ekki lausn ef bolti er sokkinn í stöfluðum graskanti ofan við glompu.
Fyrirmynd staðarreglu F2.1„Reglu 16.3 er breytt þannig:Lausn er einungis leyfð ef bolti er sokkinn innan almenna svæðisins þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar.[Með tilliti til þessarar reglu telst staflaður graskantur ofan við glompu ekki vera sleginn í brautarhæð eða neðar.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu F2.2„Reglu 16.3 er breytt þannig:Vítalaus lausn er ekki heimil ef bolti er sokkinn í [stöfluðum graskanti][jarðvegskanti] ofan við glompur.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-3
Grund í aðgerð lýst hluti nálægrar hindrunar
Tilgangur. Grund í aðgerð kann að vera rétt við óhreyfanlega hindrun. Dæmi um slíkt eru blómabeð sem nefndin hefur lýst grund í aðgerð og er umlukið göngustíg með manngerðu yfirborði eða þegar álag vegna umferðar veldur skemmdum við göngustíga.Slíkar aðstæður geta leitt til flókinna lausnaraðstæðna. Eftir að hafa tekið lausn frá einum aðstæðum kann leikmaðurinn að hafa truflun frá hinum aðstæðunum og eftir að hafa tekið lausn frá þeim getur leikmaðurinn haft truflun að nýju frá fyrri aðstæðunum.Jafnvel þó skilgreiningin á „næsta stað fyrir fulla lausn" geri ráð fyrir þessum aðstæðum, getur nefndin valið að meðhöndla báðar aðstæðurnar sem einar óeðlilegar vallaraðstæður til að heimila leikmanni að taka lausn í einu skrefi. Þegar slíkt er gert ætti að tengja grund í aðgerð við óhreyfanlegu hindrunina með málaðri línu eða á annan ótvíræðan hátt.Eftirfarandi fyrirmyndir að staðarreglum eru dæmi um hvernig leysa má algengar aðstæður af þessu tagi:Fyrirmynd staðarreglu F-3.1Þegar hvítar línur eru notaðar til að auðkenna grund í aðgerð:„Hvítmerkt svæði sem eru grund í aðgerð og liggja upp að [vegum eða stígum með manngerðu yfirborði, eða öðrum tilgreindum hindrunum] teljast samfelldar óeðlilegar vallaraðstæður þegar lausn er tekin samkvæmt reglu 16.1.“Fyrirmynd staðarreglu F-3.2Þegar hvítar línur eru notaðar til að auðkenna grund í aðgerð:„Skemmd svæði sem liggja upp að [vegum og stígum með manngerðu yfirborði, eða öðrum tilgreindum hindrunum] teljast samfelldar óeðlilegar vallaraðstæður þegar lausn er tekin samkvæmt reglu 16.1.“Fyrirmynd staðarreglu F-3.3Vegna blómabeða sem umlukin eru óhreyfanlegri hindrun, svo sem göngustíg:„Þegar [tilgreinið svæðið, svo sem blómabeð] sem eru umlukin vegum eða stígum með manngerðu yfirborði (ásamt öllu því sem vex og er innan þess svæðis) teljast samfelldar óeðlilegar vallaraðstæður þegar lausn er tekin samkvæmt reglu 16.1.“
F-4
Útbreiddar skemmdir vegna mikilla rigninga og átroðnings
Tilgangur. Þegar miklar rigningar valda óvenjulegum skemmdum á mörgum stöðum á vellinum (svo sem djúp hjólför eftir ökutæki eða fótspor eftir áhorfendur) og ekki er fýsilegt að merkja þau með stikum eða línum hefur nefndin heimild til að skilgreina óvenjulegar skemmdir grund í aðgerð.Fyrirmynd staðarreglu F-4„Til grundar í aðgerð kann að teljast svæði með óvenjulegum skemmdum, þar á meðal þar sem áhorfendur eða önnur umferð, ásamt mikilli vætu, hafa haft yfirgripsmikil áhrif á yfirborð jarðar, en þó því aðeins að slíkt sé skilgreint af viðurkenndum dómara eða meðlimi nefndarinnar.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-5
Óhreyfanlegar hindranir nærri flötum
Tilgangur. Þegar bolti liggur annars staðar en á flötinni telst óhreyfanleg hindrun í leiklínunni ekki valda truflun samkvæmt reglu 16.1. Lausn er því að jafnaði ekki veitt.Hins vegar ef svuntur flatanna eru slegnar svo neðarlega að leikmenn kunni að velja að pútta utan flatar geta óhreyfanlegar hindranir nærri flötinni truflað leik.Í slíkum tilfellum kann nefndin að velja að veita viðbótarlausn samkvæmt reglu 16.1 þegar bolti leikmannsins liggur á almenna svæðinu og óhreyfanleg hindrun nærri flötinni er í leiklínunni.Nefndin má takmarka slíkar lausnir við tilteknar aðstæður, svo sem aðeins á ákveðnum holum eða vegna ákveðinna hindrana eða einungis þegar boltinn og hindrunin eru á almenna svæðinu þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar.Fyrirmynd staðarreglu F-5.1„Veitt er lausn frá truflun vegna óhreyfanlegrar hindrunar samkvæmt reglu 16.1.Leikmaðurinn hefur einnig eftirfarandi viðbótarmöguleika við að taka lausn þegar slíkar óhreyfanlegar hindranir eru nærri flötinni og í leiklínunni:Bolti á almenna svæðinu:Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b ef óhreyfanleg hindrun er:
Í leiklínunni, og er:
Bæði innan tveggja kylfulengda frá flötinni og
Innan tveggja kylfulengda frá boltanum.
En taka verður fulla lausn, sem á við truflun bæði frá áþreifanlegri truflun og truflun vegna leiklínunnar.Undantekning - Engin lausn ef leiklínan er greinilega óraunsæ. Engin lausn er veitt samkvæmt þessari staðarreglu ef leikmaðurinn velur leiklínu sem er greinilega óraunsæ.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu F-5.2„Fyrirmynd staðarreglu F-5.1 á við, en með eftirfarandi viðbót við aðra málsgrein:Þessi staðarregla á eingöngu við þegar boltinn og hindrunin eru bæði á almenna svæðinu þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar."
F-6
Að banna lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum sem trufla einungis fyrirhugaða stöðu
Tilgangur. Nefndin kann að vilja neita um lausn vegna truflunar á stöðu leikmannsins frá ákveðnum aðstæðum, svo sem dýraholum, þar sem truflun á stöðu hefur ekki umtalsverð áhrif á höggið eða ef lausn vegna truflunar á stöðu gæti leitt til endurtekinna lausna frá nálægum og svipuðum aðstæðum.Fyrirmynd staðarreglu F-6„Reglu 16.1a(1) er breytt þannig:Truflun er ekki fyrir hendi ef [lýsið aðstæðum þar sem lausn er takmörkuð] trufla eingöngu stöðu leikmannsins.“.
F-7
Lausn frá samskeytum grastorfs
Tilgangur. Svæði á vellinum sem nýbúið er að lagfæra með torfi er oft merkt sem grund í aðgerð þar til svæðið er orðið nógu stöðugt til að leika af því.Eftir að ekki er lengur þörf á að merkja svæðið grund í aðgerð kann nefndin að vilja samt sem áður leyfa lausn þegar:
Þegar slík samskeyti trufla einungis stöðu leikmannsins er ekki þörf á að veita lausn.Fyrirmynd staðarreglu F-7„Ef bolti leikmanns liggur í eða snertir samskeyti grastorfa og samskeytin trufla fyrirhugað sveiflusvið leikmannsins:(a) Boltin á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b.(b) Bolti á flötinni. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1.Þó er truflun ekki fyrir hendi ef samskeytin trufla einungis stöðu leikmannsins.Öll samskeyti innan sama svæðis tyrfingar teljast sömu samskeytin þegar lausn er tekin. Þetta merkir að ef leikmaður hefur truflun frá einhverjum samskeytanna eftir að hafa látið boltann falla verður leikmaðurinn að fara að eins og fram kemur í reglu 14.3c(2), jafnvel þótt boltinn liggi innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-8
Lausn frá sprungum í jörðinni
Tilgangur. Við ákveðin skilyrði get sum svæði vallarins versnað þar sem sprungur myndast í jörðinni. Þetta getur haft slæm áhrif á legu bolta sem stöðvast í sprungu, þótt sprungurnar hafi ekki áhrif á stöðu leikmanns. Undir slíkum kringumstæðum er mælt með staðarreglu sem gæfi einungis lausn frá legu bolta og fyrirhuguðu sveiflusviði.Fyrirmynd staðarreglu F-8„Sprungur í jörðu [tilgreinið svæði vallarins, svo sem á almenna svæðisins sem er slegið í brautarhæð eða neðar] eru grund í aðgerð. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b.[En lausn er ekki heimil ef skemmdin truflar einungis stöðu leikmannsins.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-9
Lausn frá trjárótum á eða nærri brautum
Tilgangur. Undir þeim óvenjulegum kringumstæðum að berar trjárætur eru á brautum kann að vera ósanngjarnt að heimila leikmanninum ekki lausn frá rótunum. Nefndin getur valið að lýsa slíkar trjárætur á braut grund í aðgerð þar sem vítalaus lausn er veitt samkvæmt reglu 16.1b.Í sumum tilfellum þegar berar trjárætur er einnig að finna nærri brautinni getur nefndin einnig valið að lýsa slíkar trjárætur í ákveðinni fjarlægð frá brautarjaðrinum (t.d. innan fjögurra kylfulengda) sem grund í aðgerð þar sem lausn er veitt samkvæmt reglu 16.1b.Í þessu efni getur nefndin valið að takmarka lausn við truflun vegna legu boltans og fyrirhugað sveiflusvið.Fyrirmynd staðarreglu F-9„Ef bolti leikmanns er á almenna svæðinu og truflun er vegna berra trjáróta sem liggja [tilgreinið svæði vallarins, svo sem hluta almenna svæðisins sem er slegið í brautarhæð eða neðar eða í karga innan tiltekinna kylfulengda frá jaðri svæðisins sem er slegið í brautarhæð eða neðar] teljast trjáræturnar vera grund í aðgerð. Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1b.[En lausn er ekki heimil eftrjáræturnar trufla einungis stöðu leikmannsins.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-10
Dýraskemmdir
Tilgangur. Dýr kunna að valda svo útbreiddum skemmdum á vellinum að erfitt sé að merkja öll skemmd svæði sem grund í aðgerð. Einnig kunna sumar dýraskemmdir að vera undanskildar ákvæðum reglu 16.1.Þessi fyrirmynd staðarreglu sýnir hvernig nefndin getur valið að nálgast þessa hluti.Ef dýr, þar með talin skordýr, valda skemmdum á vellinum getur nefndin kosið að lýsa slíkar skemmdir grund í aðgerð þannig að lausn sé veitt samkvæmt reglu 16.1. Þetta er gert með því að skilgreina svæði eða ástand í stað þess að reyna að merkja öll skemmd svæði.Nefndin getur valið að takmarka lausnir við að skemmdirnar trufli legu boltans eða fyrirhugað sveiflusvið.Fyrirmynd staðarreglu F-10„Skemmd svæði [tilgreinið svæði vallar, svo sem almenna svæðið] af völdum [tilgreinið dýrategund] eru meðhöndluð sem grund í aðgerð þar sem lausn er heimil samkvæmt reglu 16.1b.[En lausn er ekki heimil ef skemmdin truflar einungis stöðu leikmannsins.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-11
Mauraþúfur
Tilgangur. Mauraþúfur eru lausung og þær má fjarlægja samkvæmt reglu 15.1. Þær eru ekki dýraholur sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Þó er í sumum tilfellum erfitt eða ómögulegt að fjarlægja mauraþúfur (til dæmis þegar þær eru stórar, harðar eða keilulaga). Í þeim tilfellum getur nefndin sett staðarreglu sem veitir leikmanninum kost á að meðhöndla slíka mauraþúfu sem grund í aðgerð.Ekki er nauðsynlegt að setja slíka staðarreglu vegna þúfna eldmaura því tilvist eldmaura teljast hættulegar dýraaðstæður og vítalaus lausn er veitt samkvæmt reglu 16.2.Fyrirmynd staðarreglu F-11„[Lýsing tegund mauraþúfna] mauraþúfur á vellinum eru, eftir vali leikmannsins, lausung sem má fjarlægja samkvæmt reglu 15.1 eða grund í aðgerð sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-12
Dýraskítur
Tilgangur. Úrgangur fugla eða annarra dýra er lausung sem má fjarlægja samkvæmt reglu 15.1.Hins vegar ef nefndin hefur áhyggjur af áhrifum slíks úrgangs á sanngjarnan leik getur nefndin gefið leikmönnum kost á að meðhöndla hann sem grund í aðgerð sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Ef meðhöndlun úrgangsins sem grund í aðgerð veitir ekki ávallt fulla lausn þegar bolti er á flötinni getur nefndin einnig heimilað leikmönnum að nota flatarsvipu eða svipaðan útbúnað til að fjarlægja úrganginn úr leiklínunni, vítalaust, jafnvel þótt slíkt bæti leiklínuna eða aðrar aðstæður sem hafa áhrif á höggið.Fyrirmynd staðarreglu F-12„Að vali leikmanns, er leikmanni heimilt að meðhöndla úrgang úr [tilgreinið hvaða úrgangi lausn væri veitt, til dæmis úrgangi gæsa eða hunda] annað hvort sem:
Grund í aðgerð þar sem lausn er vetitt samkvæmt reglu 16.1.
[Ef dýraúrgangur er á flötinni má leikmaðurinn einnig nota flatarsvipu sem staðsett er við flötina til að fjarlægja úrganginn úr leiklínunni. Ef slíkt bætirleiklínuna eða aðrar aðstæður sem hafa áhrif á höggið er það vítalaust samkvæmt reglu 8.1a.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-13
Skemmdir eftir dýrahófa
Tilgangur. Hófar dýra, svo sem hjarta eða elgja geta valdið skemmdum á vellinum. Þessa skemmd má lagfæra á flötinni (sjá reglu 13.1), en frí lausn fæst ekki annars staðar á vellinum. Nefndin kann að vilja heimila leikmönnum lausn frá slíkum skemmdum sem grund í aðgerð án þess að þurfa að merkja alla staðina.Þar sem lagfæra má skemmdir af völdum dýra á flötinni getur nefndin skilgreint slíkar skemmdir sem grund í aðgerð og leyft leikmönnum að lagfæra þær.Fyrirmynd staðarreglu F-13„Skemmdir sem augljóslega hafa orsakast af dýrahófum eru grund í aðgerð sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.[Hins vegar á regla 16.1 ekki við á flötinni, þar sem lagfæra má skemmdir af þessu tagi samkvæmt reglu 13.1.]Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-14
Uppsöfnun lausungar
Tilgangur. Á vissum árstímum getur lausung svo sem hrúgur af laufblöðum, fræjum eða akörnum gert leikmanni erfitt um vik að finna eða leika bolta sínum. Nefndin getur valið að meðhöndla slíkar hrúgur af lausung á almenna svæðinu eða í glompu sem grund í aðgerð sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Ekki má nota þessa staðarreglu vegna vítasvæða því lausn er ekki veitt vegna óeðlilegra vallaraðstæðna innan vítasvæða.Staðarregluna ætti að afmarka við þá holu eða þær holur þar sem vandamál myndast vegna slíkrar lausungar og taka ætti staðarregluna úr gildi eins fljótt og aðstæður leyfa.Fyrirmynd staðarreglu F-14„Við leik á [tilgreinið númer holu] eru öll svæði með tímabundinn söfnun [tilgreinið tegund lausungar] á almenna svæðinu eða í glompu meðhöndluð sem grund í aðgerð, þar sem vítalsu lausn fæst samkvæmt reglu 16.1.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-15
Sveppir á flötum
Tilgangur. Ef sveppir sem vaxa á flötum kunna að trufla leik getur nefndin lýst þá grund í aðgerð svo leikmenn geti tekið lausn samkvæmt reglu 16.1d.Fyrirmynd staðarreglu F-15„Sveppir sem eru fastir við flötina eru grund í aðgerð þar sem vítalaus lausn fæst samkvæmt reglu 16.1d.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-16
Glompa full af tímabundnu vatni
Tilgangur. Ef glompa eða margar glompur eru fullar af tímabundnu vatni, er vítalaus lausn samkvæmt reglu 16.1c hugsanlega ófullnægjandi fyrir sanngjarnan leik, þar sem leikmenn eru takmarkaðir við bestu fáanlegu lausn eða lausn utan glompu gegn einu vítahöggi. Nefndin getur valið að meðhöndla tilteknar glompur sem grund í aðgerð svo vítalaus lausn fáist utan glompunnar.Nefndi ætti eingöngu að setja slíka staðarreglu fyrir ákveðanr glompur og má ekki setja staðareglu sem gildir almennt um allar glompur fullar af tímabundu vatni sem grund í aðgerð. Rökin fyrir þessu eru að tilteknar glompur gætu breyst úr því að vera fullar af vatni í það að vera aðeins fylltar að hluta til á meðan umferð er leikin. Því væri óviðeigandi að sumir leikmenn fengju fría lausn frá glompu meðhöndlaðri sem grund í aðgerð á almenna svæðinu, þegar aðrir leikmenn þurfa að meðhöndla svæðið sem glompu ekki fulla af vatni þegar bolti þeirra hafnar í þeim.Fyrirmynd staðarreglu F-16„Glompan sem er full af tímabundnu vatni [tilgreinið staðsetningu glompunnar, til dæmis vinstra megin við 5. flöt] er grund í aðgerð á almenna svæðinu. Ekki er litið á hana sem glompu á meðan umferðin er leikin.Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1b.Allar aðrar glompur á vellinum, hvort sem í þeim er tímabundið vatn eða ekki eru sem fyrr glompur, með tilliti til golfreglnanna.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-17
Allir vegir og stígar lýstir hindranir
Tilgangur. Vegir og stígar án manngerðs ofaníburðar geta hindrað sanngjarnan leik. Nefndin kann því að velja að lýsa slíka vegi og stíga óhreyfanlegar hindranir sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Fyrirmynd staðarreglu F-17„Allir vegir eða stígar á vellinum [eða tilgreinið tilteknar tegundir og staðsetnignar], jafnvel þótt þeir hafi ekki manngert yfirborð, eru meðhöndlaðir sem óhreyfanlegar hindranir þar sem vítalaus lausn er heimil samkvæmt reglu 16.1.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-18
Lýsa hreyfanlegar hindranir óhreyfanlegar
Tilgangur. Nefndin getur valið að meðhöndla tiltekna hreyfanlega hluti á vellinum, svo sem stikur (aðrar en vallarmarkastikur] fötur og leiðarvísa, sem óhreyfanlega til að fyrirbyggja að leikmenn hreyfi þá.Nefndin ætti að huga vel að afleiðingum slíkrar staðarreglu þar sem hætta er á að hún valdi því að leikmenn brjóti reglu 8.1 með því að hreyfa hindrun sem hefur verið skilgreind óhreyfanleg.Fyrirmynd staðarreglu F-18„Allar stikur [eða tilgreinið hvaða hreyfanlegar hindranir eigi að meðhöndla sem óhreyfanlegar] á vellinum eru meðhöndlaðar sem óhreyfanlegar hindranir þar sem vítalaus laus er heimil samkvæmt reglu 16.1. Engin lausn fæst samkvæmt reglu 15.2.Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti."
F-19
Jaðarraufar nærri flötum
Tilgangur. Jaðarraufar eru stundum skornar á svuntum flata til að koma í veg fyrir að grös skríði inn á flatirnar. Þar sem erfitt getur verið að leika bolta úr slíkum raufum getur nefndin kosið að lýsa þær grund í aðgerð sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Lausn ætti aðeins að veita vegna truflunar á legu boltans eða fyrirhuguðu sveiflusviði.Fyrirmynd staðarreglu F-19„Jaðarraufar umhverfis svuntur við flatir eru grund í aðgerð. Ef bolti leikmanns liggur í eða snertir slíka rauf eða ef raufin truflar fyrirhugað sveiflusvið:(a) Boltin á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1b.(b) Bolti á (þar með talið snertir) flötinni. Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1d.En truflun er ekki til staðar ef jaðarraufin truflar eingöngu leiklínuna eða stöðu leikmannsins.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-20
Steinsteyptar drenrásir
Tilgangur. Mjóar steinsteyptar drenrásir má stundum finna á golfvöllum þar sem flóð eru algeng. Slíkar rásir geta skapað vandamál þar sem:
Þessar rásir eru vítasvæði samkvæmt golfreglunum.
Þær liggja oft meðfram stígum fyrir golfbíla og eru líkari óhreyfanlegum hindrunum en vítasvæðum.
Nefndin getur kosið að meðhöndla slíkar drenrásir sem óhreyfanlegar hindranir á almenna svæðinu frekar en sem vítasvæði.Sjá fyrirmynd staðarreglu B-4 varðandi hvenær opinn vatnsfarvegur getur verið skilgreindur sem hluti almenna svæðisins.Fyrirmynd staðarreglu F-20„Drenrásir sem eru gerðar úr manngerðu efni og liggja meðfram stígum fyrir golfbíla eru meðhöndlaðar sem óhreyfanlegar hindranir á almenna svæðinu og eru hlutar af stígnum. Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1b.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-21
Málaðar línur eða punktar
Tilgangur. Ef nefndin málar línur eða punkta á flötina eða hluta almenna svæðisins þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má nefndin lýsa slík svæði sem óeðlilegar vallaraðstæður sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1.Ef slíkar málaðar línur eða punktar trufla einungis stöðu leikmannsins er ástæðulaust að veita lausn.Nefndin getur einnig valið að tiltaka að engin vítalaus lausn fáist frá slíkum línum eða punktum.Fyrirmynd staðarreglu F-21.1„Málaðar línur eða punktar á flötinni eða á hluta almenna svæðisins sem slegið er í brautarhæð eða neðar skal meðhöndla sem grund í aðgerð þar sem vítalaus lausn fæst samkvæmt reglu 16.1.Þó er truflun ekki fyrir hendi ef máluðu línurnar eða punktarnir trufla einungis stöðu leikmannsins.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu F-21.2„Vítalaus lausn fæst ekki frá máluðum línum eða punktum [lýsið svæðinu, til dæmis, á svæðum þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar].Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-22
Tímabundnar línur og kaplar
Tilgangur. Tímabundnar línur og kaplar eru oft lögð á vellinum vegna rafmagns- eða gagnaflutnings í keppnum. Þessir kaplar geta verið á yfirborði jarðar, ofan við jörðu eða neðanjarðar. Slíkar línur eða kaplar eru yfirleitt ekki til staðar og eru ekki hluti af áskoruninni við að leika völlinn, svo nefndin getur valið að veita viðbótar lausn ef þeir trufla leik.Fyrirmynd staðarreglu F-22„Tímabundar línur og kaplar fyrir rafmagn eða fjarskipti (og mottur eða staurar þeim til stuðnings) eru hindranir:1. Ef hægt er að hreyfa línurnar tiltölulega auðveldlega og án þess að skemma hindrunina eða völlinn eru þær hreyfanlegar hindranir og leikmaður má fjarlægja þær án vítis samkvæmt reglu 15.2.2. Að öðrum kosti eru þær óhreyfanlegar hindranir þar sem vítalaus laus fæst samkæmt eftirfarandi:(a)Bolti á almenna svæðinu eða í glompu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1.(b)Bolti í vítasvæði. Reglu 16.1b er breytt til að heimila leikmanninum viðbótar möguleika á að taka vítalausa lausn frá truflun vegna þessara óhreyfanlegu hindrana innan vítasvæðis, með því að láta bolta falla innan þessa lausnarsvæðis og leika boltanum þaðan:
Viðmiðunarstaður:Næsti staður fyrir fulla lausn innan vítasvæðisins.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það verður að vera innan þess vítasvæðis sem boltinn stöðvaðist,
Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
Full lausn verður að fást frá öllum truflunum vegna óhreyfanlegu hindrunarinnar.
3. Ef það er vitað eða nánast öruggt að bolti leikmanns hitti tímabundna línu eða kapal, sem er lyft frá jörðu, verður leikmaðurinn að endurtaka höggið með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta þaðan sem fyrra högg var slegið (sjá reglu 14.6).Ef leikmaðurinn endurtekur höggið en gerir það af röngum stað fær hann almenna vítið samkvæmt reglu 14.7.Ef leikmaðurinn endurtekur ekki höggið fær hann almenna vítið og höggið gildir, en leikmaðurinn hefur ekki leikið af röngum stað.4.Grasi þaktar rásir fyrir tímabundnar línur eða kapla á almenna svæðin eru grund í aðgerð, jafnvel þótt þær séu ómerktar. Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1.Þó eru tvær undantekningar:
Undantekning 1 - Bolti hittir loftlínu sem rís frá jörðu: Ef bolti hittir hluta loftlínu sem rís frá jörðu, telur höggið og bolta skal leikið þar sem hann liggur.
Undantekning 2 - Bolti hittir línur sem styðja við tímabundna óhreyfanlega hindrun: Stög sem styðja við tímabundna óhreyfanlega hindrun (TÓH) eru hluti af TÓH og heyra ekki undir þessa staðarreglu, nema nefndin tilgreini að stögin skuli meðhöndluð sem tímabundnar loftlínur eða kaplar samkvæmt þessar staðarreglu.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-23
Tímabundnar óhreyfanlegar hindranir
Tilgangur. Þegar hindranir eru settar upp tímabundið, á eða við völlinn, ætti nefndin að tilgreina hvort þær eru hreyfanlegar hindranir (sjá reglu 15.2), óhreyfanlegar hindranir (sjá reglu 16.1) eða tímabundnar óhreyfanlegar hindranir („TÓH“).TÓH (svo sem áhorfendastúkur eða tjöld) eru venjulega ekki til staðar og eru ekki taldar hluti áskorunarinnar að leika völlinn. Þar sem þær eru tímabundnar í eðli sínu veitir þessi staðarregla viðbótar lausnarmöguleika sem ekki eru leyfðar frá óhreyfanlegum hindrunum, þótt leikmaðurinn geti samt sem áður valið að meðhöndla TÓH eins og hún væri óhreyfanleg hindrun og notað lausnarmöguleikana í reglu 16.Viðbótar lausnarmöguleikinn sem veittur er samkvæmt þessari staðarreglu er að taka lausn þegar TÓH er í beinni línu milli boltans og holunnar (þekkt sem „sjónlínutruflun) með því færa sig til hliðar, haldandi sömu fjarlægð frá holunni, þannig að TÓH sé ekki lengur á milli boltans og holunnar (einnig þekkt sem að færa sig eftir „boga jafnlengdar").Þegar leikmaður tekur lausn frá TÓH, hvort sem er samkvæmt þessari staðarreglu eða lausnarmöguleikunum í reglu 16, er leikmanninum tryggð full lausn frá áþreifanlegri truflun. En aðeins þegar viðbótar lausnarmöguleikinn samkvæmt þessar staðarreglu er notaður mun leikmanninum yfirleitt vera tryggð full lausn frá sjónlínutruflun TÓH.Hlekkur í bækling um TÓH með skýringarmyndumFyrirmynd staðarreglu F-23„ Skilgreining á TÓH: Tímabundin óhreyfanleg hindrun (TÓH) er mannvirki sem hefur verið sett upp tímabundið á eða við völlinn, oftast vegna tiltekinnar keppni, og föst eða fellur ekki að skilgreiningu á hreyfanlegri hindrun.Dæmi um TÓH eru tímabundin tjöld, áhorfendastúkur, sjónvarpsturnar og salerni.Til TÓH teljast öll stög sem tengd eru þeim, nema nefndin ákveði að líta eigi á stögin sem óhreyfanlegar hindranir eða tímabundnar loftlínur eða kapla samkvæmt fyrirmynd staðarreglu F-22.Ysti jaðar TÓH er notaður til að ákvarða hvort bolti sé undir TÓH eða hvort TÓH sé í beinni línu milli boltans og holunnar.Nota má línur og stikur til að skilgreina jaðra TÓH eða til að tengja margar TÓH saman í eina stærri TÓH.TÓH er ólík óhreyfanlegri hindrun og þessi staðarregla veitir viðbótar lausn vegna truflunar frá TÓH. Þetta þýðir að leikmaðurinn getur valið um að taka lausn, annaðhvort með:
Aðferðinni við að taka lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum samkvæmt reglu 16.1, eins og TÓH væri óhreyfanleg hindrun (þessi lausn er einnig í boði ef boltinn liggur innan vítasvæðis eða ef TÓH er út af), eða
Viðbótar lausnarmöguleikanum sem býðst samkvæmt þessari staðarreglu.
a. Hvenær lausn er heimilLausn frá TÓH er venjulega heimil þegar áhreyfanleg truflun eða truflun á sjónlínu er frá TÓH.Truflun samkvæmt þessari staðarreglu merkir að leikmaðurinn hefur:
Áþreifanlega truflun,
Sjónlínutruflun, eða
Bæði áþreifanlega truflun og sjónlínutruflun.
(1) Merking áþreifanlegrar truflunar frá tímabundinni óhreyfanlegri hindrun. Áþreifanleg truflun er fyrir hendi þegar:
Bolti leikmannsins snertir eða
liggur í eða á TÓH, eða TÓH truflar fyrirhugaða stöðu eða fyrirhugað sveiflusvið leikmannsins.
(2) Merking sjónlínutruflunar frá tímabundinni óhreyfanlegri hindrun. Sjónlínutruflun er fyrir hendi þegar:
Bolti leikmannsins snertir eða liggur í eða á TÓH, eða
TÓH er í sjónlínu leikmannsins til holunnar (þ.e. TÓH er staðsett í beinni línu milli boltans og holunnar), eða
Boltinn er innan einnar kylfulengdar, mælti í boga jafnlengdar frá holunni, frá stað þar sem TÓH myndi vera í beinni línu til holunnar (þetta svæði einnar kylfulengdar er stundum kallað „gangurinn“).
(3) Hvenær lausn er ekki í boði þótt truflun sé fyrir hendi. Ef boltinn snertir eða er í eða á TÓH er lausn alltaf í boði.Hins vegar er engin lausn í boði samkvæmt þessari staðarreglu ef boltinn hvorki snertir TÓH, er í henni né á henni og eitthvað af eftirfarandi gildir:
Frá áþreifanlegri truflun eða sjónlínutruflun:
Engin lausn er veitt ef það væri greinilega óraunsætt að leika boltanum þar sem hann liggur af einhverjum öðrum ástæðum en TÓH og aðrar reglur heimila ekki vítalaus lausn (svo sem þegar leikmaðurinn getur ekki slegið högg að boltanum því boltinn liggur inni í runna utan TÓH), og
Engin lausn er veitt ef truflunin er eingöngu vegna þess að leikmaðurinn velur kylfu, stöðu, sveiflu eða leikátt sem er greinilega óraunsætt miðað við kringumstæður, og
Frá sjónlínutruflun:
Engin lausn er veitt ef það er greinilega óraunsætt að leikmaðurinn geti leikið boltanum nógu langt til að hann nái að TÓH, og
Engin lausn er veitt ef leikmaðurinn getur ekki sýnt að hann eigi eðlilegt högg sem bæði (a) er með TÓH (þar á meðal ganginn) á leiklínu þess höggs og (b) leiði til þessað boltinn endi á beinni línu að holunni.
b. Lausn frá truflun vegna bolta á almenna svæðinuEf bolti leikmannsins er á almenna svæðinu og truflun er vegna TÓH (þar á meðal TÓH sem er út af) má leikmaðurinn taka vítalausa lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu lausnarsvæði og leika boltanum síðan af lausnarsvæðinu:
Viðmiðunarstaður:Nálægasti staður fyrir fulla lausn þar sem hvorki er áþreifanleg truflun né sjónlínutruflun.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Allt svæðið innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum, þó með þessum takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það verður að vera á almenna svæðinu,
Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
Full lausn verður að vera frá bæði áþreifanlegri truflun og sjónlinutruflun frá TÓH.
Ef áþreifanleg truflun er frá TÓH má leikmaðurinn, í stað þess að nota þessa lausnaraðferð, taka lausn samkvæmt aðferðinni við að taka lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum í reglu 16.1b, þannig að litið sé á TÓH sem óhreyfanlega hindrun. Þessi lausnaraðferð samkvæmt reglu 16.1 er einnig í boði ef boltinn liggur innan vítasvæðis eða ef TÓH er út af. Sjá f-lið þessarar staðarreglu um hvernig taka má lausn samkvæmt öðrum reglum.c. Lausn frá truflun vegna bolta í glompu eða innan vítasvæðis.Ef bolti leikmannsins er í glompu eða innan vítasvæðis og truflun er frá TÓH (þar á meðal TÓH sem er út af) má leikmaðurinn taka vítalausa lausn eða lausn gegn víti:(1)Lausn án vítis: Leikið úr glompu eða frá vítasvæði. Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn eins og lýst er í b-lið, nema að nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn þar sem truflun er ekki fyrir hendi og lausnarsvæðið verða að vera í viðkomandi glompu eða innan viðkomandi vítasvæðis.Ef enginn slíkur staður er í glompunni eða innan vítasvæðisins, þar sem truflun er ekki fyrir hendi, má leikmaðurinn samt sem áður taka lausn eins og lýst er hér að framan, með því að nota stað fyrir mestu mögulegu lausn í glompunni eða innan vítasvæðisins sem viðmiðunarstað.(2)Lausn gegn víti: Leikið úr glompu eða frá vítasvæði. Gegneinu vítahöggimá leikmaðurinn láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan þessa lausnarsvæðis og leika boltanum svo þaðan:
Viðmiðunarstaður:Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn sem er ekki nær holunni, þar sem hvorki er áþreifanleg truflun né sjónlínutruflun og sem er utan glompunnar eða vítasvæðisins.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Allt svæðið innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum, þó með þessum takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Hvaða svæði vallar sem er annars staðar en í viðkomandi glompu eða vítasvæðis eða á flötinni,
Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
Full lausn verður að vera frá bæði áþreifanlegri truflun og sjónlinutruflun frá TÓH.
Ef áþreifanleg truflun er frá TÓH má leikmaðurinn, í stað þess að nota þessa lausnaraðferð, taka lausn samkvæmt aðferðinni við að taka lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum í reglu 16.1b, þannig að litið sé á TÓH sem óhreyfanlega hindrun.Þessi lausnaraðferð samkvæmt reglu 16.1 er einnig í boði ef boltinn liggur innan vítasvæðis eða ef TÓH er út af. Ef boltinn liggur innan vítasvæðis, verða viðmiðunarstaðurinn og lausnarsvæðið að vera innan sama vítasvæðis.Sjá f-lið þessarar staðarreglu um hvernig taka má lausn samkvæmt öðrum reglum.d. Lausn þegar bolti í TÓH finnst ekkiEf bolti leikmannsins hefur ekki fundist en það er vitað eða nánast öruggt að boltinn stöðvaðist í TÓH:
Má leikmaðurinn taka lausn samkvæmt þessari staðarreglu með því að nota áætlaðan stað þar sem boltinn skar síðast jaðar TÓH á vellinum sem staðsetningu boltans, í þeim tilgangi að finna nálægasta stað fyrir fulla lausn.
Þegar leikmaðurinn hefur sett annan bolta í leik til að taka lausn á þennan hátt:
Er upphaflegi boltinn ekki lengur í leik og ekki má leika honum.
Þetta gildir jafnvel þótt boltinn finnist svo á vellinum innan þriggja mínútna leitartímans (sjá reglu 6.3b).
Hins vegar ef ekki er vitað eða nánast öruggt að boltinn stöðvaðist í TÓH verður leikmaðurinn að taka fjarlægðarlausn gegn víti (sjá reglu 18.2).e. Heimild nefndarinnar til að breyta lausnaraðferðum vegna TÓHÞegar þessi staðarregla er notuð má nefndin breyta lausnaraðferðunum í liðum b og c á annan eða báða eftirfarandi vegu:(1)Valfrjáls notkun eða skylda til að nota fallreiti. Nefndin getur leyft eða fyrirskipað að leikmaður noti fallreit sem lausnarsvæði þegar hann tekur lausn samkvæmt þessari staðarreglu. Sé það gert getur nefndin bætt fallreitnum við regluna þannig að hann sé einungis notaður vegna áþreifanlegrar truflunar, einungis vegna sjónlínutruflunar eða vegna beggja tegunda truflana.(2)Lausnaraðferð til „beggja hliða“. Nefndin getur heimilað leikmanninum að taka lausn til hinnar hliðar TÓH, til viðbótar lausnaraðferðunum í liðum b og c í þessari staðarreglu. Hins vegar á lausn til beggja hliða ekki við ef leikmaðurinn tekur lausn samkvæmt aðferðinni í reglu 16.1.f. Leikmaður má nota lausnaraðferðir samkvæmt öðrum reglum(1)Að taka lausn með því að nota aðferðir í reglu 16.1 eða þessari staðarreglu. Ef leikmaðurinn hefur áþreifanlega truflun frá TÓH eins og skilgreint er í a-lið má leikmaðurinn annaðhvort:
Taka lausn með því að nota aðferðir í reglu 16.1 eða
Nota þessa staðarreglu.
Hins vegar má hann ekki taka lausn samkvæmt öðrum kostinum og taka síðan lausn samkvæmt hinum.Ef leikmaðurinn velur að nota aðferðina við lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum samkvæmt reglu 16.1 verður hann að líta á TÓH sem óhreyfanlega hindrun og taka lausn út frá því hvar boltinn liggur:
Á almenna svæðinusamkvæmt aðferðunum í reglu 16.1b.
(2)Að taka lausn samkvæmt reglum 17, 18 eða 19. Þessi staðarregla hindrar leikmanninn ekki í að taka lausn samkvæmt reglum 17, 18 eða 19, í stað þess að taka TÓH lausn samkvæmt þessari staðarreglu.Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."
F-24
Vítalaus lausn frá óhreyfanlegri hindun innan vítasvæðis
Tilgangur. Þegar bolti leikmanns er innan vítasvæðis og truflun er frá óhreyfanlegri hindrun fæst ekki vítalaus lausn (sjá reglu 16.1a(2)). Hins vegar gætu verið tilfelli þar sem nefndin vill veita vítalausa lausn innan vítasvæðisins frá ákveðnum hindrunum.Þegar þessi staðarregla er notuð, ætti nefndin að tilgreina hvað óhreyfanlega hindrun á í hlut (frekar en að heimila lausn frá öllum óhreyfanlegum hindrunum) og á hvaða holu húna á við, ef hún á ekki við um allar holur.Fyrirmynd staðarreglu F-24Lausn frá óhreyfanlegri hindrun [tilgreinið óhreyfanlegu hiondrunina] sem er innan vítasvæðis á [tilgreinið númer holu] er heimil samkvæmt reglu 16.1b, með eftirfarandi breytingum:
Viðmiðunarstaður:Næsti staður fyrir fulla lausn skal vera innan vítasvæðisins.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það verður að vera innan þess vítasvæðis sem boltinn stöðvaðist,
Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
Full lausn verður að fást frá öllum truflunum vegna óhreyfanlegu hindrunarinnar.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-25
Næsti staður fyrir fulla lausn ákveðinn án þess að fara yfir, í gegnum eða undir óeðlilegar vallaraðstæður
Tilgangur. Stundum verður leikmaður fyrir truflun frá óeðlilegum vallaraðstæðum. svo sem mjórri girðingu eða vegg, og næsti staður fyrir fulla lausn gæti verið handan hindrunarinnar, sem gæti haft veruleg og óæskileg áhrif á niðurstöðu lausnarinnar. Þótt leikmanninum sé heimilt að mæla kylfulengd yfir eða í gegnum hluti, gæti nefndin viljað að næsti punktur fyrir fulla lausn sé ákveðinn án þess að fara yfir, gegnum eða undir óeðlilegt ástand vallar. Nefndin gæti einnig viljað nota þessa fyrirmynd staðarreglu til þess að fyrirbyggja að leikmenn megi mæla yfir eða í gegnum hlut.Fyrirmynd staðarreglu F-25.1„Þegar tekin er lausn samkvæmt reglu 16.1, skal næsti staður fyrir fulla lausn ákveðinn án þess að fara yfir, gegnum eða undir [tilgreinið óhreyfanlegu hindrunina og númer holu].Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."Fyrirmynd staðarreglu F-25.2„Þegar tekin er lausn frá [tilgreinið óeðlilegar vallaraðstæður og númer holu], skal lausnarsvæðið vera sömu megin óeðlilegu vallaraðstæðnanna og viðmiðunarpunkturinn.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
F-26
Hlið í vallarmarkagirðingum eða veggjum
Tilgangur. Ef nefndin vill banna leikmönnum að fá vítalausa lausn frá lokuðum hliðum í vallarmarka girðingum eða veggjum (svo sem þegar um inngang einkaeignar er að ræða) getur hún meðhöndlað slík hlið sem hluta af vallarmörkum í lokaðri stöðu.Afleiðingar þessara staðarreglu ætti að skoða vel af nefndinni þar sem hún gæti valdið því að leikmenn brjóti reglu 8.1 með því að hreyfa hliðið.Fyrirmynd staðarreglu F-26„Öll lokuð hlið sem eru áföst vallarmörkum eða girðingum eru hluti vallarmarkahlutar. Lausn er ekki heimil frá slíku hliði samkvæmt reglu 15.2 eða 16.1.Hins vegar er opið hlið ekki meðhöndlað sem hluti af vallarmarkahlut og má loka því eða hreyfa í aðra stöðu"
G
Takmarkanir á notkun tiltekins útbúnaðar
G-1
Skrá yfir samþykkta hausa teigtrjáa
Tilgangur. Til að eyða öllum vafa um að teigtré sem notuð eru í keppni séu samþykkt getur nefndin krafist þess að leikmenn noti einungis teigtré með hausa sem hafa verið metnir og staðfest hefur verið að uppfylli kröfur útbúnaðarreglnanna. Lista yfir staðfesta hausa teigtrjáa má finna á vefsíðu RandA.org.Mælt er með að þessi staðarregla sé einungis notuð í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna). Jafnvel þótt þessi staðarregla sé ekki í gildi verða öll teigtré að uppfylla kröfur útbúnaðarreglnanna.Fyrirmynd staðarreglu G-1„Sérhvert teigtré sem leikmaður notar til að slá högg verður að vera með kylfuhaus, auðkenndum með gerð og fláa, sem er á gildandi lista R&A yfir samþykkta kylfuhausa.Listinn er uppfærður reglulega og má finna á vefsíðunni RandA.org.Undantekning - Hausar teigtrjáa frá því fyrir 1999: Teigtré með kylfuhaus sem var framleiddur fyrir 1999 eru undanþegin þessari staðarreglu.Víti fyrir að sláhöggmeð kylfu í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun.Það er vítalaust samkvæmt þessari staðarreglu að bera kylfu með ósamþykktum kylfuhaus, án þess að slá högg með henni.“
G-2
Kröfur til grópa og doppa
Tilgangur. Þann 1. janúar árið 2010 voru útbúnaðarreglurnar endurskoðaðar og nýjar kröfur gerðar um grópir og doppur á öllum kylfum öðrum en teigtrjám og pútterum. Þar til fjögurra ára fyrirvari er gefinn, þurfa kylfur sem framleiddar voru fyrir 2010 ekki að uppfylla þessar kröfur.Þó getur nefndin kosið að setja staðarreglu sem skyldar leikmenn til að nota einungis kylfur sem uppfylla allar kröfurnar í gildandi útbúnaðarreglum. Mælt er með að slíkri staðarreglu sé einungis beitt í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna).Á vefsíðunni RandA.org má finna gagnagrunn sem aðstoðar við að ákvarða hvaða kylfur megi nota.Fyrirmynd staðarreglu G-2„Við að slá högg verður leikmaðurinn að nota kylfur sem uppfylla kröfur útbúnaðarreglnanna frá 1. janúar 2010 um grópir og doppur.Á vefsíðunni RandA.org má finna gagnagrunn um brautartré, blendingskylfur, fleygjárn og aðrar járnakylfur sem hafa verið prófaðar með tilliti til gildandi útbúnaðarreglna.Víti fyrir að slá högg með kylfu í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun.Það er vítalaust samkvæmt þessari staðarreglu að bera kylfu sem uppfyllir ekki þessar kröfur um grópir og doppur, án þess að slá högg með henni.“
G-3
Listi samþykktra golfbolta
Tilgangur. Til að eyða öllum vafa um að boltar sem notaðir eru í keppni séu samþykktir getur nefndin krafist þess að leikmenn noti einungis bolta sem hafa verið metnir og staðfest hefur verið að uppfylli kröfur útbúnaðarreglnanna.Lista yfir staðfesta golfbolta má finna á vefsíðunni RandA.org og er hann uppfærður mánaðarlega.Jafnvel þótt þessi staðarregla sé ekki í gildi verða allir boltar að uppfylla kröfur útbúnaðarreglnanna.Fyrirmynd staðarreglu G-3„Allir boltar sem notaðir eru við að slá högg verða að vera skráðir á lista R&A yfir samþykkta golfbolta.Listinn er uppfærður reglulega og má finna á vefsíðunni RandA.org.Sé bolti, sem er ekki á lista yfir samþykkta bolta, látinn falla, lagður eða lagður aftur, en ekki enn verið leikið, má leikmaðurinn leiðrétta mistökin vítalaust samkvæmt reglu 14.5.Víti fyrir að slá högg að bolta sem er ekki á nýjasta lista samþykktra bolta í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun."
G-4
Regla um einn bolta
Tilgangur. Til að koma í veg fyrir að leikmaður noti bolta með ólíka leikeiginleika, eftir eðli hverrar holu eða höggs sem leikið er í umferðinni, getur nefndin krafist þess að leikmaður noti einungis eina tegund bolta sem er á lista yfir samþykkta golfbolta.Litið er á hverja einstaka skráningu á listanum yfir samþykkta golfbolta sem ólíkan bolta. Litið er á bolta í ólíkum lit en með sömu merkingum sem ólíka bolta.Mælt er með að þessi staðarregla sé einungis notuð í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna).Fyrirmynd staðarreglu G-4„Á meðan umferð er leikin verður leikmaðurinn að slá öll högg að bolta af sömu tegund og gerð, eins og hún er skráð í einni færslu í gildandi skrá yfir samþykkta golfbolta.Sé bolti af annarri tegund og/eða gerð látinn falla, lagður eða lagður aftur, en ekki enn verið leikið, má leikmaðurinn leiðrétta mistökin vítalaust samkvæmt reglu 14.5. Til að leiðrétta mistökin verður leikmaðurinn að nota bolta af sömu tegund og gerð og hann hóf umferðina.Ef leikmaðurinn uppgötvar að hann hafi leikið bolta sem brýtur í bága við þessa staðarreglu verður hann að hætta notkun boltans áður en hann leikur frá næsta teig og ljúka umferðinni með bolta af sömu tegund og gerð og hann notaði við upphaf umferðarinnar; annars hlýtur leikmaðurinnfrávísun.Ef þetta uppgötvast við leik á holu má leikmaðurinn ljúka þeirri holu með boltanum sem leikið er í andstöðu við þessa reglu eða leggja bolta af réttri tegund og gerð á staðinn þaðan sem boltanum sem brýtur í bága við staðarregluna var lyft.Víti fyrir að slá högg að bolta andstætt þessari staðarregluLeikmaðurinn færeitt vítahöggvíti fyrir hverja holu sem hann fer að andstætt þessari staðarreglu “
G-5
Bann við notkun fjarlægðarmæla
Tilgangur. Þótt regla 4.3 heimili leikmönnum að nota útbúnað til fjarlægðarmælinga (með ákveðnum takmörkunum) getur nefndin valið að banna notkun rafeindatækja til fjarlægðarmælinga.Fyrirmynd staðarreglu G-5„Reglu 4.3a(1) er breytt þannig:Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki öðlast upplýsingar um fjarlægðir með notkun rafeindatækja til fjarlægðarmælinga.Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá refsingar við reglu 4.3.”
G-6
Bann við notkun vélknúinna ökutækja
Tilgangur. Nefndin getur valið að banna leikmönnum að ferðast á vélknúnu ökutæki, svo sem golfbílum, á meðan umferð er leikin. Þetta er viðeigandi þegar nefndin telur göngu vera óaðskiljanlegan hluta þess að leika í keppninni eða þegar hún telur að notkun vélknúinna ökutækja kynni að valda hættu eða gæti skemmt völlinn.Við beitingu þessarar staðarreglu getur nefndin leyft takmarkaða notkun vélknúinna ökutækja, til dæmis til að ferja leikmenn frá einni holu til annarrar þegar langt er á milli holanna eða leyft meðlimum nefndarinnar að skutla leikmanni þegar hann þarf að taka eða hefur tekið fjarlægðarvíti.Ef leikmaður þiggur far án leyfis nefndarinnar getur nefndin fellt vítið niður ef hún hefði leyft leikmanninum að þiggja far undir þessum kringumstæðum. Til dæmis, ef leikmaður sem týndi bolta sínum og þarf að fara aftur á teiginn þiggur far frá sjálfboðaliða þegar enginn fulltrúi nefndarinnar var tiltækur gæti nefndin fellt vítið niður ef hún hefði leyft leikmanninum að þiggja farið.Hins vegar, þegar staðarreglan bannar að ferðast sé á vélknúnu ökutæki er það kjarni staðarreglunnar að leikmenn skuli ganga allan völlinn. Því ætti ekki að heimila akstur ef leikmaðurinn hefur fengið far áfram völlinn og hann hefur ekki þegar gengið þá vegalengd. Til dæmis, ef leikmaður stoppar til að kaupa sér nesti eftir að hafa slegið teighögg og þiggur síðan far frá sjálfboðaliða áfram að bolta sínum ætti ekki að fella vítið niður.Fyrirmynd staðarreglu G-6„Á meðan umferð er leikin má leikmaður eða kylfuberi ekki ferðast á neinu vélknúnu ökutæki nema eins og leyft er, eða síðar staðfest, af nefndinni.[Leikmanni sem mun taka, eða hefur tekið, fjarlægðarlausn gegn víti er alltaf heimilt að ferðast á vélknúnu ökutæki.][Leikmenn og kylfuberar mega ferðast á skutlum milli hola [tilgreinið númer holu] og [tilgreinið númer holu].]Víti fyrir brot á staðarreglu:Leikmaðurinn fær almenna vítið, sem beitt er á hverja holu þar sem leikmaðurinn brýtur þessa staðarreglu. Ef brot á sér stað milli tveggja hola, þá færist refsingin á næstu holu."
G-7
Bann við notkun tiltekinna skótegunda
Tilgangur. Til að verja völlinn fyrir skemmdum getur nefndin bannað notkun skóbúnaðar með málmgöddum eða hefðbundnum göddum.Nefndin getur einnig bannað notkun annars skóbúnaðar sem getur valdið óæskilegum skemmdum.Fyrirmynd staðarreglu G-7„Reglu 4.3a er breytt þannig:Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki slá högg meðan hann klæðast skóm með:
Hefðbundnum göddum – þ.e. göddum með einum eða fleiri broddum sem hannaðir eru til að stingast djúpt í yfirborð jarðarinnar (hvort sem gaddarnir eru úr járni, keramiki, plasti eða öðrum efnum); eða
Göddum af einhverri gerð sem eru að hluta til eða öllu leiti gerðir úr málmi, ef málmurinn getur komist í snertingu við völlinn.
Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá refsingar við reglu 4.3.”
G-8
Bann eða takmörkun á notkun hljóð og myndbandstækja
Tilgangur. Regla 4.3(4) heimilar leikmanni að nota útbúnað til að hlusta á hljóð eða horfa á myndefni, ótengdu keppninni sem er í gangi. Þó getur nefndin sett staðarreglu sem alfarið bannar notkun hljóð- eða myndbandstækja á meðan umferð er leikin.Fyrirmynd staðarreglu G-8„Reglu 4.3a(4) er breytt þannig: Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki hlusta á eða horfa á nokkurt efni á eigin hljóð-eða myndbandstæki.Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá refsingar við reglu 4.3.”
G-9
Brotinni eða verulega skemmdri kylfu skipt út fyrir svipaða kylfu
Tilgangur. Regla 4.1a(2) heimilar leikmanni að lagfæra eða skipta út kylfu sem hefur skemmst á meðan umferð stendur, nema þegar um misnotkun er að ræða. Nefndin má þó setja staðarreglu sem takmarkar útskiptin við tilfelli þar sem kylfan er brotin eða verulega skemmd.Fyrirmynd staðarreglu G-9„Regla 4.1a(2) á við en er breytt þannig:1. Kylfa sem er skemmd af leikmanni eða kylfubera hans meðan umferð er leikin eða meðan leikur er stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a má eingöngu skipta út ef skemmdin var ekki af völdum misnotkunar og ef kylfan er brotin eða verulega skemmd.Með tilgang þessarar reglu í huga, eru eftirfarandi dæmi um kylfu sem er„brotin eða verulega skemmd":Skaft:
Skaftið er í bútun, eða er bogið, beyglað, skakkt eða flísað úr því.
Kylfuhaus (nema höggflötur):
Kylfuhausinn er augljóslega sprunginn eða verulega afmyndaður (en ekki þegar hann er eingöngu rispaður, högginn eða með smá beyglur),
Kylfuhausinn er laus eða ekki lengur áfastur skaftinu eða
Hluti inni í kylfuhausnum er laus (svo sem þegar heyra má skrölt).
Höggflötur:
Höggflöturinn er sýnilega sprunginn eða aflagaður (þar með talið þegar flísasthefur úr eða minniháttar beygla, en ekki ef hann er einungis rispaður).
Grip:
Gripið eða hluti þess er laus.
2. Til þess að tryggja að röð kylfanna sé viðhaldið, þá verður nýja kylfan að fylla skarðið sem myndaðist þegar brotna eða skemmda kylfan var tekin úr leik.Víti fyrir brot á staðarreglunni - Sjá reglu 4.1b.”(Breytt í janúar 2025)
G-10
Bann við að nota kylfur lengri en 46 tommur
Tilgangur. Til að takmarka hámarks leyfða kylfulengd, má nefndin velja að setja staðarreglu sem takmarkar hámarks lengd kylfu, annarra er púttera, við 46 tommur.Frávik mælinga sem nemur 0,20 tommum er leyfð umfram 46 tommur.Til skýringa á mælingu kylfu, sjá mynd 3 í hluta 2.1c í útbúnaðarreglunum.Mælt er með að þessi staðarregla sé einungis notuð í keppni mjög leikinna kylfinga (þ.e. í keppni atvinnumanna og í keppni bestu áhugamanna).Til að koma í veg fyrir vafaatriði, þegar þessi fyrirmynd staðarreglu er í gildi, er beiting undanþágu vegna líkamlegra ástæðna til að nota lengri kylfur en 46 tommur ekki tiltæk.Fyrirmynd staðarreglu G-10„Við að slá högg má leikmaðurinn ekki nota kylfu, pútter undanskilinn, sem er lengri en 46 tommur.Víti fyrir að slá högg með kylfu í andstöðu við þessa staðarreglu: Frávísun.Það er vítalaust samkvæmt þessari staðarreglu að bera kylfu sem uppfyllir ekki þessar kröfur um lengd, án þess að slá högg með henni.“
G-11
Takmarkanir varðandi flatarupplýsingar
Tilgangur. Regla 4.3, og sérstaklega skýring 4.3a/1, takmarkar stærð og upplausn nákvæmra flatarkorta. Til að trygga að leikmenn og kylfuberar noti eingöngu augu og tilfinningar til að aðstoða við lestur leiklínu á flöt, má nefndin setja frekari takmarkanir á notkun slíkra leiðbeininga við leik umferðarinnar, þannig að leikmenn megi eingöngu nota efni sem samþykkt hefur verið til notkunar í keppninni.Þessi staðarregla er einungis ætluð fyrir keppni mjög leikinna kylfinga og aðeins í keppnum þar sem raunhæft er að nefndin geti sinnt slíkri samþykktarvinnu á vallarvísi.Þegar þessi staðarregla er kynnt er nefndin ábyrg fyrir því að samþykkja vallarvísi sem leikmenn megi nota, og að samþykktur vallarvísir innihaldi myndir af flötum með takmörkuðum upplýsingum (svo sem miklum halla, pöllum eða merktum brúnum flata).Leikmenn og kylfuberar mega bæta handskrifuðum athugasemdum við vallarvísinn til að hjálpa þeim við að lesa leiklínu á flöt, svo fremi sem þær athugasemdir séu heimilar samkvæmt þessari staðarreglu.Fyrirmynd staðarreglu G-11„Reglu 4.3a er breytt þannig:Á meðan umferð er leikin má leikmaður aðeins nota vallarvísi samþykktan af nefndinni. Þessi takmörkun á einnig við um önnur kort af vellinum, þar með talið holustaðsetningarblað.Viðbótar takmarkanir eiga við um handskrifaðar athugasemdir og annað efni sem gæti aðstoðað við lestur leiklínu á flötinni:
Bæta má við handskrifuðum athugasemdum við samþykktan vallarvísi eða samþykkt holustaðsetningarblað fyrir eða á meðan umferð er leikin af leikmanninum eða kylfubera hans eingöngu og eru takmarkaðar við upplýsingar sem leikmaðurinn eða kylfuberinn öfluðu sér.
Handskrifaðar athugasemdir mega innihalda upplýsingar sem aflað var með eigin reynslu leikmannsins eða kylfubera hans af vellinum eða með því að horfa á sjónvarpsútsendingu, en eru takmarkaðar við upplýsingar fengnar:
Við að horfa á bolta sem rúllað var eða leikið (hvort sem er af leikmanninum, kylfuberanum eða einhverjum öðrum) eða
Með eftirtekt eða tilfinningu leikmannsins eða kylfuberans fyrir flötinni.
Þessar viðbótar takmarkanir á handskrifaðar athugasemdir eða annað efni eiga ekki við um upplýsingar þegar þær gætu ekki aðstoðað leikmanninn við að lesa leiklínuna á flötinni (svo sem handskrifaðar eða prentaðar upplýsingar um sveifluhufleiðingar eða lista yfir högglengd leikmannsins með hverri kylfu).Ef leikmaður notar við leik umferðar:
Vallarvísi, önnur kort af vellinum eða blað með holustaðsetningum sem hefur ekki verið samþykkt af nefndinni,
Samþykktan vallarvísi eða samþykkt blað yfir holustaðsetningar sem innihalda handskrifaðar athugasemdir fengnar á hátt sem ekki er heimilaður, eða
Hvað annað efni sem gæti aðstoðað við lestur leiklínunnar á flötinni (hvort sem er á tiltekinni flöt eða flötum almennt),
er leikmaðurinn brotlegur við þessa staðarreglu.„Að nota" merkir að líta á:
Einhverja blaðsíðu vallarvísis eða annars korts af vellinum eða blað yfir holustaðsetningar sem ekki hefur verið samþykkt af nefndinni, eða
Eitthvað af eftirfarandi þegar það gæti aðstoðað leikmanninn eða kylfuberann við að lesa leiklínuna á flötinni:
Blaðsíðu í samþykktum vallarvísi eða samþykktu blaði með holustaðsetningum sem inniheldur handskrifaðar athugasemdir eða upplýsingar sem ekki voru fengnar á leyfilegan máta eða
Eitthvað annað efni.
Víti fyrir brot á þessari staðarreglu:
Víti fyrir fyrsta brot: Almennt víti
Víti fyrir annað brot: Frávísun."
Aðrar heimildir:Til að skoða skjal sem fjallar nánar um orðalag þessarar fyrirmyndar staðarreglu eða viðbótar leiðbeiningar, smelltu hér.
G-12
Bann við notkun efnis til aðstoðar við lestur leiklínu fyrir högg á flöt
Tilgangur. Skýring 4.3a/1 takmarkar stærð og upplausn nákvæmra flatarkorta og sambærilegs rafræns efnis sem leikmaður kann að nota við leik umferðar til að aðstoða við mat á leiklínu á flötinni. Með þessu er reynt að tryggja að hæfni leikmannsins við að meta yfirborð flatarinnar sé óaðskiljanlegur hluti þess að pútta. En nefndin getur valið að setja enn frekari áherslur á mat, hæfni og getu leikmannsins við að lesa leiklínu á flötinni með því að banna notkun á ölllu efni sem nota má í þessum tilgangi.Fyrirmynd staðarreglu G-12„Reglu 4.3a er breytt þannig:Meðan umferð er leikin má leikmaður ekki nota neitt skrifað, prentað, rafrænt eða stafrænt efni til aðstoðar við lestur leiklínu hans fyrir nokkurt högg sem slegið er á flötinni.Víti fyrir brot á þessari staðarreglu:
Víti fyrir fyrsta brot: Almennt víti
Víti fyrir annað brot: Frávísun."
Aðrar heimildir: Til að skoða skjal með viðbótar leiðbeiningar um FS G-12, smelltu hér.
H
Að skilgreina hverjir megi aðstoða eða ráðleggja leikmönnum
H-1
Notkun kylfubera bönnuð eða skylduð. Takmörkun á vali kylfubera
Tilgangur. Nefndin getur valið breyta reglu 10.3 til að
Banna notkun kylfubera.
Skylda leikmenn til að nota kylfubera eða
Takmarka kosti leikmanna við val á kylfubera (til dæmis að banna atvinnumenn sem kylfubera, foreldra eða skyldmenni, aðra leikmenn í keppninni og svo framvegis).
Fyrirmynd staðarreglu H-1.1Ef kylfuberar eru bannaðir:„Leikmaður má ekki nota kylfubera á meðan umferðin er leikin.Víti fyrir brot á staðarreglu
Leikmaðurinn fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem hann naut aðstoðar kylfubera.
Ef brotið á sér stað eða heldur áfram á milli hola fær leikmaðurinn almenna vítið á næstu holu."
Fyrirmynd staðarreglu H-1.2 Ef takmarka á hverja leikmenn geta valið sem kylfubera:„Leikmaður má ekki nota [tilgreinið hverjir mega ekki vera kylfuberar, til dæmis foreldri eða forráðamaður] sem kylfubera á meðan umferð er leikin.Víti fyrir brot á staðarreglu:
Leikmaðurinn fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem hann naut aðstoðar slíks kylfubera.
Ef brotið á sér stað eða heldur áfram á milli hola fær leikmaðurinn almenna vítið á næstu holu."
Fyrirmynd staðarreglu H-1.3Ef skylt er að nota kylfubera:„Leikmaður verður að nota kylfubera á meðan umferðin er leikin.Víti fyrir brot á staðarreglu:Leikmaðurinn fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem hann naut ekki aðstoðar kylfubera."
H-2
Tilnefning ráðgjafa í sveitakeppnum
Tilgangur. Samkvæmt reglu 24.4a má nefndin leyfa hverri sveit í sveitakeppni, þar með talið þar sem bæði er keppt í sveitakeppni og keppni einstaklinga, að tilnefna einn eða tvo einstaklinga sem mega gefa liðsmönnum sveitarinnar ráð á meðan þeir leika á vellinum:
Tilkynna þarf nefndinni hver „ráðgjafinn" er áður en hann gefur ráð.
Nefndin getur takmarkað hverskonar ráð ráðgjafinn má veita (svo sem að banna ráðgjafanum að benda á leiklínu þegar boltinn er á flötinni).
Nefndin má banna ráðgjöfum að fara inn á tiltekna hluta vallarins (svo sem flatir).
Nefndin ætti ekki að heimila tvo ráðgjafa fyrir hverja sveit nema fyrirkomulag keppninnar réttlæti það, til dæmis í keppnum þar sem kylfuberar eru ekki leyfðir eða þegar mjög margir leikmenn eru í hverri sveit.
Nefndin ætti að ákvarða viðeigandi víti fyrir brot ráðgjafa. Þetta getur verið víti á tiltekinn leikmann sem naut aðstoðar á óheimilaðan hátt eða heildarvíti á sveitina, til dæmis tvö aukahögg á skor sveitar í höggleik.
Fyrirmynd staðarreglu H-2„Sérhver sveit má tilnefna [einn/tvo] ráðgjafa sem leikmenn sveitarinnar mega biðja um ráð og þiggja ráð frá á meðan umferð er leikin. Sveitin verður að tilkynna hvern ráðgjafa til nefndarinnar áður en einhver leikmaður í sveitinni byrjar umferð sína. [Sveitin má skipta um ráðgjafa á meðan umferðin er leikin en þarf að tilkynna það nefndinni.][Ráðgjafinn má ekki benda á leiklínu [eða stíga inn á flötina] þegar bolti einhvers úr sveitinni liggur á flötinni.Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 10.2.]”
H-3
Takmarkanir á hver geti verið liðsstjóri
Tilgangur. Samkvæmt reglu 24.3 getur nefndin takmarkað hverjir megi vera liðsstjórar í sveitakeppnum og samkvæmt reglu 24.4a sett reglur um hátterni liðsstjóra. Þegar ráðgjafar eru leyfðir (sjá fyrirmynd staðarreglu H-2) getur liðsstjóri einnig verið ráðgjafi.Fyrirmynd staðarreglu H-3„Liðsstjóri verður að vera [tilgreinið takmarkanir, svo sem félagi í sama klúbbi].“
H-4
Litið á ráðgjafa sem hluta liðs leikmanns
Tilgangur. Nefndin getur ákveðið að ráðgjafi hafi sömu stöðu og meðlimur liðsins til að tryggja að golfreglurnar nái til athafna ráðgjafans (svo sem að leikmaðurinn fá víti samkvæmt reglu 9.4 ef ráðgjafinn er valdur að hreyfingu boltans).Fyrirmynd staðarreglu H-4„Ráðgjafinn hefur sömu stöðu og meðlimur liðsins með tilliti til allra í sveitinni.”
H-5
Ráðlegging Liðsfélagar í sama ráshópi
Tilgangur. Ef skor leikmanns í höggleikskeppni gildir aðeins sem hluti skors liðs getur nefndin, samkvæmt reglu 24.4c, sett staðarreglu sem heimilar liðsfélögum í sama ráshópi að gefa hver öðrum ráð, jafnvel þótt þeir séu ekki samherjar.Fyrirmynd staðarreglu H-5„Reglu 10.2 er breytt þannig:Þegar tveir leikmenn úr sömu sveit eru í sama ráshópi mega leikmennirnir biðja um ráð og þiggja ráð hvor frá öðrum á meðan umferðin er leikin.”
I
Skilgreina hvenær og hvar leikmenn mega æfa
I-1
Æfing fyrir umferð
Tilgangur. Regla 5 fjallar um æfingu á vellinum fyrir, á meðan eða á milli umferða í keppni:
Holukeppni (regla 5.2a). Leikmenn í holukeppni mega æfa á vellinum fyrir og á milli umferða þar sem þeir hafa að jafnaði sömu möguleika á að æfa sig, því þeir leika á sama tíma.
Höggleikur (regla 5.2b). Leikmenn mega ekki æfa á vellinum samdægurs fyrir umferð í keppni því þeir hafa hugsanlega ekki sömu möguleika á að æfa sig, þar sem þeir leika venjulega í ólíkum ráshópum á ólíkum tíma. Þó er þeim heimilt að æfa sig á keppnisdegi eftir að þeir hafa lokið leik þann dag.
Holukeppni og höggleikur (regla 5.5b). Eftir að hafa lokið leik um holu og áður en leikur um næstu holu hefst, má leikmaður æfa pútt og vipp á eða við flöt síðustu holu, teig næstu holu eða á sérhverri æfingaflöt.
Að mörgu er að huga varðandi hvort leyfa eigi æfingu á vellinum, svo sem jafnræði keppenda, hugsanlegar truflanir við uppsetningu og viðhald vallarins, tíma sem er til reiðu fyrir eða á milli umferða og hugsanlega óskum um að hvetja keppendur eða leyfa þeim að leika á vellinum utan keppninnar.Af þessum og öðrum ástæðum getur nefndin valið að setja staðarreglu sem breytir þessum almennu reglum með því annaðhvort að leyfa eða banna alfarið æfingu eða að takmarka hvenær, hvar og hvernig slík æfing má fara fram.Fyrirmynd staðarreglu I-1.1„Reglu 5.2a er breytt þannig:Leikmaður má ekki æfa á keppnisvellinum fyrir eða á milli umferða.[Eða, ef æfing er leyfð en með takmörkuðum hætti: Lýsið þeim takmörkunum og hvenær, hvar og hvernig leikmaður má æfa á vellinum.]Víti fyrir brot á þessari staðarreglu:Víti fyrir fyrsta brot: Almennt víti(sem er beitt á fyrstu holu leikmannsins).Víti fyrir annað brot: Frávísun."Fyrirmynd staðarreglu I-1.2„Reglu 5.2b er breytt þannig:Leikmaður má æfa á keppnisvellinum fyrir eða á milli umferða."[Eða, ef æfing er leyfð en með takmörkuðum hætti: Lýsið þeim takmörkunum og hvenær, hvar og hvernig leikmaður má æfa á vellinum.][Eða, ef æfing á vellinum er alfarið bönnuð, bæði fyrir og á milli umferða: „Leikmaður má ekki æfa á keppnisvellinum fyrir eða á milli umferða."]
I-2
Að banna æfingu á eða nærri síðustu flöt
Tilgangur. Regla 5.5b leyfir leikmanni, á milli hola, að æfa pútt og vipp á og nærri flöt síðustu holu. Ef þetta kann að hafa áhrif á leikhraða eða af öðrum ástæðum (svo sem að æfa pútt að holustaðsetningu sem á eftir að nota) getur nefndin kosið að banna slíka æfingu. Nefndin getur einnig bannað leikmönnum að pútta eða vippa á eða nærri sérhverri æfingaflöt milli hola. Fyrirmynd staðarreglu I-2„Reglu 5.5b er breytt þannig:Á milli hola má leikmaður ekki:
Slá nein æfingahögg á eða nærri flöt holunnar sem hann var að ljúka, eða
Prófa yfirborð flatarinnar með því að nudda flötina eða rúlla bolta.
[Slá nein æfingahögg á eða nærri nokkurri æfingaflöt]
Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti."
J
Ferli vegna slæms veðurs og frestunar leiks
J-1
Aðferðir við að stöðva leik og hefja leik að nýju
Tilgangur. Regla 5.7b krefst þess af leikmönnum að þeir stöðvi leik þegar í stað ef nefndin lýsir yfir tafarlausri frestun leiks. Nefndin ætti að nota ótvíræða aðferð við að upplýsa leikmenn um tafarlausa frestun.Eftirfarandi merki eru venjulega notuð og mælt er með að nefndin geri það einnig ef kostur er:Tafarlaus frestun leiks: Eitt langt flaut. Venjuleg frestun leiks: Þrjú flaut, endurtekin. Leikur hafinn að nýju: Tvö stutt flaut, endurtekin.Fyrirmynd staðarreglu J-1„Frestun leiks vegna hættulegra aðstæðna verður tilkynnt með [bætið við lýsingu]. Öll önnur frestun leiks verður tilkynnt með [bætið við lýsingu]. Í öllum tilvikum verður tilkynnt um að leikur hefjist aftur með [bætið við lýsingu]. Sjá reglu 5.7b.”
J-2
Að fjarlægja tímabundið vatn
Tilgangur. Nefndin getur ákveðið að setja reglu til að skýra hvað eðlilegt væri að nefndarmenn, fulltrúar nefndarinnar (til dæmis vallarstarfsmenn) eða leikmenn megi gera til að fjarlægja tímabundið vatn á flötinni.Fyrirmynd staðarreglu J-2„Ef bolti leikmanns liggur á flötinni og truflun er vegna tímabundins vatns á flötinni má leikmaðurinn:
[Láta skafa flötina þegar bolti liggur við flötina á einhverju svæði vallarins, en aðeins þegar nefndin heimilar.]
Slíka sköfun ætti að framkvæma þvert á leiklínuna og hana ætti að framkvæma hæflega langt aftur fyrir holuna (þ.e. að minnsta kosti eina sköfubreidd) og hún má einungis vera framkvæmd af [tilgreinið hverjir megi skafa, t.d. vallarstarfsmenn].”
K
Leikhraðareglur
Til að hvetja til og framfylgja góðum leikhraða ætti nefndin að setja staðarreglu sem lýsir leikhraðastefnu. Eftirfarandi fyrirmyndir staðarreglna eru dæmi um hvernig nefndin getur ákveðið að takast á við leikhraðavandamál. Nefndin getur sett aðrar staðarreglur sem taka mið af fáanlegum aðföngum og því eru þessi dæmi ekki tæmandi.Önnur dæmi um mögulegar leikhraðareglur má sjá á vefsíðunni RandA.org.
K-1
Hámarkstími til að leika alla umferðina eða hluta hennar
Tilgangur. Í keppnum þar sem fáir eða engir dómarar eru á vellinum getur verið æskilegt að setja einfalda staðarreglu þar sem nefndin setur tímamörk sem hún telur viðeigandi fyrir keppendur til að ljúka umferðinni og/eða tilteknum fjölda hola. Þessi tímamörk geta verið breytileg eftir fjölda í ráshópi og leikformi. Ef ráshópur fer fram yfir tímamörkin og er úr stöðu á vellinum geta allir leikmenn í ráshópnum fengið víti.Fyrirmynd staðarreglu K-1„Ef ráshópur lýkur umferðinni [eða tilgreinið fjölda hola] meira en einu rástímabili á eftir ráshópnum á undan og á meira en [tilgreinið tíma, til dæmis 3 klukkustundum og 45 mínútum] frá rástíma [eða tilgreinið eftir þörfum], fá allir leikmenn í ráshópnumeitt högg í víti [eða tilgreinið eftir þörfum].”
K-2
Leikhraðareglur fyrir hverja holu og hvert högg
Tilgangur. Í keppnum þar sem nægilegur fjöldi starfsmanna er á vellinum getur nefndin sett leikhraðareglur sem leyfa ákveðinn tíma til að ljúka hverri holu og ef leikmenn fara fram yfir þann tíma, hámarkstíma fyrir hvert högg.Fyrirmynd staðarreglunnar hér á eftir er dæmi um leikhraðareglu fyrir höggleikskeppni þar sem hver leikmaður er tímamældur ef ráshópurinn er úr stöðu.Aðra uppbyggingu víta sem nota má í leikhraðareglum má sjá í fyrirmynd staðarreglu K-3.Möguleikar á að vear úr stöðuRáshópur er úr stöðu þegar leiktími hans er yfir þeim tíma sem hefur verið úthlutað fyrir holurnar sem hafa verið leiknar og er ekki í stöðu gagnvart ráshópnum á undan. Þegar skilgreint er hvenær ráshópur er úr stöðu ættu leikhraðareglurnar að tilgreina hvenær ráshópur er úr stöðu með tilliti til ráshópsins á undan.Reglan sem sett er fram í fyrirmynd staðarreglu K-2 skilgreinir úr stöðu þegar ráshópurinn er meira en sem nemur einu rástímabili á eftir ráshópnum á undan honum. Hins vegar gæti skilgreiningin á hvenær ráshópur er úr stöðu verið byggð á samhengi við ráshópsins á undan:
Allir leikmenn í ráshópnum á undan hafa leikið teighögg á næstu holu á undan áður en hópurinn kemur á teig á par 3 holu, eða
Par 4 eða par 5 hola er auð áður en allir í ráshopnum hafa lokið leik af teignum.
Tími til að slá höggÞegar ráshópur er tímamældur verður hver leikmaður að slá högg sitt innan tilgreinds tíma. Nefndin getur sett þá kröfu að öll högg séu slegin innan sama tíma eða getur notað annað orðalag, samanber hér á eftir, sem leyfir viðbótartíma fyrir fyrsta leikmann til að slá frá tilteknum svæðum, svo sem af teignum eða á flötinni.Fall á tímamælingu í höggleikskeppni sem er fleiri en ein umferðÍ höggleikskeppni, sem er meira en ein umferð, má nefndin ákveða að fall á tímamælingu færist milli umferða keppninnar. Til dæmis, ef leikmaður fellur á tímamælingu samkvæmt staðarreglu í fyrstu umferð, þá yrði fall á tímamælingu í seinni umferð hans annað fall á tíma og refsing fyrir fall númer tvö ætti við.Það væri ekki viðeigandi að fall á tíma flyttist frá höggleik yfir í holukeppni eða frá einum leik til þess næsta í holukeppni.Fyrirmynd staðarreglur K-2„ Hámarks leyfilegur tímiHámarks leyfilegur tími er hámarkstími sem nefndin telur nauðsynlegan fyrir ráshópa að ljúka umferðinni. Þessum tíma er lýst sem tíma fyrir hverja holu og uppsöfnuðum tíma og felur í sér allan tíma sem það tekur að leika, til dæmis vegna úrskurða og göngu á milli hola.Hámarkstími sem úthlutað er til að ljúka 18 holum á [tilgreinið nafn vallar] er [tilgreinið hámarkstímann, til dæmis 4 klst. og 05 mínútur]. Eftirfarandi ferli á einungis við þegar ráshópur er „úr stöðu”.Skilgreining á úr stöðuFyrsti ráshópur, og allir ráshópar með rásbil laust á undan sér, telst vera „úr stöðu“ ef samtals leiktími hans, einhvern tíma á meðan umferðin er leikin, er meiri en leyft er fyrir holurnar sem hann hefur leikið. Aðrir ráshópar á eftir teljast úr stöðu ef þeir eru [tilgreinið hvenær ráshópur er úr stöðu með tilliti til ráshópsins á undan (sjá dæmi hér að framan)] og hefur leikið lengur en leyft er fyrir holurnar sem hann hefur leikið.Verklag þegar ráshópur er úr stöðu
Dómarar munu fylgjast með leikhraða og ákveða hvort ráshópur sem er „úr stöðu“ skuli tímamældur. Metið verður hvort einhverjar nýlegar kringumstæður réttlæti töfina, svo sem tímafrekur úrskurður, týndur bolti, ósláanlegur bolti o.s.frv. Ef ákveðið er að tímamæla leikmennina geta allir leikmenn í ráshópnum átt von á að vera tímamældir og dómari mun upplýsa leikmennina um að þeir séu „úr stöðu“ og að verið sé að tímamæla þá. Í sérstökum undantekningartilvikum kann að vera að einn eða tveir leikmenn af þremur séu tímamældir, í stað alls ráshópsins.
Hámarkstími leyfður fyrir hvert högg er [tilgreinið tímamörk svo sem 40 sekúndur].[10 viðbótar sekúndur eru leyfðar fyrir fyrsta leikmann sem leikur: a] teighögg á par 3 holu; b) innáhögg; og c) vipp eða pútt.] Tímamæling mun hefjast þegar leikmanninum hefur gefist nægur tími til að komast að bolta sínum, komið er að leikmanninum að leika og hann er fær um að leika án truflana. Tími til að ákvarða fjarlægðir og að velja kylfu er innifalinn í tímanum fyrir næsta högg. Á flötinni mun tímamæling hefjast þegar leikmaðurinn hefur fengið eðlilegan tíma til að lyfta bolta sínum, hreinsa hann og leggja hann aftur, lagfæra skemmdir sem trufla leiklínu hans og að fjarlægja lausung í leiklínunni. Tími við að skoða leiklínuna aftan við holuna og/eða aftan við boltann telst hluti tímans fyrir næsta högg. Hver tímamæling hefst þegar dómari ákveður að komið sé að leikmanni að leika og hann getur leikið án hindrana eða truflana. Tímamælingum lýkur þegar ráshópur er aftur í stöðu og leikmönnum verður tilkynnt um það.
Víti fyrir brot á staðarreglu:
Víti fyrir fyrsta fall á tíma: Munnleg aðvörun.
Víti fyrir annað fall á tíma: Eitt vítahögg.
Víti fyrir þriðja fall á tíma:Almennt vítisem beitt er til viðbótar víti fyrir annað brot.
Víti fyrir fjórða fall á tíma: Frávísun.
Leikmaður mun eingöngu fá úrskurð um fall á tíma þegar hann hefur farið yfir leyfðan tíma fyrir högg á meðan hann er tímamældur. Þar til leikmanni hefur verið tilkynnt að hann hafi fallið á tímamælingu telst hann ekki hafa brotið regluna aftur.Verklag ef ráshópur er aftur úr söðu í sömu umferðEf ráshópur er „úr stöðu“ oftar en einu sinni í sömu umferð mun framangreint ferli eiga sér stað í hvert sinn. Fall á tímamælingu og beiting víta í sömu umferð heldur áfram þar til umferðinni lýkur."Viðbótar möguleikar á fyrirmynd staðarreglu K-2Eftirfarandi eru valkvæðar viðbætur, sem hafa ekki verið settar inn í fyrirmynd staðarreglu K-2, en nefndin má bæta við eins og þurfa þykir:
Skilgreiningunni á úr stöðu má breyta þannig að leikmenn þurfi fyrst að fá formlega aðvörun áður en þeir verði tímamældir, til dæmis gefa þeim minnst eina holu til að bæta úr stöðunni.
Verklaginu þegar ráshópur er úr stöðu má breyta þannig að leikmönnum er gefinn hæfilegur tími til að mæla fjarlægð áður en tímamæling hefst.
Verklaginu ef ráshópur er aftur úr stöðu í sömu umferð má breyta þannig að allar slæmar tímamælingar flytjist áfram til enda umferða leikinna í höggleikskeppninni.
Stefnan má vera sú, að á hverjum tíma sem dómari sér leikmann vera lengur að leika en leyfilegur tími er fyrir högg (til dæmis 120 sekúndur), að þeim verði tilkynnt að þeir hafi notað of mikinn tíma og verði tímamældir, jafnvel þó ráshópurinn sé ekki úr stöðu.
K-3
Breytt vítaákvæði í leikhraðareglum
Tilgangur. Nefndin getur breytt vítum fyrir brot á leikhraðareglum þannig að refsing fyrir fyrsta brot á reglunum verði eitt högg í víti..Nefndin getur valið að beita almenna vítinu fyrir fyrsta fall á tíma, í stað eins höggs í víti.Fyrirmynd staðarreglu K-3„Vítasetningu í fyrirmynd staðarreglu K-2 er breytt þannig:Víti fyrir brot á staðarreglu:
Víti fyrir fyrsta fall á tíma: Eitt vítahögg.
Víti fyrir annað fall á tíma: Almennt víti sem beitt er til viðbótar víti fyrir fyrsta brot.
Víti fyrir þriðja fall á tíma: Frávísun."
L
Ábyrgð á skorkortum
L-1
Breyting á refsingu samkvæmt reglu 3.3b(2) þegar staðfestingu leikmanns eða ritara vantar
Tilgangur. Regla 3.3b(2) tiltekur frávísunarvíti sem refsingu þegar skor á holu hefur ekki verið staðfest af leikmanninum, af ritaranum eða báðum. En í tilvikum þar sem nefndinni finnst meira viðeigandi að breyta því í almennt víti, er henni það heimilt.Fyrirmynd staðarreglu L-1„Reglu 3.3b(2) er breytt þannig:Ef leikmaður skilar skorkorti án þess að skor holu hafi verið staðfest af leikmanni, ritara eða báðum, fær leikmaðurinnalmennt víti(tvö vítahögg).Vítið bætist við síðustu holu umferðar leikmannsins."
L-2
Að gera leikmann ábyrgan fyrir forgjöf á skorkorti
Tilgangur. Regla 3.3b(4) segir að ekki sé nauðsynlegt að sýna forgjöf leikmanns á skorkorti og það sé á ábrgð nefndarinnar að reikna fjölda högga sem leikmaðurinn fær í forgjöf í keppninni til að reikna nettó skor leikmannsins.En í sumum tilfellum getur það verið erfitt fyrir nefndina að reikna forgjöf leikmanns, til dæmis þegar nefndin hefur ekki tölvukerfi til að aðstoða við framkvæmd keppninnar eða þegar þeir hafa ekki aðgang að gagnagrunni sem geymir forgjöf leikmanns. Í slíkum tilfellum má nefndin breyta reglu 3.3b(4) þannig að leikmanni er skylt að skrá forgjöf sína á skorkortið. Nefndi gæti þurft að tilgreina hvaða forgjöf leikmanna skuli skrá á skorkortin, en það ræðst af því forgjarafarkerfi er í notkun á staðnum.Fyrirmynd staðarreglu L-2„Reglu 3.3b(4) er breytt þannig:Leikmaðurinn ber ábyrgð á að forgjöf hans [tilgreinið hvaða forgjöf skuli skrá, til dæmis grunnforgjöf, vallarforgjöf eða leikforgjöf] sé á skorkortinu.Eftir að nefndin hefur fengið skorkortið frá leikmanninum við lok umferðarinnar er nefndin ábyrg fyrir að:
Leggja saman skor leikmannsins og
Reikna forgjafarhögg leikmannsins í keppninni og að nota hana til að reikna nettóskor leikmannsins.
Ef leikmaðurinn skilar skorkorti án réttrar forgjafar:
Forgjöf á skorkorti of há eða hana vantar.Ef þetta hefur áhrif á höggafjöldann sem leikmaðurinn fær hlýtur hannfrávísunúr forgjafarkeppninni. Hafi þetta ekki slík áhrif er það vítalaust.
Forgjöf á skorkorti of lág.Þetta er vítalaust og nettóskor keppandans gildir, samkvæmt lægri forgjöfinni."
M
Fyrirmyndir staðaarreglna fyrir leikmenn með fötlun
M-1
Að leggja bolta fyrir leikmenn sem nota hjálpartæki á hjólum
Tilgangur. Virkni sumra hjálpartækja á hjólum geta skapað aðstæður þar sem leikmaðurinn getur ekki (byggt á hvar tækinu er fyrst komið fyrir) tekið sér stöðu á snöggan og samræmdan máta miðað við hvar boltinn stöðvaðsist.Þess staðarreglu getur nefndin tekið upp til að aðstoða leikmann sem notar hjálpartæki á hjólum svo hann þurfi ekki að endurstaðsetja tækið mörgum sinnum til að ná æskilegri staðsetningu þess.Þessi staðarregla getur átt við hvar sem er á vellinum, þar með talið á flötinni, almenna svæðinu, vítasvæðum og glompum.Það er ekki tilgangur þessarar staðarreglu að hafa áhrif á ákvarðanir leikmanns sem notar hjálpartæki á hjólum, þannig að hún hafi áhrif á öryggi (svo sem að staðssetja tækið í bratti hlíð). Í slíkum aðstæðum gætu lausnir samkvæmt öðrum reglum átt við (svo sem ósláanlegur bolti samkvæmt reglu 19 eða lausn gegn viti samkvæmt reglu 17).Fyrirmynd staðarreglu M-1„Áður en högg er slegið, má leikmaður sem notar hjálpartæki á hjólum taka lausn án vítis með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta falla í og leika frá þessu lausnarsvæði:
Viðmiðunarstaður:Staðsetning upphaflega boltans.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: 6 tommur frá viðmiðunarstað, sem má vera nær holu, en með þessum takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það verður að vera á sama svæði vallarins og
Það má ekki vera á svæði þar sem gras er slegið í brautahæð eða neðar nema að upphaflegi boltinn hafi stöðvast á almenna svæðinu þar sem gras er slegið í brautahæð eða neðar (þetta merkir, til dæmis, að bolti sem stöðvast í karga má ekki leggja á brautina).
Þegar lausn er tekin samkvæmt þessari staðarreglu, er leikmanninum heimilt að leggja boltann oftar en einu sinni (svo sem þegar boltinn er lagður aðeins of aftarlega í stöðuna).Undantekning - Engin lausn ef augljóslega óraunsætt að leika boltanum. Lausn er ekki fyrir hendi samkvæmt þessari reglu þegar það er greinilega óraunhæft að leika boltanum eins og hann liggur (svo sem þegar boltinn stöðvast í runna og í þannig aðstæðum að leikmanni væri ómögulegt að slá högg).Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt staðarreglu: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a."
M-2
Vítalaus lausn frá tilteknum glompum fyrir leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum
Tilgangur. Hönnun og lögun sumra glompa geta myndað aðstæður þar sem það er mjög erfitt, eða nánast ómögulegt fyrir leikmann sem notar hreyfihjálpartæki á hjólum að komast að komast í eða úr glompunni. Regla 25.4n breytir reglu 19.3 þannig að ef leikmaður með hreyfihjálpartæki á hjólum tekur lausn vegna ósláanlegs bolta í glompu má eikmaðurinn taka aftur-á-línu lausn utan glompunnar gegn einu vítahöggi. En, einkum í keppnum þar sem eingöngu leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum taka þátt, er nefndinni heimild að veita vítalausa lausn úr ákveðnum glompum, eða öllum glompum, ef hún telur rétt að gera það.Fyrirmynd staðarreglu M-2„Gagnvart leikmönnum sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum, [tilgreinið ákveðnar glompur eða allar glompur á vellinum] er grund í aðgerð á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b."
M-3
Takmarkaðar undatekningar frá reglu 10.1b (Að festa kylfuna) fyrir leikmenn með atoxia eða athetosis
Tilgangur. Leikmönnum með hreyfihömlur sem valda skyndihreyfingum og/eða óviðráðalegum kippum (ataxia eða athetosis) gætu reynst erfitt eða ómögulegt að pútta án þess að nota einhvers konar festu kylfunnar fyrir höggið. Þessar aðstæður hafa sérstaklega áhrif á pútt, þar sem slíka högg eru mjög næm fyrir öllum hreyfingum og þá einkum sem orsakast af slíkum einkennum.Þessi staðarregla heimilar nefndinni að undanskilja slíkak leikmenn frá refsingum samkvæmt reglu 10.1b (Að festa kylfuna) ef eftirfarandi þrjú atriði eru uppfyllt:
Leikmaður er með WR4GD passa eða EDGA passa.
Leikmaður glímir við ataxia eða athetosis og
Nefndin ákvarðar að það eru augljós merki að þessi einkenni hafa neikvæð áhrif á getu leikmannsins að pútta (svo sem þegar leikmaðurinn notar oftast fleiri en 50 putt í umferð).
Fyrirmynd staðarreglu M-3„Þegar nefndin ákvarðar að þess séu skýr merki að geta leikmannsins við að pútta verði fyrir verulegum neikvæðum áhrifum af völdum ataxia eða athetosis og leikmaðurinn sé með WR4GD eða EDGA passa, þá er leikmaðurinn undanþeginn vítum samkvæmt reglu 10.1b (Að festa kylfuna)."
M-4
Takmörkuð lausn vegna bolta í glompu fyrir leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki á hjolum
Tilgangur. Högun og lögun sumra glompa kalla oft fram aðstæður þar sem ógerlegt er eða umfangmiklar aðgeraðir þarf til fyrir leikmann sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum til að staðsetja sig í glompunni fyrir högg eða fyrir fyrirhugaða leiklínu, vegna stærðar og takmarkandi hreyfanleika hreyfihjálpartækis á hjólum.Dæmi um slíkar aðstæður eru meðal annars þegar veggur, brún eða halli umhverfis glompuna hindrar leikmanninn frá því að taka sér stöðu, eða bratti hallans í sandinum gerir óeðlilegar kröfur til leikmannsins við að taka sér stöðu, jafnvel þótt mögulegt væri fyrir leikmann, sem ekki notar hreyfihjálpartæki á hjólum, að leika boltanum þar sem hann liggur.Þegar slíkar aðstæður koma upp gefur þessi stðarregla leikmanninum möguleika á að taka vítalausa lausn innan sömu glompunar.Þessi staðarregla gerir þá kröfu til leikmannsins að hann framkvæmi heiðarlegt mat á því hvenær það væri óraunhæft að taka sér stöðu við boltann þar sem hann liggur, þar sem stundum er aðstæður þannig að leikmaðurinn getur tekið sér stöðu með eðlilegri fyrirhöfn, en þessi lausn biði upp á betri stöðu innan glompunnar. Það munu einnig koma upp tilvik þar sem leikmanninum er ekki heimilt að taka vítalausa lausn þar sem óraunhæft væri að leika boltanum þar sem hann liggur fyrir alla leikmenn á vellinum, hvort sem þeir léku höggið sitjandi eða ekki.Fyrirmynd staðarreglu M-4„Þegar bolti leikmanns stöðvast í glompu, má leikmaður sem notar hreyfihjálpartæki á hjólum taka vítislausa lausn í sömu glompu, þegar athöfnin við að taka sér stöðu til að leika boltanum þar sem hann liggur og við fyrirhugaða leiklínu er annað hvort
Ekki mögulegt (svo sem þegar veggur, brún eða halli umhverfis glompuna truflar við staðsetningu hreyfihjálpartækisins á hjólum) eða
Það kallar á óeðlilega mikla fyrirhöfn (svo sem þegar það er ómögulegt fyrir leikmanninn að aka hreyfihjálpartækinu upp sandbrekku).
„Leikmaðurinn ma taka vítalausa lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla í og leika frá þessu lausnarsvæði:
Viðmiðunarstaður:Næsti staður þar sem hægt er að staðsetja boltann í glompunni þar sem hægt er að staðsetja hreyfihjálpartæki á hjólum án óraunhæfra athafnar, sem má vera nær holu.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
það verður að vera í sömu glompunni.
Undantekning - Engin lausn þó staða sé ómöguleg. Vítalaus lausn er ekki heimil samkvæmt þessari staðarreglu þegar:
Þegar leikur að boltanum þar sem hann liggur er greinilega óraunhæft vegna einhvers annars en að leikmaðurinn getur ekki tekið sér stöðu, eða að taka stöðu kallar á óraunhæfar athafnir (svo sem þegar boltinn er grafinn í brattan bakka glompu)
Leikmaðurinn býr til aðstæður þar sem vítalaus lausn fengist, en gerir það engöngu vegna þess að:
Hann veldi greinilega óraunhæfa leikátt (til dæmis leika bolta beint út af eða inn í vítasvæði þegar staða væri tekin með aukinni fyrirhöfn) eða
Hann veldi greinilega óraunhæfa kyfu eða tegund sveiflu.Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt staðarreglu:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a."(Viðbætur í janúar 2024)To að skoða skjal um nánari beitingu fyrirmyndar staðarreglu M-4, þar með talin dæmi um aðstæður þar sem undantekningar ættu við, smelltu hér.
Í golfreglunum er nefndin skilgreind sem sá einstaklingur eða hópur sem er í forsvari fyrir keppni eða völlinn. Nefndin er ómissandi til að leikur fari eðlilega fram. Nefndirnar bera ábyrgð á daglegum leik á vellinum og framkvæmd keppna, sem ætti alltaf að fara fram samkvæmt golfreglunum. Þessum hluta opinberu leiðbeininganna er ætlað að veita leiðbeiningar til nefndanna um hvernig þær geti best sinnt þessu hlutverki.Þótt mörg verkefna nefndarinnar snúist um að halda skipulagðar keppnir er mikilvægur hluti ábyrgðar nefndarinnar að sjá um völlinn í almennum leik.
Að merkja völlinn og halda þeim merkingum við er viðvarandi verkefni sem nefndin ber ábyrgð á.Vel merktur völlur auðveldar leikmönnum að leika eftir reglunum og minnkar líkurnar á misskilningi og óvissu hjá leikmönnum. Til dæmis kann leikmaður að vera óviss um hvernig hann eigi að halda áfram ef tjörn (vítasvæði) er ómerkt.
Staðarregla er frávik frá golfreglu eða viðbótarregla sem nefndin setur vegna almenns leiks eða tiltekinnar keppni. Nefndin ber ábyrgð á að ákveða hvort setja eigi staðarreglur og að tryggja að þær séu í samræmi við grundvallaratriðin í hluta 8. Nefndin verður að tryggja að allar staðarreglur séu aðgengilegar leikmönnum, hvort sem er á skorkorti, sérstöku blaði, tilkynningatöflu eða á vefsíðu vallarins.Staðarreglur sem setja má fyrir almennan leik flokkast þannig:
Að skilgreina vallarmörk og önnur svæði vallarins (hlutar 8A-8D).
Að skilgreina sérstakar eða breyttar lausnaraðferðir (hluti 8E).
Að skilgreina óeðlilegar vallaraðstæður og hluta vallar (hluti 8F).
Tæmandi lista yfir fyrirmyndir staðarreglna má finna fremst í hluta 8.Sjá hluta 5C varðandi aðrar gerðir staðarreglna sem eiga frekar við keppnir en almennan leik.
Misjafnt er eftir völlum og keppnum úr hversu miklum aðföngum nefndir hafa að spila og því getur tiltekin nefnd e.t.v. ekki útfært allar tillögur sem hér koma fram. Í slíkum tilvikum verður nefndin að forgangsraða áherslum sínum fyrir hverja keppni.Undirbúningur áður en keppni hefst er óumdeilanlega mjög mikilvægur svo að keppnin gangi vel fyrir sig. Skyldur nefndarinnar við undirbúning felast m.a. í:
Eftir að keppnin er hafin ber nefndin ábyrgð á að tryggja að leikmenn hafi allar nauðsynlegar upplýsingar til að leika samkvæmt reglunum og að aðstoða þá við að beita reglunum.
Algengustu formum holukeppni, höggleiks og liða- og sveitakeppna er lýst í reglum 1-25. Í þessum hluta er fjallað um nokkur önnur afbrigði golfleiks. Ítarlegri lýsingu á þeim frávikum sem eru nauðsynleg á reglum 1-25 vegna þessara leikforma má finna á vefsíðunni RandA.org.Öll tilfelli sem ekki er fjallað um í golfreglunum eða öðrum breytingum á leikforminu sem í hlut á, ættu að ákvarðast af nefndinni:
Með tilliti til allra kringumstæðna, og
Á þann hátt sem er eðlilegt, sanngjarnt og í samræmi við hvernig svipaðar aðstæður eru meðhöndlaðar samkvæmt reglunum.