Verklag nefnda inniheldur hagnýtar leiðbeiningar til þeirra sem koma að daglegum rekstri á golfvöllum eða standa fyrir golfmótum á öllum getustigum. Því er skipt í leiðbeiningar fyrir „almennan leik“ (þegar nefndin stendur ekki fyrir golfmóti) og leiðbeiningar fyrir „keppnir“, þótt þetta tvennt skarist oft. Hluti 8 hefur einnig að geyma fyrirmyndir staðarreglna sem nefndin getur notað til að bregðast við staðbundnum aðstæðum.